Ríkisstjórnina skortir þrek og þor Jón Steindór Valdimarsson skrifar 11. ágúst 2020 16:15 Ábyrgð þeirra sem gefa sig að stjórnmálum er mikil, ekki síst þeirra sem halda um stjórnartaumana hverju sinni. Að sama skapi standa þau oft frammi fyrir erfiðum og flóknum úrlausnarefnum. Þá skiptir höfuðmáli að hafa góðan skilning á vandanum en ekki síður að markmið og leiðir við lausn hans séu valdar á grunni skýrrar pólitískrar sýnar. Að mælistikan á gæði og skynsemi lausna sé öllum ljós. Samráð og samvinna er aðalsmerki góðra stjórnvalda. Gagnrýni og fjölbreyttum skoðunum á að mæta af virðingu og svara með rökum. Það er ekki við því að búast að allir séu sömu skoðunar. Skynsöm stjórnvöld eiga að hafa burði, þrek og þor til þess að horfast í augu við það. Farsælast er að horfa á heildarmyndina en láta ekki einstaka hluta eða sértæka hagsmuni byrgja sér sýn. Það er miður að ríkisstjórnin virðist ekki þessum kostum búin. Gagnrýni og skoðanir sem falla ekki að skapi hennar eru sagt vera tækifærismennska. Það kann ekki góðr lukku að stýra og sýnir vanmátt en ekki styrk. Það dugar ekki að skýla sér bak við að verkefnin séu erfið og að sumu leyti fordæmalaus og því megi ekki trufla eða gagnrýna. Þvert á móti er á slíkum tímum mikilvægt að hafa sem flesta með í ráðum og leggja hlustir við öllum góðum ráðum. Hætt er við ef þetta verður leiðarstefið í störfum ríkisstjórnarinnar muni veturinn reynast henni erfiður og það mun bitna á okkur öllum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Viðreisn Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Ábyrgð þeirra sem gefa sig að stjórnmálum er mikil, ekki síst þeirra sem halda um stjórnartaumana hverju sinni. Að sama skapi standa þau oft frammi fyrir erfiðum og flóknum úrlausnarefnum. Þá skiptir höfuðmáli að hafa góðan skilning á vandanum en ekki síður að markmið og leiðir við lausn hans séu valdar á grunni skýrrar pólitískrar sýnar. Að mælistikan á gæði og skynsemi lausna sé öllum ljós. Samráð og samvinna er aðalsmerki góðra stjórnvalda. Gagnrýni og fjölbreyttum skoðunum á að mæta af virðingu og svara með rökum. Það er ekki við því að búast að allir séu sömu skoðunar. Skynsöm stjórnvöld eiga að hafa burði, þrek og þor til þess að horfast í augu við það. Farsælast er að horfa á heildarmyndina en láta ekki einstaka hluta eða sértæka hagsmuni byrgja sér sýn. Það er miður að ríkisstjórnin virðist ekki þessum kostum búin. Gagnrýni og skoðanir sem falla ekki að skapi hennar eru sagt vera tækifærismennska. Það kann ekki góðr lukku að stýra og sýnir vanmátt en ekki styrk. Það dugar ekki að skýla sér bak við að verkefnin séu erfið og að sumu leyti fordæmalaus og því megi ekki trufla eða gagnrýna. Þvert á móti er á slíkum tímum mikilvægt að hafa sem flesta með í ráðum og leggja hlustir við öllum góðum ráðum. Hætt er við ef þetta verður leiðarstefið í störfum ríkisstjórnarinnar muni veturinn reynast henni erfiður og það mun bitna á okkur öllum.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar