Skikkuð í sóttkví í þriðja skiptið Sylvía Hall skrifar 7. ágúst 2020 16:39 Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir segist taka fréttunum af yfirvegun. Aðsend Knattspyrnukonan Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir er á leið í sóttkví í þriðja skiptið frá því að faraldurinn hófst. Hún, líkt og aðrir leikmenn kvennaliðs KR, fengu fregnirnar í dag eftir að leikmaður liðsins greindist með kórónuveiruna. Í samtali við Vísi segist Þórdís taka fréttunum af yfirvegun og ætlar að reyna að tækla þetta á jákvæðu nótunum líkt og áður. Það sé þó skrítin tilfinning að vera á leið í sóttkví enn einu sinni. Þórdís vinnur á spítala og fór þess vegna í sóttkví í byrjun mars þegar faraldurinn hófst hér á landi. Í seinna skiptið var hún skikkuð í sóttkví þegar kvennalið KR hafði spilað leik gegn Breiðabliki í Pepsi Max-deild kvenna eftir að leikmaður Breiðabliks reyndist smitaður af veirunni. Í það skiptið fékk hún að vera í sóttkví með Láru Kristínu, liðsfélaga sínum í KR, og verður það sama uppi á teningnum núna. Að sögn Þórdísar var sá tími auðveldari en fyrsta sóttkvíin, en fleira hafi spilað þar inn í. „Það var eiginlega erfiðara í fyrra skiptið. Þá var svo mikil óvissa í samfélaginu og ég varð veik - en ég fór þá í test og var ekki með Covid.“ „Það geta allir í samfélaginu fengið þessa veiru“ „Þetta er ekkert það skemmtilegasta sem maður gerir. Ég er frekar mikil félagsvera þá er ekkert sérstakt að þurfa að halda sig frá öllum. Maður þarf samt að vera jákvæður í gegnum þetta,“ segir Þórdís um þá tilhugsun að þurfa að forðast samskipti við aðra næstu tvær vikurnar. „Ef ég væri aftur ein þá væri þetta verra.“ Þórdís ásamt Láru Kristínu Pedersen, liðsfélaga sínum KR. Þær eru nú á leið í sóttkví saman á ný. Aðsend Hún segir ljóst að útbreiðsla veirunnar er stórt vandamál og allir þurfi að leggjast á eitt og huga að smitvörnum til þess að takmarka frekara smit í samfélaginu. Enginn sé undanskilinn þeirri samfélagslegu ábyrgð enda geti hver sem er smitast. „Maður verður að hugsa það þannig að það geta allir í samfélaginu fengið þessa veiru. Það er ekkert hægt að vera að dæma neinn út frá því að vera manneskja sem smitar einhvern eða sendir í sóttkví - það er ekkert til þess að skammast sín fyrir.“ Sjálf segist hún nýta tímann í sóttkví til þess að eyða tíma með sjálfri sér og huga vel að líkamlegri og andlegri heilsu. Þegar samskipti við annað fólk eru takmörkuð er fátt annað í stöðunni en að nýta tímann vel ef heilsan býður upp á það. Hún hvetur fólk til þess að gera slíkt hið sama ef það lendir í því að þurfa í sóttkví. „Ég hef mestmegnis nýtt tímann í að njóta þess að geta slappað af. Fara út að hjóla, og auðvitað passa upp á tvo metrana, horfa á skemmtilegar bíómyndir og borða hollan og góðan mat.“ Kvennalið KR eyðir næstu tveimur vikum í sóttkví. Þórdís segist sannfærð um að þær komi sterkari til baka líkt og síðast.Aðsend Enginn heimsendir ef það næst ekki að klára tímabilið Vegna hertra samkomutakmarkana í samfélaginu hefur Íslandsmótið í knattspyrnu verið stöðvað tímabundið, enda erfitt að viðhalda tveggja metra reglunni við þær aðstæður. Þórdís segir það vissulega vonbrigði að geta ekki klárað tímabilið yfir sumartímann. „Það er skemmtilegast að spila fótbolta á sumrin en við erum eiginlega búin að missa það alveg. Nú er búið að fresta öllu í smá tíma og útlitið er ekkert voða gott.“ Að baki er langt undirbúningstímabil og sumarið því hápunktur ársins fyrir knattspyrnufólk. Hún segir þó einfalt að horfa á stóru myndina og sjá að það sé mun mikilvægara þessa stundina að halda áfram að ná tökum á kórónuveirufaraldrinum. Heilsa almennings sé mikilvægari en fótboltinn þessa stundina. „Vonandi náum við að spila þetta fram í desember, en þetta er alveg skiljanlegt. Það er enginn heimsendir ef við náum ekki að klára tímabilið en það væri auðvitað mjög leiðinlegt. Maður vill frekar að allir séu við góða heilsu frekar en að spila fótbolta – það er eiginlega mikilvægara.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Fótbolti Tengdar fréttir KSÍ gefur sér frest til 1. desember til að klára Íslandsmótið Knattspyrnusamband Íslands hefur sett sér tímamörk til 1. desember til að ljúka Íslandsmótinu í fótbolta. 7. ágúst 2020 16:33 Heilbrigðisráðuneytið hafnaði undanþágubeiðni KSÍ og leikjum frestað til 13. ágúst Engir leikir verða í meistaraflokki, 2. og 3. flokki karla og kvenna til og með 13. ágúst eftir að heilbrigðisráðuneytið hafnaði undanþágubeiðni KSÍ. 7. ágúst 2020 13:48 Sautján innanlandssmit og þrjú virk smit á landamærum Sautján greindust með veiruna innanlands síðasta sólarhringinn, þrettán á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og fjórir hjá Íslenskri erfðagreiningu. 7. ágúst 2020 11:04 Mest lesið Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Fleiri fréttir Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Sjá meira
Knattspyrnukonan Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir er á leið í sóttkví í þriðja skiptið frá því að faraldurinn hófst. Hún, líkt og aðrir leikmenn kvennaliðs KR, fengu fregnirnar í dag eftir að leikmaður liðsins greindist með kórónuveiruna. Í samtali við Vísi segist Þórdís taka fréttunum af yfirvegun og ætlar að reyna að tækla þetta á jákvæðu nótunum líkt og áður. Það sé þó skrítin tilfinning að vera á leið í sóttkví enn einu sinni. Þórdís vinnur á spítala og fór þess vegna í sóttkví í byrjun mars þegar faraldurinn hófst hér á landi. Í seinna skiptið var hún skikkuð í sóttkví þegar kvennalið KR hafði spilað leik gegn Breiðabliki í Pepsi Max-deild kvenna eftir að leikmaður Breiðabliks reyndist smitaður af veirunni. Í það skiptið fékk hún að vera í sóttkví með Láru Kristínu, liðsfélaga sínum í KR, og verður það sama uppi á teningnum núna. Að sögn Þórdísar var sá tími auðveldari en fyrsta sóttkvíin, en fleira hafi spilað þar inn í. „Það var eiginlega erfiðara í fyrra skiptið. Þá var svo mikil óvissa í samfélaginu og ég varð veik - en ég fór þá í test og var ekki með Covid.“ „Það geta allir í samfélaginu fengið þessa veiru“ „Þetta er ekkert það skemmtilegasta sem maður gerir. Ég er frekar mikil félagsvera þá er ekkert sérstakt að þurfa að halda sig frá öllum. Maður þarf samt að vera jákvæður í gegnum þetta,“ segir Þórdís um þá tilhugsun að þurfa að forðast samskipti við aðra næstu tvær vikurnar. „Ef ég væri aftur ein þá væri þetta verra.“ Þórdís ásamt Láru Kristínu Pedersen, liðsfélaga sínum KR. Þær eru nú á leið í sóttkví saman á ný. Aðsend Hún segir ljóst að útbreiðsla veirunnar er stórt vandamál og allir þurfi að leggjast á eitt og huga að smitvörnum til þess að takmarka frekara smit í samfélaginu. Enginn sé undanskilinn þeirri samfélagslegu ábyrgð enda geti hver sem er smitast. „Maður verður að hugsa það þannig að það geta allir í samfélaginu fengið þessa veiru. Það er ekkert hægt að vera að dæma neinn út frá því að vera manneskja sem smitar einhvern eða sendir í sóttkví - það er ekkert til þess að skammast sín fyrir.“ Sjálf segist hún nýta tímann í sóttkví til þess að eyða tíma með sjálfri sér og huga vel að líkamlegri og andlegri heilsu. Þegar samskipti við annað fólk eru takmörkuð er fátt annað í stöðunni en að nýta tímann vel ef heilsan býður upp á það. Hún hvetur fólk til þess að gera slíkt hið sama ef það lendir í því að þurfa í sóttkví. „Ég hef mestmegnis nýtt tímann í að njóta þess að geta slappað af. Fara út að hjóla, og auðvitað passa upp á tvo metrana, horfa á skemmtilegar bíómyndir og borða hollan og góðan mat.“ Kvennalið KR eyðir næstu tveimur vikum í sóttkví. Þórdís segist sannfærð um að þær komi sterkari til baka líkt og síðast.Aðsend Enginn heimsendir ef það næst ekki að klára tímabilið Vegna hertra samkomutakmarkana í samfélaginu hefur Íslandsmótið í knattspyrnu verið stöðvað tímabundið, enda erfitt að viðhalda tveggja metra reglunni við þær aðstæður. Þórdís segir það vissulega vonbrigði að geta ekki klárað tímabilið yfir sumartímann. „Það er skemmtilegast að spila fótbolta á sumrin en við erum eiginlega búin að missa það alveg. Nú er búið að fresta öllu í smá tíma og útlitið er ekkert voða gott.“ Að baki er langt undirbúningstímabil og sumarið því hápunktur ársins fyrir knattspyrnufólk. Hún segir þó einfalt að horfa á stóru myndina og sjá að það sé mun mikilvægara þessa stundina að halda áfram að ná tökum á kórónuveirufaraldrinum. Heilsa almennings sé mikilvægari en fótboltinn þessa stundina. „Vonandi náum við að spila þetta fram í desember, en þetta er alveg skiljanlegt. Það er enginn heimsendir ef við náum ekki að klára tímabilið en það væri auðvitað mjög leiðinlegt. Maður vill frekar að allir séu við góða heilsu frekar en að spila fótbolta – það er eiginlega mikilvægara.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Fótbolti Tengdar fréttir KSÍ gefur sér frest til 1. desember til að klára Íslandsmótið Knattspyrnusamband Íslands hefur sett sér tímamörk til 1. desember til að ljúka Íslandsmótinu í fótbolta. 7. ágúst 2020 16:33 Heilbrigðisráðuneytið hafnaði undanþágubeiðni KSÍ og leikjum frestað til 13. ágúst Engir leikir verða í meistaraflokki, 2. og 3. flokki karla og kvenna til og með 13. ágúst eftir að heilbrigðisráðuneytið hafnaði undanþágubeiðni KSÍ. 7. ágúst 2020 13:48 Sautján innanlandssmit og þrjú virk smit á landamærum Sautján greindust með veiruna innanlands síðasta sólarhringinn, þrettán á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og fjórir hjá Íslenskri erfðagreiningu. 7. ágúst 2020 11:04 Mest lesið Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Fleiri fréttir Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Sjá meira
KSÍ gefur sér frest til 1. desember til að klára Íslandsmótið Knattspyrnusamband Íslands hefur sett sér tímamörk til 1. desember til að ljúka Íslandsmótinu í fótbolta. 7. ágúst 2020 16:33
Heilbrigðisráðuneytið hafnaði undanþágubeiðni KSÍ og leikjum frestað til 13. ágúst Engir leikir verða í meistaraflokki, 2. og 3. flokki karla og kvenna til og með 13. ágúst eftir að heilbrigðisráðuneytið hafnaði undanþágubeiðni KSÍ. 7. ágúst 2020 13:48
Sautján innanlandssmit og þrjú virk smit á landamærum Sautján greindust með veiruna innanlands síðasta sólarhringinn, þrettán á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og fjórir hjá Íslenskri erfðagreiningu. 7. ágúst 2020 11:04