Tiger rétt náði í gegnum niðurskurðinn Ísak Hallmundarson skrifar 8. ágúst 2020 08:00 Tiger náði ekki að fylgja eftir góðum fyrsta hring í gær. getty/Harry How Öðrum hring PGA meistaramótsins í golfi, sem fram fer á Harding Park í Kaliforníu, lauk þegar klukkan var farin að ganga þrjú á íslenskum tíma í nótt. Tiger Woods sem byrjaði vel á fyrsta hring náði sér ekki á strik í gær. Hann endaði hringinn á 72 höggum, tveimur yfir pari, og er samanlagt á pari vallarins eftir þessa fyrstu tvo hringi. Niðurskurður er ávallt eftir tvo daga og í þetta sinn miðaðist hann við eitt högg yfir pari. Tiger mun því halda áfram keppni um helgina. Með Tiger í ráshóp voru þeir Justin Thomas og Rory McIlroy. Eftir hæga byrjun náði McIlroy fjórum fuglum í röð á 7. - 10. holu. Hann fékk hinsvegar sjaldséðan þrefaldan skolla á 12. holu og endaði hringinn á einu höggi undir pari, einu höggi betra en fyrri daginn. Justin Thomas var í mikilli hættu á að missa af helginni þegar hann fékk sinn þriðja tvöfalda skolla á tveimur hringjum og var þá samanlagt á +2 í mótinu. Hann náði hinsvegar að setja niður fuglapútt á 16. flöt til að koma sér niður í eitt högg yfir par og verður með um helgina. Kínverjinn Haotong Li er efstur fyrir daginn í dag á átta höggum undir pari. Sex kylfingar eru í öðru sæti á sex höggum undir pari, þar á meðal Brooks Koepka, sigurvegari síðustu tveggja ára á PGA meistaramótinu. Bein útsending frá mótinu hefst kl. 20:00 í kvöld á Stöð 2 Golf. Golf Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Öðrum hring PGA meistaramótsins í golfi, sem fram fer á Harding Park í Kaliforníu, lauk þegar klukkan var farin að ganga þrjú á íslenskum tíma í nótt. Tiger Woods sem byrjaði vel á fyrsta hring náði sér ekki á strik í gær. Hann endaði hringinn á 72 höggum, tveimur yfir pari, og er samanlagt á pari vallarins eftir þessa fyrstu tvo hringi. Niðurskurður er ávallt eftir tvo daga og í þetta sinn miðaðist hann við eitt högg yfir pari. Tiger mun því halda áfram keppni um helgina. Með Tiger í ráshóp voru þeir Justin Thomas og Rory McIlroy. Eftir hæga byrjun náði McIlroy fjórum fuglum í röð á 7. - 10. holu. Hann fékk hinsvegar sjaldséðan þrefaldan skolla á 12. holu og endaði hringinn á einu höggi undir pari, einu höggi betra en fyrri daginn. Justin Thomas var í mikilli hættu á að missa af helginni þegar hann fékk sinn þriðja tvöfalda skolla á tveimur hringjum og var þá samanlagt á +2 í mótinu. Hann náði hinsvegar að setja niður fuglapútt á 16. flöt til að koma sér niður í eitt högg yfir par og verður með um helgina. Kínverjinn Haotong Li er efstur fyrir daginn í dag á átta höggum undir pari. Sex kylfingar eru í öðru sæti á sex höggum undir pari, þar á meðal Brooks Koepka, sigurvegari síðustu tveggja ára á PGA meistaramótinu. Bein útsending frá mótinu hefst kl. 20:00 í kvöld á Stöð 2 Golf.
Golf Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira