Hjörtur undir smásjá Bielsa og Leeds United Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. júlí 2020 14:00 Hjörtur Hermannsson í leik með Bröndby. Hann gæti nú verið á leið til Leeds United í ensku úrvalsdeildinni. Vísir/Getty Íslenski landsliðsmiðvörðurinn – og hægri bakvörðurinn – Hjörtur Hermannsson gæti leikið með Leeds United í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Þetta kemur fram á vef The Athletic en þar er farið yfir hvað Leeds vill gera á leikmanna-markaðnum til að liðið verði samkeppnishæft í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Farið er yfir víðan völl og fer mikið púður í að ræða varnarmanninn Ben White. Sá lék allar mínútur Leeds er liðið vann ensku B-deildina í vetur og vann sér þar með sæti í úrvalsdeildinni í fyrsta skipti í 16 ár. White var á láni frá Brighton & Hove Albion og eflaust vill Graham Potter nýta hæfileika White á komandi tímabili. Brighton er hins vegar með vel skipulagða vörn og voru nýverið að fjárfesta í Joel Veltman – hollenskum landsliðsmanni frá Ajax. Því eru miklar líkur á að Leeds fái samþykkt tilboð sitt í White. Ef það gengur ekki eftir þá er annað nafn á blaði. Leikmaður sem er talinn svipa til White á velli. Það er Hjörtur Hermannsson, íslenski varnarmaðurinn sem spilar með Bröndby í dönsku úrvalsdeildinni. „Hermannssyni líður vel með boltann og tölfræði hans – bæði hvað varðar sendingar og almennan varnarleik – svipar til White,“ segir í grein Phil Hay og Tom Worville á The Athletic. Leeds plan to back Marcelo Bielsa in the transfer market but are likely to focus on players already in England, including Championship stars #LUFC fans, don t expect Cavani... | @PhilHay_ & @Worvillehttps://t.co/KP8FnmHnFu— The Athletic UK (@TheAthleticUK) July 31, 2020 Fjöldi leikmanna eru nefndir sem möguleg skotmörk í greininni. Markverðirnir Emiliano Martinez [Arsenal] og Sergio Romero [Mancester United] eru á listanum. Ollie Watkins, og Said Benrahma hjá Brentford eru nefndir á nafn ásamt Joe Gelhardt [Wigan Athletic], Emiliano Buendia [Norwich City] og Ronan Curtis [Portsmouth]. Hvað varðar varnarmenn á er Haydon Roberts, samherji White hjá Brighton, nefndur á nafn ásamt Ben Wilmots, leikmanni Watford. Og svo Hjörtur. Hinn 25 ára gamli Hjörtur er uppalinn hjá Fylki hér á landi. Hann hefur verið í herbúðum Bröndby síðan 2016. Þar áður var hann í herbúðum PSV í Hollandi. Hjörtur á að baki 14 A-landsleiki sem og 59 fyrir yngri landslið Íslands. Það er ljóst að Bielsa er með mörg nöfn á blaði og alls óvíst hvort Hjörtur muni leika í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Að þeir Hay og Worville nefni Hjört þó yfir höfuð á nafn þýðir hins vegar að Bielsa hefur látið fylgjast með Íslendingnum. Hvað gerist verður svo bara að koma í ljós. Fótbolti Enski boltinn Danski boltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira
Íslenski landsliðsmiðvörðurinn – og hægri bakvörðurinn – Hjörtur Hermannsson gæti leikið með Leeds United í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Þetta kemur fram á vef The Athletic en þar er farið yfir hvað Leeds vill gera á leikmanna-markaðnum til að liðið verði samkeppnishæft í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Farið er yfir víðan völl og fer mikið púður í að ræða varnarmanninn Ben White. Sá lék allar mínútur Leeds er liðið vann ensku B-deildina í vetur og vann sér þar með sæti í úrvalsdeildinni í fyrsta skipti í 16 ár. White var á láni frá Brighton & Hove Albion og eflaust vill Graham Potter nýta hæfileika White á komandi tímabili. Brighton er hins vegar með vel skipulagða vörn og voru nýverið að fjárfesta í Joel Veltman – hollenskum landsliðsmanni frá Ajax. Því eru miklar líkur á að Leeds fái samþykkt tilboð sitt í White. Ef það gengur ekki eftir þá er annað nafn á blaði. Leikmaður sem er talinn svipa til White á velli. Það er Hjörtur Hermannsson, íslenski varnarmaðurinn sem spilar með Bröndby í dönsku úrvalsdeildinni. „Hermannssyni líður vel með boltann og tölfræði hans – bæði hvað varðar sendingar og almennan varnarleik – svipar til White,“ segir í grein Phil Hay og Tom Worville á The Athletic. Leeds plan to back Marcelo Bielsa in the transfer market but are likely to focus on players already in England, including Championship stars #LUFC fans, don t expect Cavani... | @PhilHay_ & @Worvillehttps://t.co/KP8FnmHnFu— The Athletic UK (@TheAthleticUK) July 31, 2020 Fjöldi leikmanna eru nefndir sem möguleg skotmörk í greininni. Markverðirnir Emiliano Martinez [Arsenal] og Sergio Romero [Mancester United] eru á listanum. Ollie Watkins, og Said Benrahma hjá Brentford eru nefndir á nafn ásamt Joe Gelhardt [Wigan Athletic], Emiliano Buendia [Norwich City] og Ronan Curtis [Portsmouth]. Hvað varðar varnarmenn á er Haydon Roberts, samherji White hjá Brighton, nefndur á nafn ásamt Ben Wilmots, leikmanni Watford. Og svo Hjörtur. Hinn 25 ára gamli Hjörtur er uppalinn hjá Fylki hér á landi. Hann hefur verið í herbúðum Bröndby síðan 2016. Þar áður var hann í herbúðum PSV í Hollandi. Hjörtur á að baki 14 A-landsleiki sem og 59 fyrir yngri landslið Íslands. Það er ljóst að Bielsa er með mörg nöfn á blaði og alls óvíst hvort Hjörtur muni leika í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Að þeir Hay og Worville nefni Hjört þó yfir höfuð á nafn þýðir hins vegar að Bielsa hefur látið fylgjast með Íslendingnum. Hvað gerist verður svo bara að koma í ljós.
Fótbolti Enski boltinn Danski boltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira