Faraldur kórónuveirunnar hér á landi er ekki lengur átaksverkefni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. ágúst 2020 20:00 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Faraldur kórónuveirunnar hér á landi er ekki lengur átaksverkefni heldur þarf samfélagið að undirbúa sig undir að lifa með veirunni í nokkurn tíma að sögn heilbrigðisráðherra. Hún segir fjölgun smita vera mikið áhyggjuefni en ekki sé ljóst hvort takmarkanir verði hertar. Ekkert nýtt kemur fram í minnisblaði sem sóttvarnarlæknir sendi heilbrigðisráðherra í gær og tekið var fyrir á ríkisstjórnarfundi í dag. Á fundinum var ákveðið að skimun á landamærum verði óbreytt. Heilbrigðisráðherra segir að nú fari viðbrögðin við faraldrinum úr þeim fasa að um átaksverkefni sé að ræða. „Nú erum við að búa okkur undir það að við komum til með að lifa með veirunni enn um sinn. Að minnsta kosti einhverja mánuði en mögulega einhver misseri. Þá þurfum við að endurstilla okkur öll í þá veru að við séum ekki bara að snúa bökum saman og klára þennan slag heldur miklu frekar þannig að við þurfum að finna út úr því hvernig samfélagið á að haldast gangandi sem allra best og sem allra öflugast þrátt fyrir veiruna,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Ekki liggur fyrir hve lengi Íslensk erfðagreining mun aðstoða við skimun og ómögulegt að segja á þessari stundum hver kostnaðurinn af þeirri aðstoð verður að sögn heilbrigðisráðherra. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.Vísir/Vilhelm Ekki liggur fyrir hvort gripið verði til hertari aðgerða. Nú sé verið að skoða hvort núverandi aðgerðir skili árangri. „Aðgerðirnar sem við gripum til í síðustu viku þurfa að sýna sig á tveimur vikum. Við þurfum að fá tíma til að sjá hvernig þær hafa áhrif en þetta eru áhyggjuefni sannarlega þessar tölur sem eru að koma upp núna,“ sagði Svandís. Í ljósi þess hve margir greindust í gær, er ekki hættulegt að bíða með frekari takmarkanir? „Þarna þurfum við að hlusta á okkar vísindafólk. Það er það sem við höfum verið að gera í gegnum allan þennan faraldur frá því snemma á þessu ári. Við erum í stöðugu samtali við okkar vísindafólk að vega og meta valkosti og það kann auðvitað vel að koma til þess að aðgerðir veðri hertar en sömuleiðis erum við meðvituð um það að við göngum ekki lengra en við teljum þörf á,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Fimm manna verkefnateymi verður skipað í lok ágúst og mun það annast framkvæmd aðgerða vegna kórónuveirunnar út árið 2021 undir stjórn sóttvarnarlæknis. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mikilvægt að fólk átti sig á hve staðan sé alvarleg Forsætisráðherra telur að gripið verði til hertra og slakari aðgerða á víxl næstu mánuði og jafnvel lengur. 7. ágúst 2020 14:26 Fjölgun smita mikið áhyggjuefni Heilbrigðisráðherra segir fjölgun kórónuveirusmitaðra hér á landi mikið áhyggjuefni. Hún segist áfram fara eftir ráðleggingum sóttvarnalæknis en segir áhrif hertra samkomutakmarkana, sem komið var á í síðustu viku, enn eiga eftir að koma í ljós. 7. ágúst 2020 12:40 Skipar kórónuveiruteymi sem mun starfa út árið 2021 Fimm manna verkefnateymi sem mun annast framkvæmd aðgerða vegna kórónuveirunnar út árið 2021 verður komið á fót í kjölfar vinnustofu sem heilbrigðisráðherra hefur boðað til þann 20. ágúst næstkomandi. 7. ágúst 2020 11:27 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira
Faraldur kórónuveirunnar hér á landi er ekki lengur átaksverkefni heldur þarf samfélagið að undirbúa sig undir að lifa með veirunni í nokkurn tíma að sögn heilbrigðisráðherra. Hún segir fjölgun smita vera mikið áhyggjuefni en ekki sé ljóst hvort takmarkanir verði hertar. Ekkert nýtt kemur fram í minnisblaði sem sóttvarnarlæknir sendi heilbrigðisráðherra í gær og tekið var fyrir á ríkisstjórnarfundi í dag. Á fundinum var ákveðið að skimun á landamærum verði óbreytt. Heilbrigðisráðherra segir að nú fari viðbrögðin við faraldrinum úr þeim fasa að um átaksverkefni sé að ræða. „Nú erum við að búa okkur undir það að við komum til með að lifa með veirunni enn um sinn. Að minnsta kosti einhverja mánuði en mögulega einhver misseri. Þá þurfum við að endurstilla okkur öll í þá veru að við séum ekki bara að snúa bökum saman og klára þennan slag heldur miklu frekar þannig að við þurfum að finna út úr því hvernig samfélagið á að haldast gangandi sem allra best og sem allra öflugast þrátt fyrir veiruna,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Ekki liggur fyrir hve lengi Íslensk erfðagreining mun aðstoða við skimun og ómögulegt að segja á þessari stundum hver kostnaðurinn af þeirri aðstoð verður að sögn heilbrigðisráðherra. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.Vísir/Vilhelm Ekki liggur fyrir hvort gripið verði til hertari aðgerða. Nú sé verið að skoða hvort núverandi aðgerðir skili árangri. „Aðgerðirnar sem við gripum til í síðustu viku þurfa að sýna sig á tveimur vikum. Við þurfum að fá tíma til að sjá hvernig þær hafa áhrif en þetta eru áhyggjuefni sannarlega þessar tölur sem eru að koma upp núna,“ sagði Svandís. Í ljósi þess hve margir greindust í gær, er ekki hættulegt að bíða með frekari takmarkanir? „Þarna þurfum við að hlusta á okkar vísindafólk. Það er það sem við höfum verið að gera í gegnum allan þennan faraldur frá því snemma á þessu ári. Við erum í stöðugu samtali við okkar vísindafólk að vega og meta valkosti og það kann auðvitað vel að koma til þess að aðgerðir veðri hertar en sömuleiðis erum við meðvituð um það að við göngum ekki lengra en við teljum þörf á,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Fimm manna verkefnateymi verður skipað í lok ágúst og mun það annast framkvæmd aðgerða vegna kórónuveirunnar út árið 2021 undir stjórn sóttvarnarlæknis.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mikilvægt að fólk átti sig á hve staðan sé alvarleg Forsætisráðherra telur að gripið verði til hertra og slakari aðgerða á víxl næstu mánuði og jafnvel lengur. 7. ágúst 2020 14:26 Fjölgun smita mikið áhyggjuefni Heilbrigðisráðherra segir fjölgun kórónuveirusmitaðra hér á landi mikið áhyggjuefni. Hún segist áfram fara eftir ráðleggingum sóttvarnalæknis en segir áhrif hertra samkomutakmarkana, sem komið var á í síðustu viku, enn eiga eftir að koma í ljós. 7. ágúst 2020 12:40 Skipar kórónuveiruteymi sem mun starfa út árið 2021 Fimm manna verkefnateymi sem mun annast framkvæmd aðgerða vegna kórónuveirunnar út árið 2021 verður komið á fót í kjölfar vinnustofu sem heilbrigðisráðherra hefur boðað til þann 20. ágúst næstkomandi. 7. ágúst 2020 11:27 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira
Mikilvægt að fólk átti sig á hve staðan sé alvarleg Forsætisráðherra telur að gripið verði til hertra og slakari aðgerða á víxl næstu mánuði og jafnvel lengur. 7. ágúst 2020 14:26
Fjölgun smita mikið áhyggjuefni Heilbrigðisráðherra segir fjölgun kórónuveirusmitaðra hér á landi mikið áhyggjuefni. Hún segist áfram fara eftir ráðleggingum sóttvarnalæknis en segir áhrif hertra samkomutakmarkana, sem komið var á í síðustu viku, enn eiga eftir að koma í ljós. 7. ágúst 2020 12:40
Skipar kórónuveiruteymi sem mun starfa út árið 2021 Fimm manna verkefnateymi sem mun annast framkvæmd aðgerða vegna kórónuveirunnar út árið 2021 verður komið á fót í kjölfar vinnustofu sem heilbrigðisráðherra hefur boðað til þann 20. ágúst næstkomandi. 7. ágúst 2020 11:27