200 viðskiptavinir algjört hámark Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. ágúst 2020 15:13 200 viðskiptavina hámark er í matvöruverslunum. Vísir/hanna Aðgerðir vegna kórónuveirunnar sem tóku gildi 31. júlí síðastliðinn hafa nú verið gerðar skýrari, samkvæmt auglýsingu heilbrigðisráðherra. Skýringarnar lúta m.a. að grímuskyldu og leyfilegum hámarksfjölda viðskiptavina inni í matvöruverslunum. Á föstudag voru fjöldamörk samkomubanns lækkuð úr 500 í 100 og tveggja metra reglunni komið aftur á. Þá var innleidd grímuskylda við aðstæður sem krefjast návígis og ekki er hægt að viðhalda fjarðlægðarmörkum. Síðastnefnda reglan var nokkuð á reiki eftir að hún var kynnt, líkt og í tilfelli Strætó. Í nýjum breytingum á auglýsingu heilbrigðisráðherra segir að í matvöruverslunum sé heimilt að hafa allt að 100 manns inni í einu að því gefnu að skilyrði um fjarlægðarmörk séu uppfyllt. Þá er matvöruverslunum sem eru yfir þúsund fermetrar að stærð heimilt að hleypa til viðbótar einum viðskiptavin inn fyrir hverja tíu fermetra umfram þúsund fermetrana, þó að hámarki 200 viðskiptavinum í allt. Í reglunum sem kynntar voru á föstudag segir að í starfsemi sem eðlis síns vegna krefst meiri nálægðar en tveggja metra milli manna skuli nota grímur, til að mynda í almenningssamgöngum. Með breytingunni í dag er þetta skýrt nánar og sérstaklega tekið fram að grímur skuli setja upp „þar sem ferð varir í 30 mínútur eða lengur“. Þá má gestafjöldi á sund- og baðstöðum aldrei vera meiri en helmingur leyfilegs hámarksfjölda gesta samkvæmt starfsleyfi. Börn fædd 2015 og síðar eru ekki tekin með í gestafjölda. Loks er lagt til að ekki verði heimilt að veita tímabundið leyfi fyrir tilteknum skemmtunum sem ætla megi að dragi að sér hóp fólks eftir klukkan 23:00. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Grímuskylda í Strætó dregin til baka Strætó hefur tekið ákvörðun um að draga til baka grímuskyldu í strætisvögnum á höfuðborgarsvæðinu eftir nánara samtal við sóttvarnayfirvöld. 31. júlí 2020 15:32 Engin grímuskylda í ferðum á höfuðborgarsvæðinu Ekki verður skylda fyrir farþega að nota hlífðargrímu um borð í Strætó þó mælt sé með því ef vagnar fyllast. 1. ágúst 2020 15:58 „Við erum alls ekki að mæla með almennri notkun á grímum“ Sóttvarnalæknir segir nýjar niðurstöður um grímunotkun í ákveðnum tilfellum hafa verið grunninn að nýjum tilmælum stjórnvalda. 31. júlí 2020 13:00 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Aðgerðir vegna kórónuveirunnar sem tóku gildi 31. júlí síðastliðinn hafa nú verið gerðar skýrari, samkvæmt auglýsingu heilbrigðisráðherra. Skýringarnar lúta m.a. að grímuskyldu og leyfilegum hámarksfjölda viðskiptavina inni í matvöruverslunum. Á föstudag voru fjöldamörk samkomubanns lækkuð úr 500 í 100 og tveggja metra reglunni komið aftur á. Þá var innleidd grímuskylda við aðstæður sem krefjast návígis og ekki er hægt að viðhalda fjarðlægðarmörkum. Síðastnefnda reglan var nokkuð á reiki eftir að hún var kynnt, líkt og í tilfelli Strætó. Í nýjum breytingum á auglýsingu heilbrigðisráðherra segir að í matvöruverslunum sé heimilt að hafa allt að 100 manns inni í einu að því gefnu að skilyrði um fjarlægðarmörk séu uppfyllt. Þá er matvöruverslunum sem eru yfir þúsund fermetrar að stærð heimilt að hleypa til viðbótar einum viðskiptavin inn fyrir hverja tíu fermetra umfram þúsund fermetrana, þó að hámarki 200 viðskiptavinum í allt. Í reglunum sem kynntar voru á föstudag segir að í starfsemi sem eðlis síns vegna krefst meiri nálægðar en tveggja metra milli manna skuli nota grímur, til að mynda í almenningssamgöngum. Með breytingunni í dag er þetta skýrt nánar og sérstaklega tekið fram að grímur skuli setja upp „þar sem ferð varir í 30 mínútur eða lengur“. Þá má gestafjöldi á sund- og baðstöðum aldrei vera meiri en helmingur leyfilegs hámarksfjölda gesta samkvæmt starfsleyfi. Börn fædd 2015 og síðar eru ekki tekin með í gestafjölda. Loks er lagt til að ekki verði heimilt að veita tímabundið leyfi fyrir tilteknum skemmtunum sem ætla megi að dragi að sér hóp fólks eftir klukkan 23:00.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Grímuskylda í Strætó dregin til baka Strætó hefur tekið ákvörðun um að draga til baka grímuskyldu í strætisvögnum á höfuðborgarsvæðinu eftir nánara samtal við sóttvarnayfirvöld. 31. júlí 2020 15:32 Engin grímuskylda í ferðum á höfuðborgarsvæðinu Ekki verður skylda fyrir farþega að nota hlífðargrímu um borð í Strætó þó mælt sé með því ef vagnar fyllast. 1. ágúst 2020 15:58 „Við erum alls ekki að mæla með almennri notkun á grímum“ Sóttvarnalæknir segir nýjar niðurstöður um grímunotkun í ákveðnum tilfellum hafa verið grunninn að nýjum tilmælum stjórnvalda. 31. júlí 2020 13:00 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Grímuskylda í Strætó dregin til baka Strætó hefur tekið ákvörðun um að draga til baka grímuskyldu í strætisvögnum á höfuðborgarsvæðinu eftir nánara samtal við sóttvarnayfirvöld. 31. júlí 2020 15:32
Engin grímuskylda í ferðum á höfuðborgarsvæðinu Ekki verður skylda fyrir farþega að nota hlífðargrímu um borð í Strætó þó mælt sé með því ef vagnar fyllast. 1. ágúst 2020 15:58
„Við erum alls ekki að mæla með almennri notkun á grímum“ Sóttvarnalæknir segir nýjar niðurstöður um grímunotkun í ákveðnum tilfellum hafa verið grunninn að nýjum tilmælum stjórnvalda. 31. júlí 2020 13:00