Rannsókn WHO á uppruna Covid hafin Samúel Karl Ólason skrifar 4. ágúst 2020 14:59 Frá Wuhan þegar verið var að skima starfsmenn verksmiðju þar í maí. EPA/LI KE Meðlimir rannsóknarteymis Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar hafa átt í ítarlegum viðræðum við vísindamenn í Wuhan í Kína, þar sem nýja kórónuveiran uppgötvaðist fyrst. Teymi þetta vinnur að því að rannsaka uppruna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur. Umræðurnar sneru meðal annars að heilsu dýra í kringum borgina en í upphafi faraldursins lokuðu yfirvöld í borginni markaði þar sem lifandi villt dýr gengu kaupum og sölu. Þá höfðu margir sölumenn á markaðinum greinst með Covid-19. Vísindamenn WHO segjast líklegast að veiran hafi borist úr leðurblökum í menn, í gegnum óþekktan millilið. Enn sem komið er eru einungis tveir vísindamenn í rannsóknarteyminu. Þeir voru sendir til að taka fyrstu viðtölin og leggja grunninn fyrir alþjóðlegt teymi vísindamanna sem á að rannsaka uppruna veirunnar og hvernig hún barst í menn. Í frétt Reuters segir að ekki liggi fyrir hvenær restin af meðlimum teymisins hefja vinnu þeirra í Kína. Í dag hafa 18,3 milljónir manna smitast af Covid-19 á heimsvísu, svo vitað sé. Þar af hafa 695 þúsund dáið. Yfirvöld í Kína hafa verið gagnrýnd fyrir hvernig haldið var á spöðunum varðandi faraldurinn í upphafi. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur verið hvað háværastur í þeim efnum en gagnrýnendur hans segja að með því vilji hann beina athyglinni frá eigin viðbrögðum við faraldrinum. Bandaríkin hafa orðið hvað verst úti vegna faraldursins. Þar hafa minnst 4,7 milljónir smitast og rúmlega 155 þúsund dáið. Komið hefur í ljós að kínverskir embættismenn reyndu í upphafi að kæfa niður sögusagnir um mögulegan faraldur. Læknir sem varaði við veirunni þann 30. desember var handtekinn og látinn viðurkenna að hafa sett fram „falskar fullyrðingar“. Hann dó svo vegna veirunnar. Trump, Mike Pompeo, utanríkisráðherra, og aðrir hafa haldið því fram að veiran hafi upprunalega borist frá rannsóknarstofu í Wuhan þar sem rannsóknir á leðurblökum og kórónuveirum fer fram. Þeir hafa þó ekki fært neinar sannanir fyrir því og vísindamenn segja veiruna sjálfa bera þess ummerki að hafa þróast í náttúrunni. Mike Ryan, einn af yfirmönnum WHO, sagði á blaðamannafundi í dag að niðurstöður rannsóknarinnar gætu mögulega komið á óvart. Það að veiran hafi fyrst greinst í Wuhan feli ekki sjálfkrafa í sér að þar hafi hún fyrst borist úr dýrum í menn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Erlent Fleiri fréttir Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverndi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Sjá meira
Meðlimir rannsóknarteymis Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar hafa átt í ítarlegum viðræðum við vísindamenn í Wuhan í Kína, þar sem nýja kórónuveiran uppgötvaðist fyrst. Teymi þetta vinnur að því að rannsaka uppruna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur. Umræðurnar sneru meðal annars að heilsu dýra í kringum borgina en í upphafi faraldursins lokuðu yfirvöld í borginni markaði þar sem lifandi villt dýr gengu kaupum og sölu. Þá höfðu margir sölumenn á markaðinum greinst með Covid-19. Vísindamenn WHO segjast líklegast að veiran hafi borist úr leðurblökum í menn, í gegnum óþekktan millilið. Enn sem komið er eru einungis tveir vísindamenn í rannsóknarteyminu. Þeir voru sendir til að taka fyrstu viðtölin og leggja grunninn fyrir alþjóðlegt teymi vísindamanna sem á að rannsaka uppruna veirunnar og hvernig hún barst í menn. Í frétt Reuters segir að ekki liggi fyrir hvenær restin af meðlimum teymisins hefja vinnu þeirra í Kína. Í dag hafa 18,3 milljónir manna smitast af Covid-19 á heimsvísu, svo vitað sé. Þar af hafa 695 þúsund dáið. Yfirvöld í Kína hafa verið gagnrýnd fyrir hvernig haldið var á spöðunum varðandi faraldurinn í upphafi. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur verið hvað háværastur í þeim efnum en gagnrýnendur hans segja að með því vilji hann beina athyglinni frá eigin viðbrögðum við faraldrinum. Bandaríkin hafa orðið hvað verst úti vegna faraldursins. Þar hafa minnst 4,7 milljónir smitast og rúmlega 155 þúsund dáið. Komið hefur í ljós að kínverskir embættismenn reyndu í upphafi að kæfa niður sögusagnir um mögulegan faraldur. Læknir sem varaði við veirunni þann 30. desember var handtekinn og látinn viðurkenna að hafa sett fram „falskar fullyrðingar“. Hann dó svo vegna veirunnar. Trump, Mike Pompeo, utanríkisráðherra, og aðrir hafa haldið því fram að veiran hafi upprunalega borist frá rannsóknarstofu í Wuhan þar sem rannsóknir á leðurblökum og kórónuveirum fer fram. Þeir hafa þó ekki fært neinar sannanir fyrir því og vísindamenn segja veiruna sjálfa bera þess ummerki að hafa þróast í náttúrunni. Mike Ryan, einn af yfirmönnum WHO, sagði á blaðamannafundi í dag að niðurstöður rannsóknarinnar gætu mögulega komið á óvart. Það að veiran hafi fyrst greinst í Wuhan feli ekki sjálfkrafa í sér að þar hafi hún fyrst borist úr dýrum í menn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Erlent Fleiri fréttir Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverndi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent