Þriðja árið í röð sem KR missir lykilmann til annars íslensks félags Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2020 13:00 Jón Arnór Stefánsson með Íslandsbikarinn sem hann tók við fyrir hönd KR-liðsins vorið 2019. Vísir/Daníel Þór KR-ingar ættu að vera farnir að þekkja það að missa máttarstólpa í sínu lið til annars félags í Domino´s deildinni í körfubolta. Jón Arnór Stefánsson, fyrirliði Íslandsmeistara KR, gekk í dag til liðs við Valsmenn og mun spila með Hlíðarendafélaginu í Domino´s deild karla á næstu leiktíð. Það þýðir að þriðja árið í röð missir KR-liðið risaleikmann til annars íslensk félags. Brynjar Þór Björnsson fór til Tindastóls sumarið 2018 og Pavel Ermolinskij fór til Vals í fyrrasumar. Brynjar Þór var aðeins eitt ár í burtu en Pavel er ennþá leikmaður Vals og mun því spila með Jóni Arnóri í vetur. KR hefur orðið Íslandsmeistari sex ár í röð en enginn Íslandsmeistaratitill var í boði í vor vegna kórónuveirufaraldursins. Pavel Ermolinskij hefur átt þátt í öllum þessum sex Íslandsmeistaratitlum KR-liðsins en Jón Arnór var með í þeim þremur síðustu. Brynjar Þór Björnsson var fyrirliði KR og búinn að lyfta Íslandsmeistaratitlinum fimm ár í röð þegar hann samdi við Tindastól fyrir 2018-19 tímabilið. Brynjar byrjaði frábærlega með Stólunum og slá meðal annars 27 ára gamalt met þegar hann skoraði sextán þriggja stiga körfur í leik á móti Breiðabliki. Brynjar Þór og félagar duttu út í átta liða úrslitum í úrslitakeppninni en Brynjar var með 15,4 stig og 3,2 stoðsendingar að meðaltali í leik með Tindastólsliðinu. Pavel Ermolinskij var búinn að vera leikstjórnandi og leiðtogi KR-liðsins í sjö Íslandsmeistaratitlum á níu árum þegar hann ákvað að semja við Val sumarið 2019. KR hafði þa orðið Íslandsmeistari á sjö tímabilum í röð með hann innanborðs því KR missti af titlinum 2012 og 2013 þegar Pavel var í atvinnumennsku út í Svíþjóð. Pavel Ermolinskij var líka í metaham eftir að hann gekk til liðs við Valsmenn. Pavel jafnaði þar með met Jóns Kr. Gíslasonar yfir flestar stoðsendingar hjá Íslending í einum deildarleik þegar hann gaf 17 stoðsendingar í leik á móti Fjölni. Pavel Ermolinskij og félagar hans í Val björguðu sér frá falli en voru ekki á leið í úrslitakeppnina þegar deildin var stöðvuð útaf COVID-19. Pavel Ermolinskij var með 9,3 stig, 9,3 fráköst og 6,0 stoðsendingar að meðaltali í leik á Íslandsmótinu. Jón Arnór Stefánsson tók við fyrirliðabandinu þegar Brynjar Þór Björnsson fór í Tindastóls. Jón Arnór tók þannig við Íslandsmeistarabikarnum vorið 2019. Dominos-deild karla Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Enduðu árið með stæl Enski boltinn Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Kærkominn sigur City Enski boltinn Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Fleiri fréttir Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Sjá meira
KR-ingar ættu að vera farnir að þekkja það að missa máttarstólpa í sínu lið til annars félags í Domino´s deildinni í körfubolta. Jón Arnór Stefánsson, fyrirliði Íslandsmeistara KR, gekk í dag til liðs við Valsmenn og mun spila með Hlíðarendafélaginu í Domino´s deild karla á næstu leiktíð. Það þýðir að þriðja árið í röð missir KR-liðið risaleikmann til annars íslensk félags. Brynjar Þór Björnsson fór til Tindastóls sumarið 2018 og Pavel Ermolinskij fór til Vals í fyrrasumar. Brynjar Þór var aðeins eitt ár í burtu en Pavel er ennþá leikmaður Vals og mun því spila með Jóni Arnóri í vetur. KR hefur orðið Íslandsmeistari sex ár í röð en enginn Íslandsmeistaratitill var í boði í vor vegna kórónuveirufaraldursins. Pavel Ermolinskij hefur átt þátt í öllum þessum sex Íslandsmeistaratitlum KR-liðsins en Jón Arnór var með í þeim þremur síðustu. Brynjar Þór Björnsson var fyrirliði KR og búinn að lyfta Íslandsmeistaratitlinum fimm ár í röð þegar hann samdi við Tindastól fyrir 2018-19 tímabilið. Brynjar byrjaði frábærlega með Stólunum og slá meðal annars 27 ára gamalt met þegar hann skoraði sextán þriggja stiga körfur í leik á móti Breiðabliki. Brynjar Þór og félagar duttu út í átta liða úrslitum í úrslitakeppninni en Brynjar var með 15,4 stig og 3,2 stoðsendingar að meðaltali í leik með Tindastólsliðinu. Pavel Ermolinskij var búinn að vera leikstjórnandi og leiðtogi KR-liðsins í sjö Íslandsmeistaratitlum á níu árum þegar hann ákvað að semja við Val sumarið 2019. KR hafði þa orðið Íslandsmeistari á sjö tímabilum í röð með hann innanborðs því KR missti af titlinum 2012 og 2013 þegar Pavel var í atvinnumennsku út í Svíþjóð. Pavel Ermolinskij var líka í metaham eftir að hann gekk til liðs við Valsmenn. Pavel jafnaði þar með met Jóns Kr. Gíslasonar yfir flestar stoðsendingar hjá Íslending í einum deildarleik þegar hann gaf 17 stoðsendingar í leik á móti Fjölni. Pavel Ermolinskij og félagar hans í Val björguðu sér frá falli en voru ekki á leið í úrslitakeppnina þegar deildin var stöðvuð útaf COVID-19. Pavel Ermolinskij var með 9,3 stig, 9,3 fráköst og 6,0 stoðsendingar að meðaltali í leik á Íslandsmótinu. Jón Arnór Stefánsson tók við fyrirliðabandinu þegar Brynjar Þór Björnsson fór í Tindastóls. Jón Arnór tók þannig við Íslandsmeistarabikarnum vorið 2019.
Dominos-deild karla Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Enduðu árið með stæl Enski boltinn Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Kærkominn sigur City Enski boltinn Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Fleiri fréttir Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Sjá meira