Tiger um áhorfendaleysið: Skref út í óvissuna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. ágúst 2020 14:30 Tiger Woods stefnir á að vinna PGA-meistaramótið í fimmta sinn. getty/Tom Pennington Tiger Woods segir að það verði sérstakt að spila fyrir framan enga áhorfendur á PGA-meistaramótinu, fyrsta risamóti ársins, um helgina. Hann lýsir því eins og skrefi inn í óvissuna. „Þetta verður öðruvísi upplifun. En þetta er samt risamót svo það verður nóg af orku í loftinu,“ sagði Tiger. Hann hefur fjórum sinnum unnið PGA-meistaramótið á ferlinum. Ef hann hrósar sigri á mótinu um helgina jafnar hann met Jack Nicklaus og Walter Hagen sem unnu það fimm sinnum á sínum tíma. Tiger kveðst brattur fyrir PGA-meistaramótið og segist geta unnið það í fyrsta sinn síðan 2007. „Að sjálfsögðu. Mér líður vel. Ég hef ekki keppt mikið en hef spilað mikið heima og er í æfingu. Ég er mjög spenntur fyrir sumum af breytingunum sem ég hef gert. Ég er bara að reyna að undirbúa mig fyrir þetta tímabil. Það eru mörg stór mót framundan og ég hlakka til,“ sagði Tiger. PGA-meistaramótið fer að þessu sinni fram á TPC Harding Park í San Francisco. Tiger á góðar minningar af þeim velli. Þar vann hann WGC-American Express mótið 2005 og alla fimm leiki sína í Forsetabikarnum fjórum árum síðar. Tiger vann sitt fyrsta risamót síðan 2008 þegar hann hrósaði sigri á Masters-mótinu í apríl á síðasta ári. Fimm vikum seinna komst hann ekki í gegnum niðurskurðinn á PGA-meistaramótinu. Þar varði Brooks Koepka titil sinn. Tiger hefur aðeins keppt á einu móti, Memorial Tournament í síðasta mánuði, síðan keppni hófst á ný eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Þar vegnaði Tiger ekki vel og hann endaði í 40. sæti. Keppni á PGA-meistaramótinu hefst á morgun og stendur fram á sunnudag. Sýnt verður beint á mótinu á Stöð 2 Golf. Bein útsending á morgun hefst klukkan 20:00. Golf Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sport Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Tiger Woods segir að það verði sérstakt að spila fyrir framan enga áhorfendur á PGA-meistaramótinu, fyrsta risamóti ársins, um helgina. Hann lýsir því eins og skrefi inn í óvissuna. „Þetta verður öðruvísi upplifun. En þetta er samt risamót svo það verður nóg af orku í loftinu,“ sagði Tiger. Hann hefur fjórum sinnum unnið PGA-meistaramótið á ferlinum. Ef hann hrósar sigri á mótinu um helgina jafnar hann met Jack Nicklaus og Walter Hagen sem unnu það fimm sinnum á sínum tíma. Tiger kveðst brattur fyrir PGA-meistaramótið og segist geta unnið það í fyrsta sinn síðan 2007. „Að sjálfsögðu. Mér líður vel. Ég hef ekki keppt mikið en hef spilað mikið heima og er í æfingu. Ég er mjög spenntur fyrir sumum af breytingunum sem ég hef gert. Ég er bara að reyna að undirbúa mig fyrir þetta tímabil. Það eru mörg stór mót framundan og ég hlakka til,“ sagði Tiger. PGA-meistaramótið fer að þessu sinni fram á TPC Harding Park í San Francisco. Tiger á góðar minningar af þeim velli. Þar vann hann WGC-American Express mótið 2005 og alla fimm leiki sína í Forsetabikarnum fjórum árum síðar. Tiger vann sitt fyrsta risamót síðan 2008 þegar hann hrósaði sigri á Masters-mótinu í apríl á síðasta ári. Fimm vikum seinna komst hann ekki í gegnum niðurskurðinn á PGA-meistaramótinu. Þar varði Brooks Koepka titil sinn. Tiger hefur aðeins keppt á einu móti, Memorial Tournament í síðasta mánuði, síðan keppni hófst á ný eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Þar vegnaði Tiger ekki vel og hann endaði í 40. sæti. Keppni á PGA-meistaramótinu hefst á morgun og stendur fram á sunnudag. Sýnt verður beint á mótinu á Stöð 2 Golf. Bein útsending á morgun hefst klukkan 20:00.
Golf Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sport Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira