Forseti Barcelona segir ómögulegt að fjárfesta í Neymar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. ágúst 2020 16:15 Við sjáum Neymar líklega ekki í treyju Barcelona á næstunni. EPA/ALEJANDRO GARCIA Josep Maria Bartomeu – forseti spænska stórveldisins Barcelona – segir ómögulegt fyrir félagið að fjárfesta í brasilísku stórstjörnunni Neymar sökum kórónufaraldursins. Alls varð Barcelona af rúmlega 200 milljónum evra vegna faraldursins. „Þetta hefur áhrif á öll stóru liðin í Evrópu og mun endast í örugglega þrjú til fjögur ár,“ sagði Bartomeu við spænska blaðið Sport. Neymar varð dýrasti leikmaður sögunnar þegar Paris Saint-Germain eyddi litlum 222 milljónum evra í leikmanninn sumarið 2017. Það gera vel rúmlega 35 milljarða íslenskra króna. Börsungar reyndu svo að klófesta leikmanninn síðasta sumar en það gekk ekki eftir. The Covid-19 pandemic has made it "unfeasible" for Barcelona to re-sign Neymar from PSG, according to the Catalan club's president.In full: https://t.co/0BdLA1yjKx#bbcfootball pic.twitter.com/hvWyn5f1Ll— BBC Sport (@BBCSport) August 2, 2020 Nú virðist sem ekkert verði af því að Neymar snú aftur á Camp Nou. Börsungar hafa einfaldlega ekki efni á honum. Þá eru möguleg kaup liðsins á Lautaro Martinez – framherja Inter Milan á Ítalíu – einnig í hættu. Bartomeu hefur verið forseti Barca frá árinu 2014 og er svartsýnn á komandi tímabil. „Ef hlutirnir skána ekki þá verða engir áhorfendur, engar safnferðir, engar búðir opnar og við höldum áfram að tapa peningum. Það neyðir okkur til að vera mjög skynsöm og eyða aðeins í það sem við nauðsynlega þurfum,“ sagði forsetinn og átti þar við um leikmannakaup félagsins. Það verður þó seint sagt að Börsungar hafi haldið þétt um budduna en þeir hafa eytt gífurlegum fjármunum undanfarin ár. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Fleiri fréttir Emilía skoraði en brekkan var of brött Bournemouth - Chelsea | Gestirnir vilja svara fyrir sig Manchester City - Sunderland | Ferskir nýliðar á Etihad Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Sjá meira
Josep Maria Bartomeu – forseti spænska stórveldisins Barcelona – segir ómögulegt fyrir félagið að fjárfesta í brasilísku stórstjörnunni Neymar sökum kórónufaraldursins. Alls varð Barcelona af rúmlega 200 milljónum evra vegna faraldursins. „Þetta hefur áhrif á öll stóru liðin í Evrópu og mun endast í örugglega þrjú til fjögur ár,“ sagði Bartomeu við spænska blaðið Sport. Neymar varð dýrasti leikmaður sögunnar þegar Paris Saint-Germain eyddi litlum 222 milljónum evra í leikmanninn sumarið 2017. Það gera vel rúmlega 35 milljarða íslenskra króna. Börsungar reyndu svo að klófesta leikmanninn síðasta sumar en það gekk ekki eftir. The Covid-19 pandemic has made it "unfeasible" for Barcelona to re-sign Neymar from PSG, according to the Catalan club's president.In full: https://t.co/0BdLA1yjKx#bbcfootball pic.twitter.com/hvWyn5f1Ll— BBC Sport (@BBCSport) August 2, 2020 Nú virðist sem ekkert verði af því að Neymar snú aftur á Camp Nou. Börsungar hafa einfaldlega ekki efni á honum. Þá eru möguleg kaup liðsins á Lautaro Martinez – framherja Inter Milan á Ítalíu – einnig í hættu. Bartomeu hefur verið forseti Barca frá árinu 2014 og er svartsýnn á komandi tímabil. „Ef hlutirnir skána ekki þá verða engir áhorfendur, engar safnferðir, engar búðir opnar og við höldum áfram að tapa peningum. Það neyðir okkur til að vera mjög skynsöm og eyða aðeins í það sem við nauðsynlega þurfum,“ sagði forsetinn og átti þar við um leikmannakaup félagsins. Það verður þó seint sagt að Börsungar hafi haldið þétt um budduna en þeir hafa eytt gífurlegum fjármunum undanfarin ár.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Fleiri fréttir Emilía skoraði en brekkan var of brött Bournemouth - Chelsea | Gestirnir vilja svara fyrir sig Manchester City - Sunderland | Ferskir nýliðar á Etihad Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Sjá meira