Engin frestun á Íslandsmótinu í golfi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. ágúst 2020 11:30 Guðrún Brá á titil að verja en hún er ríkjandi Íslandsmeistari golfi. Mynd/Stöð 2 Sport Íslandsmótið í golfi mun fara fram á tilsettum tíma frá 6. til 9. ágúst eins og upprunalega til stóð. Fer mótið fram á Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá GSÍ. „Golfsamband Íslands hefur lagt fram tillögur til stjórnvalda um að leika keppnisgolf og jafnframt virða sóttvarnareglur. Var það gert í ljósi hertra sóttvarnaaðgerða og takmörkunar á íþróttastarfi í kjölfar tilkynningar stjórnvalda 30. júlí. Það er Golfsambandinu mikil ánægja að tilkynna að tillögurnar hafa verið samþykktar og mun Íslandmótið í golfi því fara fram á áður auglýstum tíma,“ segir í tilkynningu GSÍ. Íslandsmótið í golfi 2020 - tilkynning frá mótstjórn - Golfsamband Íslands https://t.co/w8maJQ11x3— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) July 31, 2020 „Öryggi keppenda verður í forgrunni og verða nauðsynlegar ráðstafanir gerðar til að tryggja hreinlæti og öryggi eftir fremstu getu. Það er mikið tilhlökkunarefni að sjá bestu kylfinga landsins keppa um Íslandsmeistaratitlana en skráningu í Íslandsmótið lýkur kl. 23:59 á mánudag. Því er ljóst að Íslandsmeistarar í karla- og kvennaflokki verða krýndir sunnudaginn 9. ágúst. Sóttvarnaaðgerðir á meðan á mótinu stendur verða kynntar þegar nær dregur,“ segir einnig í tilkynningunni. Þau Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Guðmundur Ágúst Kristjánsson eiga titil að verja og þau fá nú tækifæri til þess í Mosfellsbænum. Golf Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sport Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Íslandsmótið í golfi mun fara fram á tilsettum tíma frá 6. til 9. ágúst eins og upprunalega til stóð. Fer mótið fram á Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá GSÍ. „Golfsamband Íslands hefur lagt fram tillögur til stjórnvalda um að leika keppnisgolf og jafnframt virða sóttvarnareglur. Var það gert í ljósi hertra sóttvarnaaðgerða og takmörkunar á íþróttastarfi í kjölfar tilkynningar stjórnvalda 30. júlí. Það er Golfsambandinu mikil ánægja að tilkynna að tillögurnar hafa verið samþykktar og mun Íslandmótið í golfi því fara fram á áður auglýstum tíma,“ segir í tilkynningu GSÍ. Íslandsmótið í golfi 2020 - tilkynning frá mótstjórn - Golfsamband Íslands https://t.co/w8maJQ11x3— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) July 31, 2020 „Öryggi keppenda verður í forgrunni og verða nauðsynlegar ráðstafanir gerðar til að tryggja hreinlæti og öryggi eftir fremstu getu. Það er mikið tilhlökkunarefni að sjá bestu kylfinga landsins keppa um Íslandsmeistaratitlana en skráningu í Íslandsmótið lýkur kl. 23:59 á mánudag. Því er ljóst að Íslandsmeistarar í karla- og kvennaflokki verða krýndir sunnudaginn 9. ágúst. Sóttvarnaaðgerðir á meðan á mótinu stendur verða kynntar þegar nær dregur,“ segir einnig í tilkynningunni. Þau Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Guðmundur Ágúst Kristjánsson eiga titil að verja og þau fá nú tækifæri til þess í Mosfellsbænum.
Golf Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sport Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira