Faraldurinn nær nýjum hæðum á heimsvísu Samúel Karl Ólason skrifar 7. ágúst 2020 09:12 Sérfræðingar segja líklegt að raunverulegur fjöldi smitaðra í Afríku sé mun hærri en opinberar tölur segja til um. AP/Jerome Delay Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, hefur náð nýjum hæðum víða um heim. Svo virðist sem að smituðum fari fjölgandi víða en Johns Hopkins háskólinn segir 19,1 milljón manna nú hafa smitast. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO), birti nýjar tölur í gærkvöldi sem sýndu mikla aukningu í bæði nýsmituðum og dauðsföllum á milli daga. Í gærkvöldi höfðu 259.344 greinst smitaðir á undanförnum sólarhring. Degi áður var sú tala 206.831. Dauðsföll á milli daga voru í gærkvöldi 6.488 og í fyrrakvöld 5.120. Heildarfjöldi þeirra sem hafa greinst með veiruna samkvæmt WHO er 18,6 milljónir. Tölur beggja aðila byggja á opinberum tölum en tölur háskólans eru uppfærðar oftar og þar að auki eru þær hærri vegna mismunandi aðferða við talningu. Raunverulegur fjöldi líklega mun hærri í Afríku Í Afríku hafa rúmlega milljón manna greinst með Covid-19. Sérfræðingar segja þó að fjöldi smitaðra sé í rauninni mun hærri. Um 1,3 milljarður manna búa í heimsálfunni og slæmt ástand heilbrigðiskerfa þar felur í sér að skimun fyrir veirunni er mjög umfangslítil. Tansanía hefur til að mynda ekki birt neinar tölur í margar vikur. Rifjað er upp í frétt BBC að í byrjun júlí sagði heilbrigðisráðherra landsins að faraldurinn væri að enda þar í landi. Lang flest tilfelli hafa greinst í Egyptalandi og Suður-Afríku eða um 75 prósent allra tilfella. Minnst 22 þúsund manna hafa dáið vegna Covid-19 í Afríku. Afríkusambandið segir mikla þörf á aðgerðum til að sporna við útbreiðslunni. Matshidiso Moeti, yfirmaður WHO í Afríku, sagði AP fréttaveitunni að þær sviðsmyndir sem sérfræðingar óttuðust í upphafi hafi ekki raungerst, sé talið að veiran gæti mögulega lifað lengi í Afríku. Heilbrigðisstarfsmenn í Indlandi hafa farið í verkföll vegna slæms aðbúnaðar.AP/Rafiq Maqbool Óttast drefingu á dreifbýlli svæðum Í Indlandi hafa tvær milljónir greinst smitaðar og 41.585 hafa dáið. Þar hafa heilbrigðisstarfsmenn farið í verkföll vegna slæms aðbúnaðar þeirra í dreifbýlum hlutum landsins. Dánartíðni í Indlandi hefur hingað til þótt tiltölulega lág en útbreiðsla Covid-19 hefur að mestu verið bundin við borgir landsins þar sem heilbrigðiskerfi eru nokkuð góð. Á dreifbýlli svæðum landsins er þó allt aðra sögu að segja og óttast sérfræðingar að hlutfallið muni fara hækkandi. Um 4,9 milljónir manna hafa smitast af Covid-19 í Bandaríkjunum, svo vitað sé, og þar hafa rúmlega 160 þúsund dáið. Í Brasilíu hafa 2,9 milljónir smitast og 98,5 þúsund dáið. Indland er í þriðja sæti yfir fjölda smitaðra þar sem rétt rúmlega tvær milljónir hafa greinst smitaðir og 41.585 hafa dáið, eins og áður hefur komið fram. Þegar kemur að fjölda látinna er Mexíkó í þriðja sæti, samkvæmt Johns Hopkins, með 50.517 dauðsföll en þar hafa 462.690 greinst smitaðir. Bretland er í fjórða sæti með 46.498 látna og 309.796 smitaða. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Indland Suður-Afríka Egyptaland Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, hefur náð nýjum hæðum víða um heim. Svo virðist sem að smituðum fari fjölgandi víða en Johns Hopkins háskólinn segir 19,1 milljón manna nú hafa smitast. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO), birti nýjar tölur í gærkvöldi sem sýndu mikla aukningu í bæði nýsmituðum og dauðsföllum á milli daga. Í gærkvöldi höfðu 259.344 greinst smitaðir á undanförnum sólarhring. Degi áður var sú tala 206.831. Dauðsföll á milli daga voru í gærkvöldi 6.488 og í fyrrakvöld 5.120. Heildarfjöldi þeirra sem hafa greinst með veiruna samkvæmt WHO er 18,6 milljónir. Tölur beggja aðila byggja á opinberum tölum en tölur háskólans eru uppfærðar oftar og þar að auki eru þær hærri vegna mismunandi aðferða við talningu. Raunverulegur fjöldi líklega mun hærri í Afríku Í Afríku hafa rúmlega milljón manna greinst með Covid-19. Sérfræðingar segja þó að fjöldi smitaðra sé í rauninni mun hærri. Um 1,3 milljarður manna búa í heimsálfunni og slæmt ástand heilbrigðiskerfa þar felur í sér að skimun fyrir veirunni er mjög umfangslítil. Tansanía hefur til að mynda ekki birt neinar tölur í margar vikur. Rifjað er upp í frétt BBC að í byrjun júlí sagði heilbrigðisráðherra landsins að faraldurinn væri að enda þar í landi. Lang flest tilfelli hafa greinst í Egyptalandi og Suður-Afríku eða um 75 prósent allra tilfella. Minnst 22 þúsund manna hafa dáið vegna Covid-19 í Afríku. Afríkusambandið segir mikla þörf á aðgerðum til að sporna við útbreiðslunni. Matshidiso Moeti, yfirmaður WHO í Afríku, sagði AP fréttaveitunni að þær sviðsmyndir sem sérfræðingar óttuðust í upphafi hafi ekki raungerst, sé talið að veiran gæti mögulega lifað lengi í Afríku. Heilbrigðisstarfsmenn í Indlandi hafa farið í verkföll vegna slæms aðbúnaðar.AP/Rafiq Maqbool Óttast drefingu á dreifbýlli svæðum Í Indlandi hafa tvær milljónir greinst smitaðar og 41.585 hafa dáið. Þar hafa heilbrigðisstarfsmenn farið í verkföll vegna slæms aðbúnaðar þeirra í dreifbýlum hlutum landsins. Dánartíðni í Indlandi hefur hingað til þótt tiltölulega lág en útbreiðsla Covid-19 hefur að mestu verið bundin við borgir landsins þar sem heilbrigðiskerfi eru nokkuð góð. Á dreifbýlli svæðum landsins er þó allt aðra sögu að segja og óttast sérfræðingar að hlutfallið muni fara hækkandi. Um 4,9 milljónir manna hafa smitast af Covid-19 í Bandaríkjunum, svo vitað sé, og þar hafa rúmlega 160 þúsund dáið. Í Brasilíu hafa 2,9 milljónir smitast og 98,5 þúsund dáið. Indland er í þriðja sæti yfir fjölda smitaðra þar sem rétt rúmlega tvær milljónir hafa greinst smitaðir og 41.585 hafa dáið, eins og áður hefur komið fram. Þegar kemur að fjölda látinna er Mexíkó í þriðja sæti, samkvæmt Johns Hopkins, með 50.517 dauðsföll en þar hafa 462.690 greinst smitaðir. Bretland er í fjórða sæti með 46.498 látna og 309.796 smitaða.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Indland Suður-Afríka Egyptaland Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira