Útlit fyrir stórsigur Lúkasjenkó Andri Eysteinsson skrifar 9. ágúst 2020 20:27 Lúkasjenkó, sem hefur stýrt Hvíta-Rússlandi með harðri hendi frá 1994, virðist hafa náð endurkjöri og það örugglega. AP/Nikolai Petrov/BeITA Útlit er fyrir að forseti Hvíta-Rússlands, hinn þaulsetni Alexander Lúkasjenkó hafi tryggt sér forsetastólinn í eitt kjörtímabil í viðbót. Útönguspár ríkisrekinna fjölmiðla í Hvíta-Rússlandi sýna fram á yfirburðasigur Lúkasjenkó sem hefur þó sjaldan fengið jafn mikla keppni. Lúkasjendko, sem hefur stýrt landinu í 26 ár, hlýtur samkvæmt útgönguspám 79,7% greiddra atkvæða en helsti andstæðingur hans, Svetlana Tíkanovskaja er sögð hljóta 6,8% atkvæða. Lukasjenkó hefur setið við völd í Mínsk frá árinu 1994 en hefur sjaldnast fengið alvöru mótspyrnu í forsetakosningum. Síðast þegar Hvítrússar gengu til atkvæða hlaut forsetinn 83,5% atkvæða. Stjórn hans hefur þó verið harðlega gagnrýnd undanfarið og hefur örlað á óvild í hans garð. Helsti mótframbjóðandi hans í ár, kennarinn Svetlana Tíkanovskaja, steig í skarðið sem myndaðist þegar eiginmanni hennar var meinað að bjóða sig fram. Hún ásamt tveimur öðrum konum Maríu Kolesníkóvu og Veroniku Tsjepkaló , sem höfðu starfað við framboð annarra frambjóðanda, mynduðu sterkt teymi sem þótt njóta nokkurs fylgis fyrir kosningarnar. #Belarus: anti-#Lukashenko protest in the town of Molodechno tonight. pic.twitter.com/mJbwKnMmQi— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) August 9, 2020 Andstæðingar Lúkasjenkó sögðu fyrir kosningarnar að búist væri við því að svindlað yrði í kosningunum og myndu fulltrúar stjórnarandstöðunnar einnig telja atkvæði til þess að forðast svindl fylgismanna forsetans. Þegar hefur komið til átaka á milli lögreglu og andstæðinga Lúkasjenkó á götum Mínsk og mótmælt er víðar. #BREAKING Clashes reported in #Belarus capital as anti-Lukashneko dispute elections resultshttps://t.co/FbI7fZI9HQ— Guy Elster (@guyelster) August 9, 2020 Hvíta-Rússland Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Útlit er fyrir að forseti Hvíta-Rússlands, hinn þaulsetni Alexander Lúkasjenkó hafi tryggt sér forsetastólinn í eitt kjörtímabil í viðbót. Útönguspár ríkisrekinna fjölmiðla í Hvíta-Rússlandi sýna fram á yfirburðasigur Lúkasjenkó sem hefur þó sjaldan fengið jafn mikla keppni. Lúkasjendko, sem hefur stýrt landinu í 26 ár, hlýtur samkvæmt útgönguspám 79,7% greiddra atkvæða en helsti andstæðingur hans, Svetlana Tíkanovskaja er sögð hljóta 6,8% atkvæða. Lukasjenkó hefur setið við völd í Mínsk frá árinu 1994 en hefur sjaldnast fengið alvöru mótspyrnu í forsetakosningum. Síðast þegar Hvítrússar gengu til atkvæða hlaut forsetinn 83,5% atkvæða. Stjórn hans hefur þó verið harðlega gagnrýnd undanfarið og hefur örlað á óvild í hans garð. Helsti mótframbjóðandi hans í ár, kennarinn Svetlana Tíkanovskaja, steig í skarðið sem myndaðist þegar eiginmanni hennar var meinað að bjóða sig fram. Hún ásamt tveimur öðrum konum Maríu Kolesníkóvu og Veroniku Tsjepkaló , sem höfðu starfað við framboð annarra frambjóðanda, mynduðu sterkt teymi sem þótt njóta nokkurs fylgis fyrir kosningarnar. #Belarus: anti-#Lukashenko protest in the town of Molodechno tonight. pic.twitter.com/mJbwKnMmQi— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) August 9, 2020 Andstæðingar Lúkasjenkó sögðu fyrir kosningarnar að búist væri við því að svindlað yrði í kosningunum og myndu fulltrúar stjórnarandstöðunnar einnig telja atkvæði til þess að forðast svindl fylgismanna forsetans. Þegar hefur komið til átaka á milli lögreglu og andstæðinga Lúkasjenkó á götum Mínsk og mótmælt er víðar. #BREAKING Clashes reported in #Belarus capital as anti-Lukashneko dispute elections resultshttps://t.co/FbI7fZI9HQ— Guy Elster (@guyelster) August 9, 2020
Hvíta-Rússland Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira