Hænsnastand á föngunum á Sogni í Ölfusi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. ágúst 2020 20:21 14 fangar eru í dag á Sogni, allt karlmenn en pláss er fyrir 21 fanga í fangelsinu, þar af 3 konur. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Þeir fjórtán fangar sem eru í fangelsinu á Sogni í Ölfusi þurfa ekki að láta sér leiðast því þeir hafa nóg að gera við að hugsa um hænurnar á staðnum, fiskeldið, plönturnar í gróðurhúsinu og þá er fullkomið hljóðver í fangelsinu. Fangelsið á Sogni er skilgreint sem opið fangelsi en það þýðir að þar eru engar girðingar eða múrar sem afmarka fangelsið en fangar þurfa að vera tilbúnir til að fylgja skýrum reglum. Pláss er fyrir 21 fanga en fangelsið en það vekur þó athygli að það eru bara 14 fangar á Sogni í dag, allt karlmenn. Fangar hafa nógan tíma og hann getur verið langur að líða en á Sogni er hugsað vel fyrir afþreyingu fyrir fangana, bæði hvað vinnu snertir og tómstundir. Á staðnum er t.d. hljóðver með upptökugræjum og fullt af hljóðfærum. Tveir hænsnakofar eru á Sogni, auk gróðurhúss og svo er það bleikjueldið, hljóðverið, vinnustofan og kennslustofan svo eitthvað sé nefnt.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Þetta er Stúdíó Sogn en fangelsið fékk þessar rausnalegu gjöf, öll þessi hljóðfæri frá Lionsklúbbi Mosfellsbæjar gegnum góða menn. Hér er stundaður tónlistarflutningur, upptökur og fleira. Það er alltaf einhver hópur, sem hefur tónlistarhæfileika, þetta er frábært, styttir stundirnar mikið, öll tónlist veitir fólki ánægju,“ segir Hróbjartur Eyjólfsson varðstjóri á Sogni Fangarnir eru með bleikjueldi, sem þeir hugsa um frá A til Ö og þá eru þeir með hænur í tveimur hænsnakofum og fá þar með nóg af eggjum frá þeim og það eru nokkrir nýklaktir hænsnaungar. Á Sogni er líka gróðurhús, sem fangarnir sinna. „Fólk hefur það býsna gott hérna miðað við aðstæðurnar sem það er í, hér getur það verið mikið úti við og það er fallegt allt hér í kring,“ bætir Hróbjartur við. Fangarnir á Sogni eru í heilmiklu dýrahaldi. „Já, það er svolítð hænsnastand á okkur hérna og svo erum við með fiskeldi, bleikjueldi, sem við erum að nostra líka við. Þetta er náttúrulega ekki í stórum stíl en veitir heilmikla ánægju.“ En hversu nauðsynlegt er að hafa svona mikla afþreyingu í boði og nóg að gera fyrir fangana? „Það skiptir öllu máli, hér er það sem fólk hefur mest af en það er tími. Það er gríðarlega mikilvægt að hafa eitthvað svona til að getað snúið sér að og svo tekur við nám yfir vetrartímann þegar það byrjar allt saman á vegum FSU á Selfossi,“ segir Hróbjartur. Ölfus Fangelsismál Landbúnaður Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira
Þeir fjórtán fangar sem eru í fangelsinu á Sogni í Ölfusi þurfa ekki að láta sér leiðast því þeir hafa nóg að gera við að hugsa um hænurnar á staðnum, fiskeldið, plönturnar í gróðurhúsinu og þá er fullkomið hljóðver í fangelsinu. Fangelsið á Sogni er skilgreint sem opið fangelsi en það þýðir að þar eru engar girðingar eða múrar sem afmarka fangelsið en fangar þurfa að vera tilbúnir til að fylgja skýrum reglum. Pláss er fyrir 21 fanga en fangelsið en það vekur þó athygli að það eru bara 14 fangar á Sogni í dag, allt karlmenn. Fangar hafa nógan tíma og hann getur verið langur að líða en á Sogni er hugsað vel fyrir afþreyingu fyrir fangana, bæði hvað vinnu snertir og tómstundir. Á staðnum er t.d. hljóðver með upptökugræjum og fullt af hljóðfærum. Tveir hænsnakofar eru á Sogni, auk gróðurhúss og svo er það bleikjueldið, hljóðverið, vinnustofan og kennslustofan svo eitthvað sé nefnt.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Þetta er Stúdíó Sogn en fangelsið fékk þessar rausnalegu gjöf, öll þessi hljóðfæri frá Lionsklúbbi Mosfellsbæjar gegnum góða menn. Hér er stundaður tónlistarflutningur, upptökur og fleira. Það er alltaf einhver hópur, sem hefur tónlistarhæfileika, þetta er frábært, styttir stundirnar mikið, öll tónlist veitir fólki ánægju,“ segir Hróbjartur Eyjólfsson varðstjóri á Sogni Fangarnir eru með bleikjueldi, sem þeir hugsa um frá A til Ö og þá eru þeir með hænur í tveimur hænsnakofum og fá þar með nóg af eggjum frá þeim og það eru nokkrir nýklaktir hænsnaungar. Á Sogni er líka gróðurhús, sem fangarnir sinna. „Fólk hefur það býsna gott hérna miðað við aðstæðurnar sem það er í, hér getur það verið mikið úti við og það er fallegt allt hér í kring,“ bætir Hróbjartur við. Fangarnir á Sogni eru í heilmiklu dýrahaldi. „Já, það er svolítð hænsnastand á okkur hérna og svo erum við með fiskeldi, bleikjueldi, sem við erum að nostra líka við. Þetta er náttúrulega ekki í stórum stíl en veitir heilmikla ánægju.“ En hversu nauðsynlegt er að hafa svona mikla afþreyingu í boði og nóg að gera fyrir fangana? „Það skiptir öllu máli, hér er það sem fólk hefur mest af en það er tími. Það er gríðarlega mikilvægt að hafa eitthvað svona til að getað snúið sér að og svo tekur við nám yfir vetrartímann þegar það byrjar allt saman á vegum FSU á Selfossi,“ segir Hróbjartur.
Ölfus Fangelsismál Landbúnaður Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira