Rannsókn WHO á uppruna Covid hafin Samúel Karl Ólason skrifar 4. ágúst 2020 14:59 Frá Wuhan þegar verið var að skima starfsmenn verksmiðju þar í maí. EPA/LI KE Meðlimir rannsóknarteymis Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar hafa átt í ítarlegum viðræðum við vísindamenn í Wuhan í Kína, þar sem nýja kórónuveiran uppgötvaðist fyrst. Teymi þetta vinnur að því að rannsaka uppruna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur. Umræðurnar sneru meðal annars að heilsu dýra í kringum borgina en í upphafi faraldursins lokuðu yfirvöld í borginni markaði þar sem lifandi villt dýr gengu kaupum og sölu. Þá höfðu margir sölumenn á markaðinum greinst með Covid-19. Vísindamenn WHO segjast líklegast að veiran hafi borist úr leðurblökum í menn, í gegnum óþekktan millilið. Enn sem komið er eru einungis tveir vísindamenn í rannsóknarteyminu. Þeir voru sendir til að taka fyrstu viðtölin og leggja grunninn fyrir alþjóðlegt teymi vísindamanna sem á að rannsaka uppruna veirunnar og hvernig hún barst í menn. Í frétt Reuters segir að ekki liggi fyrir hvenær restin af meðlimum teymisins hefja vinnu þeirra í Kína. Í dag hafa 18,3 milljónir manna smitast af Covid-19 á heimsvísu, svo vitað sé. Þar af hafa 695 þúsund dáið. Yfirvöld í Kína hafa verið gagnrýnd fyrir hvernig haldið var á spöðunum varðandi faraldurinn í upphafi. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur verið hvað háværastur í þeim efnum en gagnrýnendur hans segja að með því vilji hann beina athyglinni frá eigin viðbrögðum við faraldrinum. Bandaríkin hafa orðið hvað verst úti vegna faraldursins. Þar hafa minnst 4,7 milljónir smitast og rúmlega 155 þúsund dáið. Komið hefur í ljós að kínverskir embættismenn reyndu í upphafi að kæfa niður sögusagnir um mögulegan faraldur. Læknir sem varaði við veirunni þann 30. desember var handtekinn og látinn viðurkenna að hafa sett fram „falskar fullyrðingar“. Hann dó svo vegna veirunnar. Trump, Mike Pompeo, utanríkisráðherra, og aðrir hafa haldið því fram að veiran hafi upprunalega borist frá rannsóknarstofu í Wuhan þar sem rannsóknir á leðurblökum og kórónuveirum fer fram. Þeir hafa þó ekki fært neinar sannanir fyrir því og vísindamenn segja veiruna sjálfa bera þess ummerki að hafa þróast í náttúrunni. Mike Ryan, einn af yfirmönnum WHO, sagði á blaðamannafundi í dag að niðurstöður rannsóknarinnar gætu mögulega komið á óvart. Það að veiran hafi fyrst greinst í Wuhan feli ekki sjálfkrafa í sér að þar hafi hún fyrst borist úr dýrum í menn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Meðlimir rannsóknarteymis Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar hafa átt í ítarlegum viðræðum við vísindamenn í Wuhan í Kína, þar sem nýja kórónuveiran uppgötvaðist fyrst. Teymi þetta vinnur að því að rannsaka uppruna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur. Umræðurnar sneru meðal annars að heilsu dýra í kringum borgina en í upphafi faraldursins lokuðu yfirvöld í borginni markaði þar sem lifandi villt dýr gengu kaupum og sölu. Þá höfðu margir sölumenn á markaðinum greinst með Covid-19. Vísindamenn WHO segjast líklegast að veiran hafi borist úr leðurblökum í menn, í gegnum óþekktan millilið. Enn sem komið er eru einungis tveir vísindamenn í rannsóknarteyminu. Þeir voru sendir til að taka fyrstu viðtölin og leggja grunninn fyrir alþjóðlegt teymi vísindamanna sem á að rannsaka uppruna veirunnar og hvernig hún barst í menn. Í frétt Reuters segir að ekki liggi fyrir hvenær restin af meðlimum teymisins hefja vinnu þeirra í Kína. Í dag hafa 18,3 milljónir manna smitast af Covid-19 á heimsvísu, svo vitað sé. Þar af hafa 695 þúsund dáið. Yfirvöld í Kína hafa verið gagnrýnd fyrir hvernig haldið var á spöðunum varðandi faraldurinn í upphafi. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur verið hvað háværastur í þeim efnum en gagnrýnendur hans segja að með því vilji hann beina athyglinni frá eigin viðbrögðum við faraldrinum. Bandaríkin hafa orðið hvað verst úti vegna faraldursins. Þar hafa minnst 4,7 milljónir smitast og rúmlega 155 þúsund dáið. Komið hefur í ljós að kínverskir embættismenn reyndu í upphafi að kæfa niður sögusagnir um mögulegan faraldur. Læknir sem varaði við veirunni þann 30. desember var handtekinn og látinn viðurkenna að hafa sett fram „falskar fullyrðingar“. Hann dó svo vegna veirunnar. Trump, Mike Pompeo, utanríkisráðherra, og aðrir hafa haldið því fram að veiran hafi upprunalega borist frá rannsóknarstofu í Wuhan þar sem rannsóknir á leðurblökum og kórónuveirum fer fram. Þeir hafa þó ekki fært neinar sannanir fyrir því og vísindamenn segja veiruna sjálfa bera þess ummerki að hafa þróast í náttúrunni. Mike Ryan, einn af yfirmönnum WHO, sagði á blaðamannafundi í dag að niðurstöður rannsóknarinnar gætu mögulega komið á óvart. Það að veiran hafi fyrst greinst í Wuhan feli ekki sjálfkrafa í sér að þar hafi hún fyrst borist úr dýrum í menn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira