Faraldurinn nær nýjum hæðum á heimsvísu Samúel Karl Ólason skrifar 7. ágúst 2020 09:12 Sérfræðingar segja líklegt að raunverulegur fjöldi smitaðra í Afríku sé mun hærri en opinberar tölur segja til um. AP/Jerome Delay Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, hefur náð nýjum hæðum víða um heim. Svo virðist sem að smituðum fari fjölgandi víða en Johns Hopkins háskólinn segir 19,1 milljón manna nú hafa smitast. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO), birti nýjar tölur í gærkvöldi sem sýndu mikla aukningu í bæði nýsmituðum og dauðsföllum á milli daga. Í gærkvöldi höfðu 259.344 greinst smitaðir á undanförnum sólarhring. Degi áður var sú tala 206.831. Dauðsföll á milli daga voru í gærkvöldi 6.488 og í fyrrakvöld 5.120. Heildarfjöldi þeirra sem hafa greinst með veiruna samkvæmt WHO er 18,6 milljónir. Tölur beggja aðila byggja á opinberum tölum en tölur háskólans eru uppfærðar oftar og þar að auki eru þær hærri vegna mismunandi aðferða við talningu. Raunverulegur fjöldi líklega mun hærri í Afríku Í Afríku hafa rúmlega milljón manna greinst með Covid-19. Sérfræðingar segja þó að fjöldi smitaðra sé í rauninni mun hærri. Um 1,3 milljarður manna búa í heimsálfunni og slæmt ástand heilbrigðiskerfa þar felur í sér að skimun fyrir veirunni er mjög umfangslítil. Tansanía hefur til að mynda ekki birt neinar tölur í margar vikur. Rifjað er upp í frétt BBC að í byrjun júlí sagði heilbrigðisráðherra landsins að faraldurinn væri að enda þar í landi. Lang flest tilfelli hafa greinst í Egyptalandi og Suður-Afríku eða um 75 prósent allra tilfella. Minnst 22 þúsund manna hafa dáið vegna Covid-19 í Afríku. Afríkusambandið segir mikla þörf á aðgerðum til að sporna við útbreiðslunni. Matshidiso Moeti, yfirmaður WHO í Afríku, sagði AP fréttaveitunni að þær sviðsmyndir sem sérfræðingar óttuðust í upphafi hafi ekki raungerst, sé talið að veiran gæti mögulega lifað lengi í Afríku. Heilbrigðisstarfsmenn í Indlandi hafa farið í verkföll vegna slæms aðbúnaðar.AP/Rafiq Maqbool Óttast drefingu á dreifbýlli svæðum Í Indlandi hafa tvær milljónir greinst smitaðar og 41.585 hafa dáið. Þar hafa heilbrigðisstarfsmenn farið í verkföll vegna slæms aðbúnaðar þeirra í dreifbýlum hlutum landsins. Dánartíðni í Indlandi hefur hingað til þótt tiltölulega lág en útbreiðsla Covid-19 hefur að mestu verið bundin við borgir landsins þar sem heilbrigðiskerfi eru nokkuð góð. Á dreifbýlli svæðum landsins er þó allt aðra sögu að segja og óttast sérfræðingar að hlutfallið muni fara hækkandi. Um 4,9 milljónir manna hafa smitast af Covid-19 í Bandaríkjunum, svo vitað sé, og þar hafa rúmlega 160 þúsund dáið. Í Brasilíu hafa 2,9 milljónir smitast og 98,5 þúsund dáið. Indland er í þriðja sæti yfir fjölda smitaðra þar sem rétt rúmlega tvær milljónir hafa greinst smitaðir og 41.585 hafa dáið, eins og áður hefur komið fram. Þegar kemur að fjölda látinna er Mexíkó í þriðja sæti, samkvæmt Johns Hopkins, með 50.517 dauðsföll en þar hafa 462.690 greinst smitaðir. Bretland er í fjórða sæti með 46.498 látna og 309.796 smitaða. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Indland Suður-Afríka Egyptaland Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Sjá meira
Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, hefur náð nýjum hæðum víða um heim. Svo virðist sem að smituðum fari fjölgandi víða en Johns Hopkins háskólinn segir 19,1 milljón manna nú hafa smitast. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO), birti nýjar tölur í gærkvöldi sem sýndu mikla aukningu í bæði nýsmituðum og dauðsföllum á milli daga. Í gærkvöldi höfðu 259.344 greinst smitaðir á undanförnum sólarhring. Degi áður var sú tala 206.831. Dauðsföll á milli daga voru í gærkvöldi 6.488 og í fyrrakvöld 5.120. Heildarfjöldi þeirra sem hafa greinst með veiruna samkvæmt WHO er 18,6 milljónir. Tölur beggja aðila byggja á opinberum tölum en tölur háskólans eru uppfærðar oftar og þar að auki eru þær hærri vegna mismunandi aðferða við talningu. Raunverulegur fjöldi líklega mun hærri í Afríku Í Afríku hafa rúmlega milljón manna greinst með Covid-19. Sérfræðingar segja þó að fjöldi smitaðra sé í rauninni mun hærri. Um 1,3 milljarður manna búa í heimsálfunni og slæmt ástand heilbrigðiskerfa þar felur í sér að skimun fyrir veirunni er mjög umfangslítil. Tansanía hefur til að mynda ekki birt neinar tölur í margar vikur. Rifjað er upp í frétt BBC að í byrjun júlí sagði heilbrigðisráðherra landsins að faraldurinn væri að enda þar í landi. Lang flest tilfelli hafa greinst í Egyptalandi og Suður-Afríku eða um 75 prósent allra tilfella. Minnst 22 þúsund manna hafa dáið vegna Covid-19 í Afríku. Afríkusambandið segir mikla þörf á aðgerðum til að sporna við útbreiðslunni. Matshidiso Moeti, yfirmaður WHO í Afríku, sagði AP fréttaveitunni að þær sviðsmyndir sem sérfræðingar óttuðust í upphafi hafi ekki raungerst, sé talið að veiran gæti mögulega lifað lengi í Afríku. Heilbrigðisstarfsmenn í Indlandi hafa farið í verkföll vegna slæms aðbúnaðar.AP/Rafiq Maqbool Óttast drefingu á dreifbýlli svæðum Í Indlandi hafa tvær milljónir greinst smitaðar og 41.585 hafa dáið. Þar hafa heilbrigðisstarfsmenn farið í verkföll vegna slæms aðbúnaðar þeirra í dreifbýlum hlutum landsins. Dánartíðni í Indlandi hefur hingað til þótt tiltölulega lág en útbreiðsla Covid-19 hefur að mestu verið bundin við borgir landsins þar sem heilbrigðiskerfi eru nokkuð góð. Á dreifbýlli svæðum landsins er þó allt aðra sögu að segja og óttast sérfræðingar að hlutfallið muni fara hækkandi. Um 4,9 milljónir manna hafa smitast af Covid-19 í Bandaríkjunum, svo vitað sé, og þar hafa rúmlega 160 þúsund dáið. Í Brasilíu hafa 2,9 milljónir smitast og 98,5 þúsund dáið. Indland er í þriðja sæti yfir fjölda smitaðra þar sem rétt rúmlega tvær milljónir hafa greinst smitaðir og 41.585 hafa dáið, eins og áður hefur komið fram. Þegar kemur að fjölda látinna er Mexíkó í þriðja sæti, samkvæmt Johns Hopkins, með 50.517 dauðsföll en þar hafa 462.690 greinst smitaðir. Bretland er í fjórða sæti með 46.498 látna og 309.796 smitaða.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Indland Suður-Afríka Egyptaland Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Sjá meira