Öll áhersla lögð á að skólahald verði með hefðbundnum hætti Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. ágúst 2020 19:01 Öll áhersla er lögð á að hefðbundið skólahald hefjist síðar í mánuðinum að sögn menntamálaráðherra. Ráðherra fundar með sóttvarnaryfirvöldum vegna málsins á morgun. Nú þegar fáar vikur eru þar til skólahald hefst á ný ríkir enn óvissa um hvernig því verður háttað. Menntamálaráðherra mun funda með sóttvarnaryfirvöldum á morgun til að fara yfir stöðuna. „Stjórnvöld leggja núna allt kapp á það að skólahald hefjist með hefðbundnum hætti. Við höfum verið að fara í hertar aðgerðir meðal annars til að tryggja það að skólarnir geti hafið göngu sína," segir Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra. Núverandi takmarkanir gilda til 13. ágúst. Þær eiga ekki við um börn á grunnskólaaldri en verði þær framlengdar eða hertar þarf mögulega að grípa til fjarkennslu á ný, hið minnsta á efri skólastigum. Samkvæmt skólastjórnendum er verið að undirbúa tvær sviðsmyndir; fjarkennslu og hefðbundna kennslu. Skólastjórnendur og kennarar í framhaldsskólum búa sig undir tvær sviðsmyndir í haust; hefðbundið skólahald og fjarkennslu.Vísir/Daníel Verði hefðbundið skólahald ekki mögulegt er samkvæmt heimildum fréttastofu lögð mikil áhersla á að nemendur sem eru að hefja skólagöngu í framhaldsskóla geti mætt í skólann. Ráðherra segist ekki geta tjáð sig um hvort undanþága frá sóttvarnarreglum væri möguleg í þágu skólastarfs. „Það er ekki hægt að segja til um það á þessum tímapunkti. Við erum að vonast til að þær aðgerðir sem við höfum ráðist í á síðustu dögum skili þeim árangri að við getum slakað einhverju til. En mestu máli skipti að skólarnir geti hafið göngu sína," segir Lilja. Hún segir þó hægt að draga lærdóm af fyrirkomulaginu í vor og telur að kennsluhættir verði samræmdir í ríkari mæli verði farið í fjarkennslu. Nú þegar aðsókn í skóla er að aukast sé mikilvægt að geta tekið á móti nemendum. „Það er mikil fjölgun á háskólastigi, það er mikil fjölgun í iðnnám og í starfsnám. Það er mjög brýnt að fólkið okkar sem hefur áhuga á að mennta sig hafi kost á því. Þannig ég legg höfuðáherslu á að þetta gangi eftir," segir Lilja. Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið Sjá meira
Öll áhersla er lögð á að hefðbundið skólahald hefjist síðar í mánuðinum að sögn menntamálaráðherra. Ráðherra fundar með sóttvarnaryfirvöldum vegna málsins á morgun. Nú þegar fáar vikur eru þar til skólahald hefst á ný ríkir enn óvissa um hvernig því verður háttað. Menntamálaráðherra mun funda með sóttvarnaryfirvöldum á morgun til að fara yfir stöðuna. „Stjórnvöld leggja núna allt kapp á það að skólahald hefjist með hefðbundnum hætti. Við höfum verið að fara í hertar aðgerðir meðal annars til að tryggja það að skólarnir geti hafið göngu sína," segir Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra. Núverandi takmarkanir gilda til 13. ágúst. Þær eiga ekki við um börn á grunnskólaaldri en verði þær framlengdar eða hertar þarf mögulega að grípa til fjarkennslu á ný, hið minnsta á efri skólastigum. Samkvæmt skólastjórnendum er verið að undirbúa tvær sviðsmyndir; fjarkennslu og hefðbundna kennslu. Skólastjórnendur og kennarar í framhaldsskólum búa sig undir tvær sviðsmyndir í haust; hefðbundið skólahald og fjarkennslu.Vísir/Daníel Verði hefðbundið skólahald ekki mögulegt er samkvæmt heimildum fréttastofu lögð mikil áhersla á að nemendur sem eru að hefja skólagöngu í framhaldsskóla geti mætt í skólann. Ráðherra segist ekki geta tjáð sig um hvort undanþága frá sóttvarnarreglum væri möguleg í þágu skólastarfs. „Það er ekki hægt að segja til um það á þessum tímapunkti. Við erum að vonast til að þær aðgerðir sem við höfum ráðist í á síðustu dögum skili þeim árangri að við getum slakað einhverju til. En mestu máli skipti að skólarnir geti hafið göngu sína," segir Lilja. Hún segir þó hægt að draga lærdóm af fyrirkomulaginu í vor og telur að kennsluhættir verði samræmdir í ríkari mæli verði farið í fjarkennslu. Nú þegar aðsókn í skóla er að aukast sé mikilvægt að geta tekið á móti nemendum. „Það er mikil fjölgun á háskólastigi, það er mikil fjölgun í iðnnám og í starfsnám. Það er mjög brýnt að fólkið okkar sem hefur áhuga á að mennta sig hafi kost á því. Þannig ég legg höfuðáherslu á að þetta gangi eftir," segir Lilja.
Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið Sjá meira