Vísindamenn segja erfitt að treysta bóluefni Rússa Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. ágúst 2020 15:56 Vladimír Pútín er forseti Rússlands. AP/Alexei Nikolskí/Spútnik Vísindamenn eru sumir hverjir undrandi yfir tilkynningu Vladimírs Pútín Rússlandsforseta um það að heilbrigðisyfirvöld í landinu hafi lagt blessun sína yfir bóluefni gegn kórónuveirunni sem þróað var í Rússlandi. Reuters fjallar um málið og ræddi við þrjá vísindamenn í kjölfar tilkynningar Rússlandsforseta í dag en þar kom meðal annars fram að til standi að hefja fjöldaframleiðslu á efninu. Í rétt AP í morgun kom fram að margir vísindamenn, bæði í Rússlandi og annars staðar, hafi verið með efasemdir þar sem yfirleitt þurfi umfangsmeiri prófanir sem ná til fleiri og yfir lengri tíma, áður en bóluefni er skráð. Í frétt Reuters er rætt við Ayfer Ali, sérfræðing í lyfjarannsóknum við Warwick Business School í Bretlandi. Segir að hún að ef til standi að hefja fjöldabólusetningu í Rússlandi séu yfirvöld þar í raun að hefja umfangsmikla tilraun á íbúum landsins. Án þess að prófa bóluefnið ítarlega áður geti mögulegar aukaverkanir farið framhjá læknum og rannsakendum, auk þess sem að mögulegar aukaverkanir geti verið alvarlegar, en þó mögulega sjaldgæfar. Francois Balloux, sérfræðingir hjá University College í London tekur undir með Ali. Segir hann að ákvörðun Rússa sé ekki bara ábyrgðarlaus, heldur einnig hættuleg. Fjöldabólusetning með vanprófuðu bóluefni sé algjörlega í bága við siðareglur auk þess sem að möguleg vandamál tengd bóluefninu gætu valdið heilsufarsvandamálum, auk þess sem það gæti ýtt undir almenna vantrú á virkni bóluefna. Undir þetta tekur Danny Altmann, prófessor í ónæmisfræði við Imperial College í London. Segir hann í samtali við Reuters að vanprófuðu bóluefni geti fylgt vandamál sem muni bara auka vandræðin sem nú þegar hefur fylgt kórónuveirufaraldrinum. Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Bólusetningar Tengdar fréttir Engin sérstök bjartsýni að reikna með bóluefni fyrir mitt næsta ár Orð Kára um að herða tökin á landamærum Íslands vegna baráttunnar við kórónuveirufaraldurinn hafa vakið mikla athygli. 9. ágúst 2020 18:44 Hafa áhyggjur af bóluefni Rússa Til stendur að hefja umfangsmiklar bólusetningar gegn Covid-19 í Rússlandi í október með bóluefni sem hefur ekki enn verið farið í gegnum tilraunir sem tryggja eiga öryggi þess og virkni. 7. ágúst 2020 12:03 Hyggjast byrja að bólusetja í október Yfirvöld heilbrigðismála í Rússlandi stefna á að byrja að bólusetja fólk í landinu fyrir kórónuveirunni í þar næsta mánuði. Kennarar og læknar yrðu bólusettir fyrst. 1. ágúst 2020 21:39 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Sjá meira
Vísindamenn eru sumir hverjir undrandi yfir tilkynningu Vladimírs Pútín Rússlandsforseta um það að heilbrigðisyfirvöld í landinu hafi lagt blessun sína yfir bóluefni gegn kórónuveirunni sem þróað var í Rússlandi. Reuters fjallar um málið og ræddi við þrjá vísindamenn í kjölfar tilkynningar Rússlandsforseta í dag en þar kom meðal annars fram að til standi að hefja fjöldaframleiðslu á efninu. Í rétt AP í morgun kom fram að margir vísindamenn, bæði í Rússlandi og annars staðar, hafi verið með efasemdir þar sem yfirleitt þurfi umfangsmeiri prófanir sem ná til fleiri og yfir lengri tíma, áður en bóluefni er skráð. Í frétt Reuters er rætt við Ayfer Ali, sérfræðing í lyfjarannsóknum við Warwick Business School í Bretlandi. Segir að hún að ef til standi að hefja fjöldabólusetningu í Rússlandi séu yfirvöld þar í raun að hefja umfangsmikla tilraun á íbúum landsins. Án þess að prófa bóluefnið ítarlega áður geti mögulegar aukaverkanir farið framhjá læknum og rannsakendum, auk þess sem að mögulegar aukaverkanir geti verið alvarlegar, en þó mögulega sjaldgæfar. Francois Balloux, sérfræðingir hjá University College í London tekur undir með Ali. Segir hann að ákvörðun Rússa sé ekki bara ábyrgðarlaus, heldur einnig hættuleg. Fjöldabólusetning með vanprófuðu bóluefni sé algjörlega í bága við siðareglur auk þess sem að möguleg vandamál tengd bóluefninu gætu valdið heilsufarsvandamálum, auk þess sem það gæti ýtt undir almenna vantrú á virkni bóluefna. Undir þetta tekur Danny Altmann, prófessor í ónæmisfræði við Imperial College í London. Segir hann í samtali við Reuters að vanprófuðu bóluefni geti fylgt vandamál sem muni bara auka vandræðin sem nú þegar hefur fylgt kórónuveirufaraldrinum.
Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Bólusetningar Tengdar fréttir Engin sérstök bjartsýni að reikna með bóluefni fyrir mitt næsta ár Orð Kára um að herða tökin á landamærum Íslands vegna baráttunnar við kórónuveirufaraldurinn hafa vakið mikla athygli. 9. ágúst 2020 18:44 Hafa áhyggjur af bóluefni Rússa Til stendur að hefja umfangsmiklar bólusetningar gegn Covid-19 í Rússlandi í október með bóluefni sem hefur ekki enn verið farið í gegnum tilraunir sem tryggja eiga öryggi þess og virkni. 7. ágúst 2020 12:03 Hyggjast byrja að bólusetja í október Yfirvöld heilbrigðismála í Rússlandi stefna á að byrja að bólusetja fólk í landinu fyrir kórónuveirunni í þar næsta mánuði. Kennarar og læknar yrðu bólusettir fyrst. 1. ágúst 2020 21:39 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Sjá meira
Engin sérstök bjartsýni að reikna með bóluefni fyrir mitt næsta ár Orð Kára um að herða tökin á landamærum Íslands vegna baráttunnar við kórónuveirufaraldurinn hafa vakið mikla athygli. 9. ágúst 2020 18:44
Hafa áhyggjur af bóluefni Rússa Til stendur að hefja umfangsmiklar bólusetningar gegn Covid-19 í Rússlandi í október með bóluefni sem hefur ekki enn verið farið í gegnum tilraunir sem tryggja eiga öryggi þess og virkni. 7. ágúst 2020 12:03
Hyggjast byrja að bólusetja í október Yfirvöld heilbrigðismála í Rússlandi stefna á að byrja að bólusetja fólk í landinu fyrir kórónuveirunni í þar næsta mánuði. Kennarar og læknar yrðu bólusettir fyrst. 1. ágúst 2020 21:39
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna