Innlent

Starfs­maður Lands­nets við góða heilsu og kominn af sjúkra­húsi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Starfsmaður Landsnets sem fluttur var á sjúkrahús í gær eftir að skammhlaup varð í tengivirkinu á Rangárvöllum er við góða heilsu og er kominn heim af sjúkrahúsi.
Starfsmaður Landsnets sem fluttur var á sjúkrahús í gær eftir að skammhlaup varð í tengivirkinu á Rangárvöllum er við góða heilsu og er kominn heim af sjúkrahúsi. Facebook/Landsnet

Starfsmaður Landsnets sem fluttur var á sjúkrahús í gær eftir að skammhlaup varð í tengivirkinu á Rangárvöllum er við góða heilsu og er kominn heim af sjúkrahúsi. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu Landsnets.

Útleysing spennis í tengivirkinu á Rangárvöllum olli víðtæku rafmagnsleysi í Eyjafirði um hádegi í gær og sagði Einar Einarsson, framkvæmdastjóri stjórnunarsviðs hjá Landsneti, að spennirinn hafi leyst út þegar starfsmaðurinn var við vinnu í tengivirkinu.

Ekki urðu skemmdir á búnaði í tengivirkinu og strax í gær lauk hreinsun og viðgerð. Þegar hefur úttekt á atvikinu verið hafin og munu, að sögn Landsnets, ráðstafanir verða gerðar til að koma í veg fyrir atvik eins og þetta.


Tengdar fréttir

Rafmagn komið aftur á í Eyjafirði

Tekist hefur að koma rafmagni á til allra notenda sem urðu fyrir truflun eftir að útleysing spennis í tengivirkinu á Rangárvöllum olli rafmagnsleysi í Eyjafirði

Rafmagnslaust á Akureyri og víðar

Rafmagnslaust er á Akureyri, Dalvík og nágrenni eftir útleysingu spennis í tengivirkinu á Rangarávöllum fyrr í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×