Kylfa kraftakarlsins gaf sig á PGA Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. ágúst 2020 11:30 Bryson DeChambeau með brotnu kylfuna. getty/Sean M. Haffey Bryson DeChambeau varð fyrir því óláni að brjóta kylfu á fyrsta hring PGA-meistaramótsins í golfi í gær. Eftir upphafshögg á sjöundu holu á TPC Harding vellinum í San Francisco studdi DeChambeau sig við kylfuna þegar hann beygði sig til að taka upp tí. DeChambeau hefur bætt á 20 kg á síðustu níu mánuðum og er nánast vaxinn eins og vaxtarræktarkappi. Það hefur skilað sér í lengri upphafshöggum. Kílóin sem DeChambeau hefur bætt á sig virtust hins vegar of mikið fyrir dræverinn hans sem gaf sig og hausinn datt af eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Braut kylfu á PGA-meistaramótinu Þar sem þetta var óhapp og DeChambeau braut kylfuna ekki í bræðiskasti fékk hann nýtt skaft sem hann setti hausinn á. Hann þurfti þó ekki á drævernum að halda fyrr en á níundu holu. Þar fékk hann einn af fimm fuglum sínum á fyrsta hringnum. Eftir fyrsta keppnisdaginn sagði DeChambeau að hann hefði notað dræverinn í rúmt ár áður en hann brotnaði. Hann sagðist þó alltaf vera varaskaft og hefði æft með það fyrr í vikunni. DeChambeau lék á 68 höggum í gær, eða á tveimur höggum undir pari. Hann er þremur höggum á eftir efstu mönnum, Jason Day og Brendon Todd. Sýnt verður beint frá öllum fjórum keppnisdögunum á PGA-meistaramótinu á Stöð 2 Golf. Útsending hefst alltaf klukkan 20:00. Stöð 2 Golf er hluti af Sportpakkanum. Golf Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Bryson DeChambeau varð fyrir því óláni að brjóta kylfu á fyrsta hring PGA-meistaramótsins í golfi í gær. Eftir upphafshögg á sjöundu holu á TPC Harding vellinum í San Francisco studdi DeChambeau sig við kylfuna þegar hann beygði sig til að taka upp tí. DeChambeau hefur bætt á 20 kg á síðustu níu mánuðum og er nánast vaxinn eins og vaxtarræktarkappi. Það hefur skilað sér í lengri upphafshöggum. Kílóin sem DeChambeau hefur bætt á sig virtust hins vegar of mikið fyrir dræverinn hans sem gaf sig og hausinn datt af eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Braut kylfu á PGA-meistaramótinu Þar sem þetta var óhapp og DeChambeau braut kylfuna ekki í bræðiskasti fékk hann nýtt skaft sem hann setti hausinn á. Hann þurfti þó ekki á drævernum að halda fyrr en á níundu holu. Þar fékk hann einn af fimm fuglum sínum á fyrsta hringnum. Eftir fyrsta keppnisdaginn sagði DeChambeau að hann hefði notað dræverinn í rúmt ár áður en hann brotnaði. Hann sagðist þó alltaf vera varaskaft og hefði æft með það fyrr í vikunni. DeChambeau lék á 68 höggum í gær, eða á tveimur höggum undir pari. Hann er þremur höggum á eftir efstu mönnum, Jason Day og Brendon Todd. Sýnt verður beint frá öllum fjórum keppnisdögunum á PGA-meistaramótinu á Stöð 2 Golf. Útsending hefst alltaf klukkan 20:00. Stöð 2 Golf er hluti af Sportpakkanum.
Sýnt verður beint frá öllum fjórum keppnisdögunum á PGA-meistaramótinu á Stöð 2 Golf. Útsending hefst alltaf klukkan 20:00. Stöð 2 Golf er hluti af Sportpakkanum.
Golf Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira