Tala látinna sögð þrefalt hærri en stjórnvöld halda fram Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. ágúst 2020 09:02 Frá höfuðborg Írans, Teheran. EPA/ABEDIN TAHERKENAREH Tala þeirra sem látist hafa af völdum kórónuveirunnar í Íran er þrefalt hærri en opinberar tölur ríkisstjórnarinnar gefa til kynna. Þetta sýna tölur sem breska ríkisútvarpið fékk sendar frá ónanfgreindum heimildarmanni, en tekur þó trúanlegar. Samkvæmt fréttum BBC af málinu virðast innri gögn ríkisstjórnarinnar sýna að hátt í 42 þúsund manns hafi látist af völdum kórónuveirunnar fram að 20. júlí í Íran. Opinberar tölur á vegum heilbrigðisráðuneytisins í landinu segja hins vegar að rúmlega 14 þúsund hafi látist á sama tímabili. Þá segja opinberar tölur að tæplega 279 þúsund manns hafi smitast af veirunni, en óbirt gögn ríkisstjórnarinnar benda til þess að raunverulega talan sé yfir 450 þúsund manns. Eins og áður segir fékk breska ríkisútvarpið tölurnar sendar frá ónafngreindum heimildarmanni. Með tölunum fylgdu upplýsingar um sjúklinga, svo sem nöfn þeirra, aldur, kyn, einkenni og sá tími sem sjúklingar vörðu á spítala. Breska ríkisútvarpið segir ákveðin atriði á listanum stemma við upplýsingar sem það hafði fyrir um ákveðna kórónuveirusjúklinga í Íran, bæði lifandi og látna. Í gögnunum er einnig að finna upplýsingar um fyrsta dauðsfallið af völdum kórónuveirunnar í Íran. Samkvæmt þeim varð það 22. janúar á þessu ári, eða tæpum mánuði áður en yfirvöld skráðu fyrsta dauðsfallið af völdum veirunnar í landinu, þann 19. febrúar. Íran Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Tala þeirra sem látist hafa af völdum kórónuveirunnar í Íran er þrefalt hærri en opinberar tölur ríkisstjórnarinnar gefa til kynna. Þetta sýna tölur sem breska ríkisútvarpið fékk sendar frá ónanfgreindum heimildarmanni, en tekur þó trúanlegar. Samkvæmt fréttum BBC af málinu virðast innri gögn ríkisstjórnarinnar sýna að hátt í 42 þúsund manns hafi látist af völdum kórónuveirunnar fram að 20. júlí í Íran. Opinberar tölur á vegum heilbrigðisráðuneytisins í landinu segja hins vegar að rúmlega 14 þúsund hafi látist á sama tímabili. Þá segja opinberar tölur að tæplega 279 þúsund manns hafi smitast af veirunni, en óbirt gögn ríkisstjórnarinnar benda til þess að raunverulega talan sé yfir 450 þúsund manns. Eins og áður segir fékk breska ríkisútvarpið tölurnar sendar frá ónafngreindum heimildarmanni. Með tölunum fylgdu upplýsingar um sjúklinga, svo sem nöfn þeirra, aldur, kyn, einkenni og sá tími sem sjúklingar vörðu á spítala. Breska ríkisútvarpið segir ákveðin atriði á listanum stemma við upplýsingar sem það hafði fyrir um ákveðna kórónuveirusjúklinga í Íran, bæði lifandi og látna. Í gögnunum er einnig að finna upplýsingar um fyrsta dauðsfallið af völdum kórónuveirunnar í Íran. Samkvæmt þeim varð það 22. janúar á þessu ári, eða tæpum mánuði áður en yfirvöld skráðu fyrsta dauðsfallið af völdum veirunnar í landinu, þann 19. febrúar.
Íran Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira