Rannsókn WHO á uppruna Covid hafin Samúel Karl Ólason skrifar 4. ágúst 2020 14:59 Frá Wuhan þegar verið var að skima starfsmenn verksmiðju þar í maí. EPA/LI KE Meðlimir rannsóknarteymis Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar hafa átt í ítarlegum viðræðum við vísindamenn í Wuhan í Kína, þar sem nýja kórónuveiran uppgötvaðist fyrst. Teymi þetta vinnur að því að rannsaka uppruna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur. Umræðurnar sneru meðal annars að heilsu dýra í kringum borgina en í upphafi faraldursins lokuðu yfirvöld í borginni markaði þar sem lifandi villt dýr gengu kaupum og sölu. Þá höfðu margir sölumenn á markaðinum greinst með Covid-19. Vísindamenn WHO segjast líklegast að veiran hafi borist úr leðurblökum í menn, í gegnum óþekktan millilið. Enn sem komið er eru einungis tveir vísindamenn í rannsóknarteyminu. Þeir voru sendir til að taka fyrstu viðtölin og leggja grunninn fyrir alþjóðlegt teymi vísindamanna sem á að rannsaka uppruna veirunnar og hvernig hún barst í menn. Í frétt Reuters segir að ekki liggi fyrir hvenær restin af meðlimum teymisins hefja vinnu þeirra í Kína. Í dag hafa 18,3 milljónir manna smitast af Covid-19 á heimsvísu, svo vitað sé. Þar af hafa 695 þúsund dáið. Yfirvöld í Kína hafa verið gagnrýnd fyrir hvernig haldið var á spöðunum varðandi faraldurinn í upphafi. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur verið hvað háværastur í þeim efnum en gagnrýnendur hans segja að með því vilji hann beina athyglinni frá eigin viðbrögðum við faraldrinum. Bandaríkin hafa orðið hvað verst úti vegna faraldursins. Þar hafa minnst 4,7 milljónir smitast og rúmlega 155 þúsund dáið. Komið hefur í ljós að kínverskir embættismenn reyndu í upphafi að kæfa niður sögusagnir um mögulegan faraldur. Læknir sem varaði við veirunni þann 30. desember var handtekinn og látinn viðurkenna að hafa sett fram „falskar fullyrðingar“. Hann dó svo vegna veirunnar. Trump, Mike Pompeo, utanríkisráðherra, og aðrir hafa haldið því fram að veiran hafi upprunalega borist frá rannsóknarstofu í Wuhan þar sem rannsóknir á leðurblökum og kórónuveirum fer fram. Þeir hafa þó ekki fært neinar sannanir fyrir því og vísindamenn segja veiruna sjálfa bera þess ummerki að hafa þróast í náttúrunni. Mike Ryan, einn af yfirmönnum WHO, sagði á blaðamannafundi í dag að niðurstöður rannsóknarinnar gætu mögulega komið á óvart. Það að veiran hafi fyrst greinst í Wuhan feli ekki sjálfkrafa í sér að þar hafi hún fyrst borist úr dýrum í menn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Sjá meira
Meðlimir rannsóknarteymis Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar hafa átt í ítarlegum viðræðum við vísindamenn í Wuhan í Kína, þar sem nýja kórónuveiran uppgötvaðist fyrst. Teymi þetta vinnur að því að rannsaka uppruna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur. Umræðurnar sneru meðal annars að heilsu dýra í kringum borgina en í upphafi faraldursins lokuðu yfirvöld í borginni markaði þar sem lifandi villt dýr gengu kaupum og sölu. Þá höfðu margir sölumenn á markaðinum greinst með Covid-19. Vísindamenn WHO segjast líklegast að veiran hafi borist úr leðurblökum í menn, í gegnum óþekktan millilið. Enn sem komið er eru einungis tveir vísindamenn í rannsóknarteyminu. Þeir voru sendir til að taka fyrstu viðtölin og leggja grunninn fyrir alþjóðlegt teymi vísindamanna sem á að rannsaka uppruna veirunnar og hvernig hún barst í menn. Í frétt Reuters segir að ekki liggi fyrir hvenær restin af meðlimum teymisins hefja vinnu þeirra í Kína. Í dag hafa 18,3 milljónir manna smitast af Covid-19 á heimsvísu, svo vitað sé. Þar af hafa 695 þúsund dáið. Yfirvöld í Kína hafa verið gagnrýnd fyrir hvernig haldið var á spöðunum varðandi faraldurinn í upphafi. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur verið hvað háværastur í þeim efnum en gagnrýnendur hans segja að með því vilji hann beina athyglinni frá eigin viðbrögðum við faraldrinum. Bandaríkin hafa orðið hvað verst úti vegna faraldursins. Þar hafa minnst 4,7 milljónir smitast og rúmlega 155 þúsund dáið. Komið hefur í ljós að kínverskir embættismenn reyndu í upphafi að kæfa niður sögusagnir um mögulegan faraldur. Læknir sem varaði við veirunni þann 30. desember var handtekinn og látinn viðurkenna að hafa sett fram „falskar fullyrðingar“. Hann dó svo vegna veirunnar. Trump, Mike Pompeo, utanríkisráðherra, og aðrir hafa haldið því fram að veiran hafi upprunalega borist frá rannsóknarstofu í Wuhan þar sem rannsóknir á leðurblökum og kórónuveirum fer fram. Þeir hafa þó ekki fært neinar sannanir fyrir því og vísindamenn segja veiruna sjálfa bera þess ummerki að hafa þróast í náttúrunni. Mike Ryan, einn af yfirmönnum WHO, sagði á blaðamannafundi í dag að niðurstöður rannsóknarinnar gætu mögulega komið á óvart. Það að veiran hafi fyrst greinst í Wuhan feli ekki sjálfkrafa í sér að þar hafi hún fyrst borist úr dýrum í menn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Sjá meira