Skíthræddir við Benna Ólsara Stefán Árni Pálsson skrifar 6. ágúst 2020 12:30 Hjálmar og Helgi hafa slegið í gegn með hlaðvarpinu HÆHÆ. Grínistarnir Hjálmar Örn og Helgi Jean eru nýjustu gestir Sölva Tryggvasonar í podcasti Sölva. Þeir félagarnir hafa undanfarið ár haldið úti einu vinsælasta hlaðvarpi landsins, HÆHÆ. Í þættinum fara þeir yfir áralangt brölt sitt við að reyna að ná í gegn með grínefni, sem loksins hefur skilað sér á síðustu árum. Í gegnum tíðina hafa þeir gert alls kyns hluti saman, eins og að skrifa grínbækur og gera myndbönd og eitt þeirra vakti talsverða athygli. Þegar þeir gerðu grín að frægum Kompás-þætti um handrukkara, sem þeir voru smeykir við að setja í loftið. „Ég var mjög hræddur. Daginn eftir kemur þetta í Fréttablaðinu - Gerðu grín að frægu Kompás-myndbandi, og ég var einhverra hluta vegna staddur í bakaríi á Suðurlandsbraut sem ég fór aldrei í og maður labbar þarna inn og opnar dyrnar og fyrsti maðurinn sem ég sé var Benni Ólsari að skoða blaðið. Ég sneri strax við og hringdi í Helga og ég við vorum rosalega hræddir alla þessa helgi,” segir Hjálmar. Þeir félagar héldu áfram að gera efni í mörg ár, en eitthvað vantaði upp á og á tímabili voru þeir eiginlega komnir í að ætla að fara að gera eitthvað annað. Klippa: Skíhræddir við Benna Ólsara „2012 var alveg tómt ár hjá okkur þó að við höfum talað saman í síma á hverjum degi. Við vorum orðnir svona dagdraumakallar sem dreymdi um að gera eitthvað og búa eitthvað til ,sem endaði rosalega mikið í sófagagnrýni á aðra sem voru að gera það sem okkur langaði innst inni að vera að gera. En samt fattaði maður ekki að það væri í raun vanmáttur sem væri að tala.” Hjálmar fór að vinna á leikskóla og segist hafa elskað það starf, en launin hafi hreinlega ekki boðið upp á að halda því áfram. „Ég hefði alveg viljað halda áfram ef launin væru ekki svona slæm, pældu í því, 227 þúsund fékk ég á mánuði fyrir að vinna frá átta til fjögur, koma heim með hor á öxlinni og gjörsamlega búinn. Ég elskaði vinnuna, en 183 þúsund sem ég fékk útborgað eða eitthvað, það gekk bara ekki upp,” segir Hjálmar. Í viðtalinu ræða Sölvi, Hjálmar og Helgi um grínið og hvar línurnar liggja þar, tímabilin þegar Hjálmar vann á leikskóla og fór á vanskilaskrá og þegar Helgi vildi ekkert heitara en að verða viðskiptamaður í jakkafötum. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Sjá meira
Grínistarnir Hjálmar Örn og Helgi Jean eru nýjustu gestir Sölva Tryggvasonar í podcasti Sölva. Þeir félagarnir hafa undanfarið ár haldið úti einu vinsælasta hlaðvarpi landsins, HÆHÆ. Í þættinum fara þeir yfir áralangt brölt sitt við að reyna að ná í gegn með grínefni, sem loksins hefur skilað sér á síðustu árum. Í gegnum tíðina hafa þeir gert alls kyns hluti saman, eins og að skrifa grínbækur og gera myndbönd og eitt þeirra vakti talsverða athygli. Þegar þeir gerðu grín að frægum Kompás-þætti um handrukkara, sem þeir voru smeykir við að setja í loftið. „Ég var mjög hræddur. Daginn eftir kemur þetta í Fréttablaðinu - Gerðu grín að frægu Kompás-myndbandi, og ég var einhverra hluta vegna staddur í bakaríi á Suðurlandsbraut sem ég fór aldrei í og maður labbar þarna inn og opnar dyrnar og fyrsti maðurinn sem ég sé var Benni Ólsari að skoða blaðið. Ég sneri strax við og hringdi í Helga og ég við vorum rosalega hræddir alla þessa helgi,” segir Hjálmar. Þeir félagar héldu áfram að gera efni í mörg ár, en eitthvað vantaði upp á og á tímabili voru þeir eiginlega komnir í að ætla að fara að gera eitthvað annað. Klippa: Skíhræddir við Benna Ólsara „2012 var alveg tómt ár hjá okkur þó að við höfum talað saman í síma á hverjum degi. Við vorum orðnir svona dagdraumakallar sem dreymdi um að gera eitthvað og búa eitthvað til ,sem endaði rosalega mikið í sófagagnrýni á aðra sem voru að gera það sem okkur langaði innst inni að vera að gera. En samt fattaði maður ekki að það væri í raun vanmáttur sem væri að tala.” Hjálmar fór að vinna á leikskóla og segist hafa elskað það starf, en launin hafi hreinlega ekki boðið upp á að halda því áfram. „Ég hefði alveg viljað halda áfram ef launin væru ekki svona slæm, pældu í því, 227 þúsund fékk ég á mánuði fyrir að vinna frá átta til fjögur, koma heim með hor á öxlinni og gjörsamlega búinn. Ég elskaði vinnuna, en 183 þúsund sem ég fékk útborgað eða eitthvað, það gekk bara ekki upp,” segir Hjálmar. Í viðtalinu ræða Sölvi, Hjálmar og Helgi um grínið og hvar línurnar liggja þar, tímabilin þegar Hjálmar vann á leikskóla og fór á vanskilaskrá og þegar Helgi vildi ekkert heitara en að verða viðskiptamaður í jakkafötum.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Sjá meira