Jason Day í forystu | Níu jafnir í öðru sæti og Tiger í fínum málum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. ágúst 2020 23:05 Jason Day er efstur að loknum fyrsta hring á PGA-meistaramótinu í golfi. Tom Pennington/Getty Images Það stefnir í hörkukeppni ef marka má fyrsta hring PGA-meistaramótsins í golfi. Mótið fer fram á TPC Harding-vellinum sem er staðsettur í San Francisco í Bandaríkjunum. Jason Day, einn fjölmargra Bandaríkjamanna á mótinu, leiðir að loknum fyrsta hring en síðustu kylfingar dagsins voru að klára hringinn nú síðla kvölds. Day lék á alls 65 höggum eða fimm höggum undir pari sem verður að teljast nokkuð gott. Það er hins vegar þéttur pakki og það má lítið út af bregða en alls eru níu kylfingar jafnir í öðru sæti mótsins að svo stöddu. Our former PGA Champion really had it rolling today... Check out the best of @JDayGolf here! pic.twitter.com/EdX4j5JQZX— PGA Championship (@PGAChampionship) August 6, 2020 Þeir Scottie Scheffler, Martin Kaymer, Xander Schauffele, Bud Cauley, Zach Johnson, Brooks Koepka, Justin Rose, Brandon Steele og Mike Lorenzo-Vera, léku nefnilega allir á fjórum höggum undir pari vallarins í dag. 6 8 - Tiger Wood's lowest opening round score in a major championship since 2012.#PGAChamp pic.twitter.com/NCP23quwj6— PGA Championship (@PGAChampionship) August 6, 2020 Tiger Woods átti einnig fínan dag en hann lék á 68 höggum eða tveimur höggum pari. Það þarf fara aftur til ársins 2012 til að finna jafn góðan fyrsta hring hjá hinum 44 ára gamla Tiger á meistaramóti í golfi. Stöðuna í mótinu má finna á vef PGA-mótaraðarinnar. Golf Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Það stefnir í hörkukeppni ef marka má fyrsta hring PGA-meistaramótsins í golfi. Mótið fer fram á TPC Harding-vellinum sem er staðsettur í San Francisco í Bandaríkjunum. Jason Day, einn fjölmargra Bandaríkjamanna á mótinu, leiðir að loknum fyrsta hring en síðustu kylfingar dagsins voru að klára hringinn nú síðla kvölds. Day lék á alls 65 höggum eða fimm höggum undir pari sem verður að teljast nokkuð gott. Það er hins vegar þéttur pakki og það má lítið út af bregða en alls eru níu kylfingar jafnir í öðru sæti mótsins að svo stöddu. Our former PGA Champion really had it rolling today... Check out the best of @JDayGolf here! pic.twitter.com/EdX4j5JQZX— PGA Championship (@PGAChampionship) August 6, 2020 Þeir Scottie Scheffler, Martin Kaymer, Xander Schauffele, Bud Cauley, Zach Johnson, Brooks Koepka, Justin Rose, Brandon Steele og Mike Lorenzo-Vera, léku nefnilega allir á fjórum höggum undir pari vallarins í dag. 6 8 - Tiger Wood's lowest opening round score in a major championship since 2012.#PGAChamp pic.twitter.com/NCP23quwj6— PGA Championship (@PGAChampionship) August 6, 2020 Tiger Woods átti einnig fínan dag en hann lék á 68 höggum eða tveimur höggum pari. Það þarf fara aftur til ársins 2012 til að finna jafn góðan fyrsta hring hjá hinum 44 ára gamla Tiger á meistaramóti í golfi. Stöðuna í mótinu má finna á vef PGA-mótaraðarinnar.
Golf Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira