Flýgur yfir Atlantshafið og safnar áheitum fyrir breskan spítala Sylvía Hall og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 6. ágúst 2020 21:23 Jules sést hér í Bell 505-þyrlunni. Vísir Þyrluflugmaður flýgur nú yfir Atlantshafið á glænýrri þyrlu og safnar áheitum fyrir breskan spítala. Fjáröflunin er ekki hans fyrsta en hann safnaði fjármagni fyrir spítalann árið 2015 þegar hann kleif Everest daginn sem snjóflóð féll á grunnbúðirnar. Þyrluflugmaðurinn Jules Mountain greindist með heilaæxli árið 2007 og hefur síðan þá safnað fjármagni fyrir spítalann sem hann dvaldi á með ýmsum leiðum. Nýjasta hugmynd hans er að fljúga yfir Atlantshafið á glænýrri þyrlu. Ferðin hófst í gær frá Íslandi og flýgur hann þyrlu af gerðinni Bell 505 en enginn hefur flogið þyrlu af þeirri tegund áður yfir Atlantshafið. „Það er mjög ógnvekjandi. Það er engin afísing. Það er enginn sérbúnaður í þessari þyrlu, það er bara ég og höfuðskepnurnar og ég verð hátt uppi og það verður mjög kalt. Þyrlan er afar lítil og að sögn Jules óvenjulegt að svo litlar þyrlur fljúgi yfir Atlantshafið. „Tilfinningin er mitt á milli þess að þetta sé klikkuð hugmynd og að það sé mjög skemmtilegt. Þetta verður gaman og það er líka fyrir góðan málstað.“ Með ferðinni ætlar hann líkt og áður segir að safna fjármunum fyrir breskan spítala sem sinnir krabbameinssjúklingum. „Ég hef sjálfur fengið krabbamein, ég fór í aðgerð fyrir tólf árum. Örið sést hérna. Æxli var fjarlægt úr höfðinu á mér, aftan við eyrað. Ég fékk meðferð á þessum sama spítala og ég hef aflað peninga síðan. Ég hef fengið klikkaðar hugmyndir til að safna fé fyrir krabbameinsveika.“ Hann hefur áður safnað fjármagni fyrir spítalann, en þá kleif hann Everest. „Það var árið 2015 þegar snjóflóðið féll í Nepal og ég grófst lifandi. Það var mjög brjálæðisleg upplifun.“ Hér að neðan má sjá viðtal við Jules. Bretland Fréttir af flugi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Sjá meira
Þyrluflugmaður flýgur nú yfir Atlantshafið á glænýrri þyrlu og safnar áheitum fyrir breskan spítala. Fjáröflunin er ekki hans fyrsta en hann safnaði fjármagni fyrir spítalann árið 2015 þegar hann kleif Everest daginn sem snjóflóð féll á grunnbúðirnar. Þyrluflugmaðurinn Jules Mountain greindist með heilaæxli árið 2007 og hefur síðan þá safnað fjármagni fyrir spítalann sem hann dvaldi á með ýmsum leiðum. Nýjasta hugmynd hans er að fljúga yfir Atlantshafið á glænýrri þyrlu. Ferðin hófst í gær frá Íslandi og flýgur hann þyrlu af gerðinni Bell 505 en enginn hefur flogið þyrlu af þeirri tegund áður yfir Atlantshafið. „Það er mjög ógnvekjandi. Það er engin afísing. Það er enginn sérbúnaður í þessari þyrlu, það er bara ég og höfuðskepnurnar og ég verð hátt uppi og það verður mjög kalt. Þyrlan er afar lítil og að sögn Jules óvenjulegt að svo litlar þyrlur fljúgi yfir Atlantshafið. „Tilfinningin er mitt á milli þess að þetta sé klikkuð hugmynd og að það sé mjög skemmtilegt. Þetta verður gaman og það er líka fyrir góðan málstað.“ Með ferðinni ætlar hann líkt og áður segir að safna fjármunum fyrir breskan spítala sem sinnir krabbameinssjúklingum. „Ég hef sjálfur fengið krabbamein, ég fór í aðgerð fyrir tólf árum. Örið sést hérna. Æxli var fjarlægt úr höfðinu á mér, aftan við eyrað. Ég fékk meðferð á þessum sama spítala og ég hef aflað peninga síðan. Ég hef fengið klikkaðar hugmyndir til að safna fé fyrir krabbameinsveika.“ Hann hefur áður safnað fjármagni fyrir spítalann, en þá kleif hann Everest. „Það var árið 2015 þegar snjóflóðið féll í Nepal og ég grófst lifandi. Það var mjög brjálæðisleg upplifun.“ Hér að neðan má sjá viðtal við Jules.
Bretland Fréttir af flugi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Sjá meira