Öðru norsku skemmtiferðaskipi bannað að hleypa farþegum frá borði Andri Eysteinsson skrifar 5. ágúst 2020 12:36 Sea Dream 1 við höfn í Bodø AP/Sondre Skjelvik Farþegum hefur verið gert að halda sig um borð í norska skemmtiferðaskipinu SeaDream 1 eftir ferðamaður sem hafði verið um borð í skipinu greindist smitaður af kórónuveirunni við komuna heim til Danmerkur. Sá smitaði hafði farið frá borði í norður-norska bænum Tromsø og hélt þaðan til heimalandsins. Við komuna var honum gert að fara í sýnatöku þar sem hann greindist smitaður. Í ljósi þeirra upplýsinga var tekin ákvörðun um að SeaDream 1 skuli liggja við bryggju í Bodø og engum skuli hleypt frá borði. Allir áhafnarmeðlimir skipsins, 85 talsins, verða sendir í sýnatöku og segir Ida Pinnerød, borgarstjóri Bodø í samtali við NRK að til skoðunar sé hvort að farþegarnir 123 verði einnig sendir í skimun. Ný ferð skipsins milli Tromsø og Bodø hófst 2. Ágúst síðastliðinn og hafði hinn smitaði því ekki verið á meðal farþega í þessari ferð sem um ræðir. Farþegar í fyrri ferð skipsins hafa verið skipaðir í tíu daga sóttkví. „Við vonum svo sannarlega að enginn um borð sé smitaður af COVID-19. Við höfum ekki vitneskju um fleiri smit á meðal farþega eða áhafnarmeðlima og enginn sýnir einkenni,“ segir rekstraraðili skemmtiferðaskipsins í yfirlýsingu. Þá hafa 44 greinst smitaðir af veirunni um borð í skemmtiferðaskipinu MS Roald Amundsen sem liggur við bryggju í Tromsø. Níu farþegar, allir búsettir í Noregi, og 35 áhafnarmeðlimir hafa fengið staðfestingu á smiti. Ekki liggur fyrir hvernig smit barst í skipin tvö en eftir smitin í Roald Amundsen tók rekstraraðili þess ákvörðun um að hætta öllum siglingum í tvær vikur. Þá ákváðu norsk stjórnvöld að loka skuli höfnum landsins fyrir skemmtiferðaskipum yfir sama tímabil. Ekki liggur fyrir hvers vegna Sea Dream 1 fékk leyfi til þess að leggja að í Bodø. Noregur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Farþegum hefur verið gert að halda sig um borð í norska skemmtiferðaskipinu SeaDream 1 eftir ferðamaður sem hafði verið um borð í skipinu greindist smitaður af kórónuveirunni við komuna heim til Danmerkur. Sá smitaði hafði farið frá borði í norður-norska bænum Tromsø og hélt þaðan til heimalandsins. Við komuna var honum gert að fara í sýnatöku þar sem hann greindist smitaður. Í ljósi þeirra upplýsinga var tekin ákvörðun um að SeaDream 1 skuli liggja við bryggju í Bodø og engum skuli hleypt frá borði. Allir áhafnarmeðlimir skipsins, 85 talsins, verða sendir í sýnatöku og segir Ida Pinnerød, borgarstjóri Bodø í samtali við NRK að til skoðunar sé hvort að farþegarnir 123 verði einnig sendir í skimun. Ný ferð skipsins milli Tromsø og Bodø hófst 2. Ágúst síðastliðinn og hafði hinn smitaði því ekki verið á meðal farþega í þessari ferð sem um ræðir. Farþegar í fyrri ferð skipsins hafa verið skipaðir í tíu daga sóttkví. „Við vonum svo sannarlega að enginn um borð sé smitaður af COVID-19. Við höfum ekki vitneskju um fleiri smit á meðal farþega eða áhafnarmeðlima og enginn sýnir einkenni,“ segir rekstraraðili skemmtiferðaskipsins í yfirlýsingu. Þá hafa 44 greinst smitaðir af veirunni um borð í skemmtiferðaskipinu MS Roald Amundsen sem liggur við bryggju í Tromsø. Níu farþegar, allir búsettir í Noregi, og 35 áhafnarmeðlimir hafa fengið staðfestingu á smiti. Ekki liggur fyrir hvernig smit barst í skipin tvö en eftir smitin í Roald Amundsen tók rekstraraðili þess ákvörðun um að hætta öllum siglingum í tvær vikur. Þá ákváðu norsk stjórnvöld að loka skuli höfnum landsins fyrir skemmtiferðaskipum yfir sama tímabil. Ekki liggur fyrir hvers vegna Sea Dream 1 fékk leyfi til þess að leggja að í Bodø.
Noregur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira