Gagnrýnir nýja skilmála Borgunar harðlega Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. ágúst 2020 06:33 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SF. Vísir/Arnar Á föstudag tilkynnti fjármálafyrirtækið Borgun um skilmálabreytingar sem fela í sér innleiðingu svokallaðrar veltutryggingu þann 1. október næstkomandi. Með henni ætlar fyrirtækið sér að halda eftir 10 prósentum heildarfjárhæðar allra færslna á uppgjörum. Tryggingunni er haldið eftir í sex mánuði. Þetta kemur fram í bréfi Borgunar til fyrirtækja sem það á viðskipti við. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir Borgun í órétti. Í forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, það vera skýra afstöðu samtakanna að greiðslur fyrir þjónustu sem þegar hefur verið veitt skuli inntar af hendi af hálfu greiðslumiðlunarfyrirtækja. Í bréfi Borgunar kemur fram að tryggingunni sé komið á til varnar aukinni endurkröfuáhættu, en kórónuveirufaraldurinn og sveiflur í uppgangi hans hafa valdið því að afbóka eða aflýsa hefur þurft mörgum skipulögðum ferðum í ferðaþjónustuiðnaðinum, með tilheyrandi endurgreiðslukröfum ferðamanna á hendur ferðaþjónustufyrirtækjum. Blaðið hefur þá eftir Jóhannesi að ráðstöfun Borgunar sé nýtt útspil í „langri röð vandamála sem tengjast skilmálum kortafyrirtækja.“ Samtök ferðaþjónustunnar hafi látið gera lögfræðilegar úttektir og afstaða þeirra sé skýr. Búið sé að koma henni skilmerkilega til skila til þriggja stærstu greiðslumiðlunarfyrirtækjanna, Borgunar, Valitors og Korta. Þá segir Jóhannes að þótt eðlilegt sé að fyrirtækin vilji tryggja sig gagnvart aukinni áhættu í viðskiptum í ferðaþjónustu komi ekki til greina að þau haldi eftir tíu prósentum greiðslna fyrir þjónustu sem þegar hefur verið veitt. Þau eigi að skila slíkum greiðslum á réttum tíma. Það er mat Jóhannesar að þau séu ekki undir neinum kringumstæðum í rétti til þess að halda slíkum greiðslum eftir. „Hins vegar er það algjörlega klárt að þegar að þjónusta hefur verið veitt að þá er engin áhætta lengur til staðar fyrir kortafyrirtækin. Og það er algjörlega óásættanlegt af okkar hálfu og jaðrar við lögbrot, myndi ég telja, að fyrirtækin haldi eftir greiðslum vegna þjónustu sem hefur verið veitt,“ hefur blaðið eftir Jóhannesi að lokum. Ferðamennska á Íslandi Greiðslumiðlun Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Gjöld á skemmtiferðaskip geti haft þveröfug áhrif Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Sjá meira
Á föstudag tilkynnti fjármálafyrirtækið Borgun um skilmálabreytingar sem fela í sér innleiðingu svokallaðrar veltutryggingu þann 1. október næstkomandi. Með henni ætlar fyrirtækið sér að halda eftir 10 prósentum heildarfjárhæðar allra færslna á uppgjörum. Tryggingunni er haldið eftir í sex mánuði. Þetta kemur fram í bréfi Borgunar til fyrirtækja sem það á viðskipti við. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir Borgun í órétti. Í forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, það vera skýra afstöðu samtakanna að greiðslur fyrir þjónustu sem þegar hefur verið veitt skuli inntar af hendi af hálfu greiðslumiðlunarfyrirtækja. Í bréfi Borgunar kemur fram að tryggingunni sé komið á til varnar aukinni endurkröfuáhættu, en kórónuveirufaraldurinn og sveiflur í uppgangi hans hafa valdið því að afbóka eða aflýsa hefur þurft mörgum skipulögðum ferðum í ferðaþjónustuiðnaðinum, með tilheyrandi endurgreiðslukröfum ferðamanna á hendur ferðaþjónustufyrirtækjum. Blaðið hefur þá eftir Jóhannesi að ráðstöfun Borgunar sé nýtt útspil í „langri röð vandamála sem tengjast skilmálum kortafyrirtækja.“ Samtök ferðaþjónustunnar hafi látið gera lögfræðilegar úttektir og afstaða þeirra sé skýr. Búið sé að koma henni skilmerkilega til skila til þriggja stærstu greiðslumiðlunarfyrirtækjanna, Borgunar, Valitors og Korta. Þá segir Jóhannes að þótt eðlilegt sé að fyrirtækin vilji tryggja sig gagnvart aukinni áhættu í viðskiptum í ferðaþjónustu komi ekki til greina að þau haldi eftir tíu prósentum greiðslna fyrir þjónustu sem þegar hefur verið veitt. Þau eigi að skila slíkum greiðslum á réttum tíma. Það er mat Jóhannesar að þau séu ekki undir neinum kringumstæðum í rétti til þess að halda slíkum greiðslum eftir. „Hins vegar er það algjörlega klárt að þegar að þjónusta hefur verið veitt að þá er engin áhætta lengur til staðar fyrir kortafyrirtækin. Og það er algjörlega óásættanlegt af okkar hálfu og jaðrar við lögbrot, myndi ég telja, að fyrirtækin haldi eftir greiðslum vegna þjónustu sem hefur verið veitt,“ hefur blaðið eftir Jóhannesi að lokum.
Ferðamennska á Íslandi Greiðslumiðlun Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Gjöld á skemmtiferðaskip geti haft þveröfug áhrif Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Sjá meira