200 viðskiptavinir algjört hámark Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. ágúst 2020 15:13 200 viðskiptavina hámark er í matvöruverslunum. Vísir/hanna Aðgerðir vegna kórónuveirunnar sem tóku gildi 31. júlí síðastliðinn hafa nú verið gerðar skýrari, samkvæmt auglýsingu heilbrigðisráðherra. Skýringarnar lúta m.a. að grímuskyldu og leyfilegum hámarksfjölda viðskiptavina inni í matvöruverslunum. Á föstudag voru fjöldamörk samkomubanns lækkuð úr 500 í 100 og tveggja metra reglunni komið aftur á. Þá var innleidd grímuskylda við aðstæður sem krefjast návígis og ekki er hægt að viðhalda fjarðlægðarmörkum. Síðastnefnda reglan var nokkuð á reiki eftir að hún var kynnt, líkt og í tilfelli Strætó. Í nýjum breytingum á auglýsingu heilbrigðisráðherra segir að í matvöruverslunum sé heimilt að hafa allt að 100 manns inni í einu að því gefnu að skilyrði um fjarlægðarmörk séu uppfyllt. Þá er matvöruverslunum sem eru yfir þúsund fermetrar að stærð heimilt að hleypa til viðbótar einum viðskiptavin inn fyrir hverja tíu fermetra umfram þúsund fermetrana, þó að hámarki 200 viðskiptavinum í allt. Í reglunum sem kynntar voru á föstudag segir að í starfsemi sem eðlis síns vegna krefst meiri nálægðar en tveggja metra milli manna skuli nota grímur, til að mynda í almenningssamgöngum. Með breytingunni í dag er þetta skýrt nánar og sérstaklega tekið fram að grímur skuli setja upp „þar sem ferð varir í 30 mínútur eða lengur“. Þá má gestafjöldi á sund- og baðstöðum aldrei vera meiri en helmingur leyfilegs hámarksfjölda gesta samkvæmt starfsleyfi. Börn fædd 2015 og síðar eru ekki tekin með í gestafjölda. Loks er lagt til að ekki verði heimilt að veita tímabundið leyfi fyrir tilteknum skemmtunum sem ætla megi að dragi að sér hóp fólks eftir klukkan 23:00. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Grímuskylda í Strætó dregin til baka Strætó hefur tekið ákvörðun um að draga til baka grímuskyldu í strætisvögnum á höfuðborgarsvæðinu eftir nánara samtal við sóttvarnayfirvöld. 31. júlí 2020 15:32 Engin grímuskylda í ferðum á höfuðborgarsvæðinu Ekki verður skylda fyrir farþega að nota hlífðargrímu um borð í Strætó þó mælt sé með því ef vagnar fyllast. 1. ágúst 2020 15:58 „Við erum alls ekki að mæla með almennri notkun á grímum“ Sóttvarnalæknir segir nýjar niðurstöður um grímunotkun í ákveðnum tilfellum hafa verið grunninn að nýjum tilmælum stjórnvalda. 31. júlí 2020 13:00 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Aðgerðir vegna kórónuveirunnar sem tóku gildi 31. júlí síðastliðinn hafa nú verið gerðar skýrari, samkvæmt auglýsingu heilbrigðisráðherra. Skýringarnar lúta m.a. að grímuskyldu og leyfilegum hámarksfjölda viðskiptavina inni í matvöruverslunum. Á föstudag voru fjöldamörk samkomubanns lækkuð úr 500 í 100 og tveggja metra reglunni komið aftur á. Þá var innleidd grímuskylda við aðstæður sem krefjast návígis og ekki er hægt að viðhalda fjarðlægðarmörkum. Síðastnefnda reglan var nokkuð á reiki eftir að hún var kynnt, líkt og í tilfelli Strætó. Í nýjum breytingum á auglýsingu heilbrigðisráðherra segir að í matvöruverslunum sé heimilt að hafa allt að 100 manns inni í einu að því gefnu að skilyrði um fjarlægðarmörk séu uppfyllt. Þá er matvöruverslunum sem eru yfir þúsund fermetrar að stærð heimilt að hleypa til viðbótar einum viðskiptavin inn fyrir hverja tíu fermetra umfram þúsund fermetrana, þó að hámarki 200 viðskiptavinum í allt. Í reglunum sem kynntar voru á föstudag segir að í starfsemi sem eðlis síns vegna krefst meiri nálægðar en tveggja metra milli manna skuli nota grímur, til að mynda í almenningssamgöngum. Með breytingunni í dag er þetta skýrt nánar og sérstaklega tekið fram að grímur skuli setja upp „þar sem ferð varir í 30 mínútur eða lengur“. Þá má gestafjöldi á sund- og baðstöðum aldrei vera meiri en helmingur leyfilegs hámarksfjölda gesta samkvæmt starfsleyfi. Börn fædd 2015 og síðar eru ekki tekin með í gestafjölda. Loks er lagt til að ekki verði heimilt að veita tímabundið leyfi fyrir tilteknum skemmtunum sem ætla megi að dragi að sér hóp fólks eftir klukkan 23:00.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Grímuskylda í Strætó dregin til baka Strætó hefur tekið ákvörðun um að draga til baka grímuskyldu í strætisvögnum á höfuðborgarsvæðinu eftir nánara samtal við sóttvarnayfirvöld. 31. júlí 2020 15:32 Engin grímuskylda í ferðum á höfuðborgarsvæðinu Ekki verður skylda fyrir farþega að nota hlífðargrímu um borð í Strætó þó mælt sé með því ef vagnar fyllast. 1. ágúst 2020 15:58 „Við erum alls ekki að mæla með almennri notkun á grímum“ Sóttvarnalæknir segir nýjar niðurstöður um grímunotkun í ákveðnum tilfellum hafa verið grunninn að nýjum tilmælum stjórnvalda. 31. júlí 2020 13:00 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Grímuskylda í Strætó dregin til baka Strætó hefur tekið ákvörðun um að draga til baka grímuskyldu í strætisvögnum á höfuðborgarsvæðinu eftir nánara samtal við sóttvarnayfirvöld. 31. júlí 2020 15:32
Engin grímuskylda í ferðum á höfuðborgarsvæðinu Ekki verður skylda fyrir farþega að nota hlífðargrímu um borð í Strætó þó mælt sé með því ef vagnar fyllast. 1. ágúst 2020 15:58
„Við erum alls ekki að mæla með almennri notkun á grímum“ Sóttvarnalæknir segir nýjar niðurstöður um grímunotkun í ákveðnum tilfellum hafa verið grunninn að nýjum tilmælum stjórnvalda. 31. júlí 2020 13:00