Vel er fylgst með geymslu á ammóníum nítrat-áburði hér á landi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. ágúst 2020 12:10 Hafnarsvæði Beirút er rústir einar eftir sprengingu gærdagsins. Getty/Daniel Carde Sérfræðingur og fyrrum forstjóri Mannvirkjastofnunar segir að vel sé fylgst með geymslu og notkun á ammóníum nítrat-áburði hér á landi. Útlit er fyrir að sprengingin í Beirút í gær hafi orðið þegar eldur kviknaði í flugeldum sem voru í vöruskemmu. Eldurinn hafi svo borist í ammóníum nítrat sem geymt hafði verið við höfnina um árabil. „Þetta ammóníum nítrat er notað sem áburður víða um heim og frekar vinsælt því það er ódýrt í framleiðslu og einfalt en því miður er það svo að ef það kviknar í því þá getur það sprungið og valdið gríðarlegum sprengingum,“ sagði Dr. Björn Karlsson, dósent við Háskóla Íslands. Dr. Björn Karlsson.Vísir Björn segir að vel sé fylgst með geymslu og notkun efnisins hér á landi. „Við vorum með áburðarverksmiðju hér til langs tíma en ég ætla bara að segja sjálfur að sem betur fer er búið að leggja hana niður því þessi starfsemi felur í sér gríðarlega áhættu en við flytjum að sjálfsögðu inn áburð og hann er geymdur í höfn o.s.frv. Það er fylgst rosalega vel með þessu núna vegna þessa möguleika að nota það í hryðjuverkastarfsemi. Það er fylgst mjög vel með efninu,“ sagði Björn. Atvikið í Beirút sé ekki fyrsta sprengingin af völdum efnisins. „Það gerðist líka í hafnarborg Peking fyrir um tveimur árum. Þar var við höfnina lager og kviknaði í efni þar en síðan voru 330 tonn af ammóníum nítrat sem sprakk og olli ofboðslegri sprengingu.“ „Það var slys en svo hefur þetta verið notað við hryðjuverk. Til dæmis í Oklahóma sprengingunni árið 1995 þegar 168 létust. Hún varð vegna þess að sprengja var búin til úr efninu,“ sagði Björn. Haldið frá eldfimu efni Hann vill að lengra sé gengið í geymslu á efninu. „Ég hefði viljað láta geyma þetta eins og önnur sprengiefni náttúrulega en það er kannski ekki praktískt,“ sagði Björn. Mannvirkjastofnun gaf út leiðbeiningar um geymslu á áburðinum árið 2018. Þar kemur fram að ekki skuli geyma áburðinn í almennum geymslum innan um vörur sem geta brunnið eða valdið sprengingu heldur eingöngu í geymslu einni sér í nægjanlegri fjarlægð frá öðrum húsum. Óheimilt sé að að geyma meira en 50 tonn af ammoníum nítrat áburði á einum stað nema slökkviliðsstjóri hafi sérstaklega samþykkt geymslusvæðið til slíks og skal geymslustaður alltaf vera utandyra. Líbanon Vísindi Landbúnaður Sprenging í Beirút Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Sjá meira
Sérfræðingur og fyrrum forstjóri Mannvirkjastofnunar segir að vel sé fylgst með geymslu og notkun á ammóníum nítrat-áburði hér á landi. Útlit er fyrir að sprengingin í Beirút í gær hafi orðið þegar eldur kviknaði í flugeldum sem voru í vöruskemmu. Eldurinn hafi svo borist í ammóníum nítrat sem geymt hafði verið við höfnina um árabil. „Þetta ammóníum nítrat er notað sem áburður víða um heim og frekar vinsælt því það er ódýrt í framleiðslu og einfalt en því miður er það svo að ef það kviknar í því þá getur það sprungið og valdið gríðarlegum sprengingum,“ sagði Dr. Björn Karlsson, dósent við Háskóla Íslands. Dr. Björn Karlsson.Vísir Björn segir að vel sé fylgst með geymslu og notkun efnisins hér á landi. „Við vorum með áburðarverksmiðju hér til langs tíma en ég ætla bara að segja sjálfur að sem betur fer er búið að leggja hana niður því þessi starfsemi felur í sér gríðarlega áhættu en við flytjum að sjálfsögðu inn áburð og hann er geymdur í höfn o.s.frv. Það er fylgst rosalega vel með þessu núna vegna þessa möguleika að nota það í hryðjuverkastarfsemi. Það er fylgst mjög vel með efninu,“ sagði Björn. Atvikið í Beirút sé ekki fyrsta sprengingin af völdum efnisins. „Það gerðist líka í hafnarborg Peking fyrir um tveimur árum. Þar var við höfnina lager og kviknaði í efni þar en síðan voru 330 tonn af ammóníum nítrat sem sprakk og olli ofboðslegri sprengingu.“ „Það var slys en svo hefur þetta verið notað við hryðjuverk. Til dæmis í Oklahóma sprengingunni árið 1995 þegar 168 létust. Hún varð vegna þess að sprengja var búin til úr efninu,“ sagði Björn. Haldið frá eldfimu efni Hann vill að lengra sé gengið í geymslu á efninu. „Ég hefði viljað láta geyma þetta eins og önnur sprengiefni náttúrulega en það er kannski ekki praktískt,“ sagði Björn. Mannvirkjastofnun gaf út leiðbeiningar um geymslu á áburðinum árið 2018. Þar kemur fram að ekki skuli geyma áburðinn í almennum geymslum innan um vörur sem geta brunnið eða valdið sprengingu heldur eingöngu í geymslu einni sér í nægjanlegri fjarlægð frá öðrum húsum. Óheimilt sé að að geyma meira en 50 tonn af ammoníum nítrat áburði á einum stað nema slökkviliðsstjóri hafi sérstaklega samþykkt geymslusvæðið til slíks og skal geymslustaður alltaf vera utandyra.
Líbanon Vísindi Landbúnaður Sprenging í Beirút Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Sjá meira