„Fékk vandamálin beint í æð“ Stefán Árni Pálsson skrifar 4. ágúst 2020 14:29 Handboltamaðurinn Björgvin Páll Gústavsson er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Sölvi skrifaði fyrir ári síðan uppgjörsbók Björgvins, þar sem Björgvin lýsti andlegu og líkamlegu hruni sínu, þar sem hann meðal annars fékk ofsakvíðakast á miðju stórmóti í handbolta. Björgvin hefur undanfarið eitt og hálft ár unnið hörðum höndum að því að koma líkamskerfinu sínu í betra stand. Hann var í mörg ár með allt of lágt testósterón, sem hann tengir við sístreituástand til margra ára. Eftir að hafa lagt allt í sölurnar við að skilja ástand sitt og koma því í lag segist Björgvin sjá gríðarlegan mun og hann segist meðal annars hafa tvöfaldað testósterón-magnið í líkama sínum með öndunaræfingum, breyttri næringu og betri hvíld. Björgvin og eiginkona hans Karen Einarsdóttir, eiga von á sínu fjórða barni. Björgvin tengir þetta beint við þá vinnu sem hann hefur unnið á líkamsstarfsemi sinni, enda er þetta í fyrsta sinn sem Karen er ólétt án þess að það þurfi aðstoð til. Fallegt ferðalag „Svo kemur sá tímapunktur að konan mín verður ólétt og þá áttar maður sig á því að þetta hefur allt áhrif. Við eigum þrjú börn núna eftir níu meðferðir, en svo kemur eitt bara óvænt. Ég hef verið í blóðprufum alveg síðan að ég hrundi og nú sé ég breytingarnar þar og þetta súmmerar í raun mjög fallega upp mitt ferðalag,“ segir Björgvin. Klippa: Fékk vandamálin beint í æð Sölvi og Björgvin skrifuðu sem fyrr segir uppgjörsbók Björgvins Páls, sem kom út síðustu jól, þar sem Björgvin ræddi mikið um erfiða barnæsku sína og hve litlu munaði að hann hefði endað á verulega slæmum stað. Þeir ræddu um bókina og eftirmála hennar í viðtalinu: „Eftir þrjá mánuði var ég kominn með 300 skilaboð og ég fékk vandamálin beint í æð. Þá fékk ég vandamálin í fangið og áttaði mig fyrir alvöru á því hve vandamálin í samfélaginu eru mikil. Og þegar foreldrar voru að senda á mig og segja mér að börnin sín væru einhvern vegin fór ég alltaf beint í að spyrja foreldrið hvernig því liði sjálfu. Þá koma yfirleitt sömu einkenni fram og í ljós kemur að fullorðna fólkinu líður illa líka,” segir Björgvin, sem er með verkefni í vinnslu, þar sem hann ætlar að fara inn í grunnskóla landsins. Í viðtalinu fara Sölvi og Björgvin yfir sögur í kringum landsliðið, barnæskuna, leiðina út úr andlega hruninu og margt margt fleira. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Sjá meira
Handboltamaðurinn Björgvin Páll Gústavsson er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Sölvi skrifaði fyrir ári síðan uppgjörsbók Björgvins, þar sem Björgvin lýsti andlegu og líkamlegu hruni sínu, þar sem hann meðal annars fékk ofsakvíðakast á miðju stórmóti í handbolta. Björgvin hefur undanfarið eitt og hálft ár unnið hörðum höndum að því að koma líkamskerfinu sínu í betra stand. Hann var í mörg ár með allt of lágt testósterón, sem hann tengir við sístreituástand til margra ára. Eftir að hafa lagt allt í sölurnar við að skilja ástand sitt og koma því í lag segist Björgvin sjá gríðarlegan mun og hann segist meðal annars hafa tvöfaldað testósterón-magnið í líkama sínum með öndunaræfingum, breyttri næringu og betri hvíld. Björgvin og eiginkona hans Karen Einarsdóttir, eiga von á sínu fjórða barni. Björgvin tengir þetta beint við þá vinnu sem hann hefur unnið á líkamsstarfsemi sinni, enda er þetta í fyrsta sinn sem Karen er ólétt án þess að það þurfi aðstoð til. Fallegt ferðalag „Svo kemur sá tímapunktur að konan mín verður ólétt og þá áttar maður sig á því að þetta hefur allt áhrif. Við eigum þrjú börn núna eftir níu meðferðir, en svo kemur eitt bara óvænt. Ég hef verið í blóðprufum alveg síðan að ég hrundi og nú sé ég breytingarnar þar og þetta súmmerar í raun mjög fallega upp mitt ferðalag,“ segir Björgvin. Klippa: Fékk vandamálin beint í æð Sölvi og Björgvin skrifuðu sem fyrr segir uppgjörsbók Björgvins Páls, sem kom út síðustu jól, þar sem Björgvin ræddi mikið um erfiða barnæsku sína og hve litlu munaði að hann hefði endað á verulega slæmum stað. Þeir ræddu um bókina og eftirmála hennar í viðtalinu: „Eftir þrjá mánuði var ég kominn með 300 skilaboð og ég fékk vandamálin beint í æð. Þá fékk ég vandamálin í fangið og áttaði mig fyrir alvöru á því hve vandamálin í samfélaginu eru mikil. Og þegar foreldrar voru að senda á mig og segja mér að börnin sín væru einhvern vegin fór ég alltaf beint í að spyrja foreldrið hvernig því liði sjálfu. Þá koma yfirleitt sömu einkenni fram og í ljós kemur að fullorðna fólkinu líður illa líka,” segir Björgvin, sem er með verkefni í vinnslu, þar sem hann ætlar að fara inn í grunnskóla landsins. Í viðtalinu fara Sölvi og Björgvin yfir sögur í kringum landsliðið, barnæskuna, leiðina út úr andlega hruninu og margt margt fleira.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Sjá meira