Hjörtur undir smásjá Bielsa og Leeds United Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. júlí 2020 14:00 Hjörtur Hermannsson í leik með Bröndby. Hann gæti nú verið á leið til Leeds United í ensku úrvalsdeildinni. Vísir/Getty Íslenski landsliðsmiðvörðurinn – og hægri bakvörðurinn – Hjörtur Hermannsson gæti leikið með Leeds United í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Þetta kemur fram á vef The Athletic en þar er farið yfir hvað Leeds vill gera á leikmanna-markaðnum til að liðið verði samkeppnishæft í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Farið er yfir víðan völl og fer mikið púður í að ræða varnarmanninn Ben White. Sá lék allar mínútur Leeds er liðið vann ensku B-deildina í vetur og vann sér þar með sæti í úrvalsdeildinni í fyrsta skipti í 16 ár. White var á láni frá Brighton & Hove Albion og eflaust vill Graham Potter nýta hæfileika White á komandi tímabili. Brighton er hins vegar með vel skipulagða vörn og voru nýverið að fjárfesta í Joel Veltman – hollenskum landsliðsmanni frá Ajax. Því eru miklar líkur á að Leeds fái samþykkt tilboð sitt í White. Ef það gengur ekki eftir þá er annað nafn á blaði. Leikmaður sem er talinn svipa til White á velli. Það er Hjörtur Hermannsson, íslenski varnarmaðurinn sem spilar með Bröndby í dönsku úrvalsdeildinni. „Hermannssyni líður vel með boltann og tölfræði hans – bæði hvað varðar sendingar og almennan varnarleik – svipar til White,“ segir í grein Phil Hay og Tom Worville á The Athletic. Leeds plan to back Marcelo Bielsa in the transfer market but are likely to focus on players already in England, including Championship stars #LUFC fans, don t expect Cavani... | @PhilHay_ & @Worvillehttps://t.co/KP8FnmHnFu— The Athletic UK (@TheAthleticUK) July 31, 2020 Fjöldi leikmanna eru nefndir sem möguleg skotmörk í greininni. Markverðirnir Emiliano Martinez [Arsenal] og Sergio Romero [Mancester United] eru á listanum. Ollie Watkins, og Said Benrahma hjá Brentford eru nefndir á nafn ásamt Joe Gelhardt [Wigan Athletic], Emiliano Buendia [Norwich City] og Ronan Curtis [Portsmouth]. Hvað varðar varnarmenn á er Haydon Roberts, samherji White hjá Brighton, nefndur á nafn ásamt Ben Wilmots, leikmanni Watford. Og svo Hjörtur. Hinn 25 ára gamli Hjörtur er uppalinn hjá Fylki hér á landi. Hann hefur verið í herbúðum Bröndby síðan 2016. Þar áður var hann í herbúðum PSV í Hollandi. Hjörtur á að baki 14 A-landsleiki sem og 59 fyrir yngri landslið Íslands. Það er ljóst að Bielsa er með mörg nöfn á blaði og alls óvíst hvort Hjörtur muni leika í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Að þeir Hay og Worville nefni Hjört þó yfir höfuð á nafn þýðir hins vegar að Bielsa hefur látið fylgjast með Íslendingnum. Hvað gerist verður svo bara að koma í ljós. Fótbolti Enski boltinn Danski boltinn Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Sjá meira
Íslenski landsliðsmiðvörðurinn – og hægri bakvörðurinn – Hjörtur Hermannsson gæti leikið með Leeds United í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Þetta kemur fram á vef The Athletic en þar er farið yfir hvað Leeds vill gera á leikmanna-markaðnum til að liðið verði samkeppnishæft í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Farið er yfir víðan völl og fer mikið púður í að ræða varnarmanninn Ben White. Sá lék allar mínútur Leeds er liðið vann ensku B-deildina í vetur og vann sér þar með sæti í úrvalsdeildinni í fyrsta skipti í 16 ár. White var á láni frá Brighton & Hove Albion og eflaust vill Graham Potter nýta hæfileika White á komandi tímabili. Brighton er hins vegar með vel skipulagða vörn og voru nýverið að fjárfesta í Joel Veltman – hollenskum landsliðsmanni frá Ajax. Því eru miklar líkur á að Leeds fái samþykkt tilboð sitt í White. Ef það gengur ekki eftir þá er annað nafn á blaði. Leikmaður sem er talinn svipa til White á velli. Það er Hjörtur Hermannsson, íslenski varnarmaðurinn sem spilar með Bröndby í dönsku úrvalsdeildinni. „Hermannssyni líður vel með boltann og tölfræði hans – bæði hvað varðar sendingar og almennan varnarleik – svipar til White,“ segir í grein Phil Hay og Tom Worville á The Athletic. Leeds plan to back Marcelo Bielsa in the transfer market but are likely to focus on players already in England, including Championship stars #LUFC fans, don t expect Cavani... | @PhilHay_ & @Worvillehttps://t.co/KP8FnmHnFu— The Athletic UK (@TheAthleticUK) July 31, 2020 Fjöldi leikmanna eru nefndir sem möguleg skotmörk í greininni. Markverðirnir Emiliano Martinez [Arsenal] og Sergio Romero [Mancester United] eru á listanum. Ollie Watkins, og Said Benrahma hjá Brentford eru nefndir á nafn ásamt Joe Gelhardt [Wigan Athletic], Emiliano Buendia [Norwich City] og Ronan Curtis [Portsmouth]. Hvað varðar varnarmenn á er Haydon Roberts, samherji White hjá Brighton, nefndur á nafn ásamt Ben Wilmots, leikmanni Watford. Og svo Hjörtur. Hinn 25 ára gamli Hjörtur er uppalinn hjá Fylki hér á landi. Hann hefur verið í herbúðum Bröndby síðan 2016. Þar áður var hann í herbúðum PSV í Hollandi. Hjörtur á að baki 14 A-landsleiki sem og 59 fyrir yngri landslið Íslands. Það er ljóst að Bielsa er með mörg nöfn á blaði og alls óvíst hvort Hjörtur muni leika í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Að þeir Hay og Worville nefni Hjört þó yfir höfuð á nafn þýðir hins vegar að Bielsa hefur látið fylgjast með Íslendingnum. Hvað gerist verður svo bara að koma í ljós.
Fótbolti Enski boltinn Danski boltinn Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Sjá meira