Flugslysið ekki tilkynnt fyrr en rúmum fjórum tímum síðar Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. ágúst 2020 08:49 Flugvélin komin upp á bakka Þingvallavatns tveimur dögum eftir að hún lenti á vatninu. Aðsend Ekki var tilkynnt um flugslys lítillar flugvélar á Þingvallavatni í mars síðastliðnum fyrr en um fjögurri og hálfri klukkustund eftir að það varð. Rannsóknarnefnd samgönguslysa brýnir fyrir flugmönnum að huga að tilkynningarskyldu sinni. Þetta kemur fram í bókun nefndarinnar um slysið. Flugmaður flugvélarinnar, TF-ASK, flaug henni ásamt farþega frá fisflugvellinum á Hólmsheiði í Landmannalaugar þann 19. mars síðastliðinn. Önnur flugvél, TF-FUN, var í samfloti. Á bakaleiðinni ákvað flugmaður TF-ASK að lenda á ísilögðu Þingvallavatni en hlekktist á við lendingu skammt frá Sandey. Krapi var á yfirborði íssins og nefhjólið skemmdist við lendinguna. Flugmaður TF-FUN hélt áfram til Reykjavíkur eftir að hafa fullvissað sig um í gegnum fjarskipti að í lagi væri með flugmann og farþega TF-ASK. Hvorugur flugmannanna tilkynnti slysið til lögreglu eða rannsóknarnefndar samgönguslysa. Flugmaður TF-ASK hringdi þó í ótengdan aðila eftir aðstoð sem kom á vettvang á vélsleða um þremur tímum síðar. Þeir reyndu að koma flugvélinni á loft að nýju. Vélin fór aðeins um þrjá metra í flugtaksbruninu áður en svokallaður nefhjólsleggur, sem mennirnir höfðu reynt að laga, féll saman að nýju. Við það skemmdist loftskrúfa flugvélarinnar. Því næst var reynt að flytja flugvélina með aðstoð vélsleða en aðeins tókst að færa hana um 20 metra áður en hætt var við flutninga. Með þessu fylgdist vitni í gegnum sjónauka og það tilkynnti loks slysið til lögreglu, um fjögurri og hálfri klukkustund eftir að vélin lenti á ísnum. Flugvélin var loks sótt út á Þingvallavatn með aðstoð þyrlu tæpum tveimur dögum eftir að henni hlekktist á í lendingunni á vatninu. Hér að neðan má sjá myndband frá því þegar vélin var hífð upp af ísnum. Í bókun rannsóknarnefndar segir að flugmaðurinn hafi verið í bóklegu atvinnuflugmannsnámi en átti ólokið verklega hlutanum þegar slysið varð. Nefndin beinir þeim tilmælum til flugmanna að huga að tilkynningaskyldu sinni til nefndarinnar í tilfelli alvarlegra flugatvika og flugslysa. „Enn fremur minnir RNSA á að ekki skal hrófla við vettvangi flugslysa og alvarlegra flugatvika, að undanskyldum björgunarstörfum, nema með leyfi RNSA,“ segir í bókuninni. Samgönguslys Þingvellir Tengdar fréttir Hífðu flugvélina upp af ísilögðu Þingvallavatni Flugvélin sem hlekktist á við nauðlendingu á ísilögðu Þingvallavatni í fyrrakvöld var hífð upp af ísnum í morgun. 21. mars 2020 12:09 Flugvél hlekktist á við nauðlendingu á Þingvallavatni Engan sakaði þegar lítilli flugvél hlekktist á við nauðlendingu á ísilögðu Þingvallavatni í gærkvöldi. Nefhjól vélarinnar brotnaði við lendinguna en flugmaðurinn ákvað að lenda á ísnum vegna vélarbilunar. 20. mars 2020 20:57 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Ekki var tilkynnt um flugslys lítillar flugvélar á Þingvallavatni í mars síðastliðnum fyrr en um fjögurri og hálfri klukkustund eftir að það varð. Rannsóknarnefnd samgönguslysa brýnir fyrir flugmönnum að huga að tilkynningarskyldu sinni. Þetta kemur fram í bókun nefndarinnar um slysið. Flugmaður flugvélarinnar, TF-ASK, flaug henni ásamt farþega frá fisflugvellinum á Hólmsheiði í Landmannalaugar þann 19. mars síðastliðinn. Önnur flugvél, TF-FUN, var í samfloti. Á bakaleiðinni ákvað flugmaður TF-ASK að lenda á ísilögðu Þingvallavatni en hlekktist á við lendingu skammt frá Sandey. Krapi var á yfirborði íssins og nefhjólið skemmdist við lendinguna. Flugmaður TF-FUN hélt áfram til Reykjavíkur eftir að hafa fullvissað sig um í gegnum fjarskipti að í lagi væri með flugmann og farþega TF-ASK. Hvorugur flugmannanna tilkynnti slysið til lögreglu eða rannsóknarnefndar samgönguslysa. Flugmaður TF-ASK hringdi þó í ótengdan aðila eftir aðstoð sem kom á vettvang á vélsleða um þremur tímum síðar. Þeir reyndu að koma flugvélinni á loft að nýju. Vélin fór aðeins um þrjá metra í flugtaksbruninu áður en svokallaður nefhjólsleggur, sem mennirnir höfðu reynt að laga, féll saman að nýju. Við það skemmdist loftskrúfa flugvélarinnar. Því næst var reynt að flytja flugvélina með aðstoð vélsleða en aðeins tókst að færa hana um 20 metra áður en hætt var við flutninga. Með þessu fylgdist vitni í gegnum sjónauka og það tilkynnti loks slysið til lögreglu, um fjögurri og hálfri klukkustund eftir að vélin lenti á ísnum. Flugvélin var loks sótt út á Þingvallavatn með aðstoð þyrlu tæpum tveimur dögum eftir að henni hlekktist á í lendingunni á vatninu. Hér að neðan má sjá myndband frá því þegar vélin var hífð upp af ísnum. Í bókun rannsóknarnefndar segir að flugmaðurinn hafi verið í bóklegu atvinnuflugmannsnámi en átti ólokið verklega hlutanum þegar slysið varð. Nefndin beinir þeim tilmælum til flugmanna að huga að tilkynningaskyldu sinni til nefndarinnar í tilfelli alvarlegra flugatvika og flugslysa. „Enn fremur minnir RNSA á að ekki skal hrófla við vettvangi flugslysa og alvarlegra flugatvika, að undanskyldum björgunarstörfum, nema með leyfi RNSA,“ segir í bókuninni.
Samgönguslys Þingvellir Tengdar fréttir Hífðu flugvélina upp af ísilögðu Þingvallavatni Flugvélin sem hlekktist á við nauðlendingu á ísilögðu Þingvallavatni í fyrrakvöld var hífð upp af ísnum í morgun. 21. mars 2020 12:09 Flugvél hlekktist á við nauðlendingu á Þingvallavatni Engan sakaði þegar lítilli flugvél hlekktist á við nauðlendingu á ísilögðu Þingvallavatni í gærkvöldi. Nefhjól vélarinnar brotnaði við lendinguna en flugmaðurinn ákvað að lenda á ísnum vegna vélarbilunar. 20. mars 2020 20:57 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Hífðu flugvélina upp af ísilögðu Þingvallavatni Flugvélin sem hlekktist á við nauðlendingu á ísilögðu Þingvallavatni í fyrrakvöld var hífð upp af ísnum í morgun. 21. mars 2020 12:09
Flugvél hlekktist á við nauðlendingu á Þingvallavatni Engan sakaði þegar lítilli flugvél hlekktist á við nauðlendingu á ísilögðu Þingvallavatni í gærkvöldi. Nefhjól vélarinnar brotnaði við lendinguna en flugmaðurinn ákvað að lenda á ísnum vegna vélarbilunar. 20. mars 2020 20:57