Innlent

Fullt í skimun á Akra­nesi

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Skagamenn virðast áfjáðir í að láta skima sig.
Skagamenn virðast áfjáðir í að láta skima sig. Vísir/Vilhelm

Góð viðbrögð Skagamanna við skimun Íslenskrar erfðagreiningar fyrir kórónuveirunni eru ástæða þess að þeir skimunartímar sem í boði voru fylltust fljótt. Þetta kemur fram í Facebook-færslu bæjarstjórans á Akranesi. Fleiri tímum verður bætt við.

Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri fékk í dag tölvupóst frá Íslenskri erfðagreiningu, eftir að hann hefði spurst fyrir um meldingu sem einhverjir Skagamenn höfðu fengið um að fullt væri í skimun.

„Svarið sem ég fékk var: Afar góð viðbrögð Skagamanna er ástæðan. 448 tímar voru í boði sem fylltust fljótt, ættu ekki margir að hafa lent i þessu. Við reynum að passa fjöld sms-a sem send eru,“ skrifar Sævar á Facebook.

Þá segir í svarinu sem Sævari barst að nokkrum tímum verði bætt við til þess að fleiri komist að. Fyrirtækið ráði við 500 tíma og því sé eitthvert ráðrúm til þess að fjölga tímunum úr 448.

„Ætluðum að eiga nokkur plass inni ef eitthvað kæmi upp á. En við bara verðum þá á móti aðeins lengur en til kl. 14 ef þarf,“ skrifar Sævar í lok færslunnar og vitnar í svar Íslenskrar erfðagreiningar við fyrirspurn hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×