Innlent

Nágrannar björguðu íbúa úr eldsvoða á fimmtu hæð

Eiður Þór Árnason skrifar
Tilkynning barst slökkviliði um eldinn nú rétt fyrir miðnætti
Tilkynning barst slökkviliði um eldinn nú rétt fyrir miðnætti Vísir

Eldur kviknaði í íbúð á fimmtu hæð á horni Kaplaskjólsvegar og Ægísiðu í Reykjavík seint í kvöld. Ein manneskja var inn í íbúðinni en ekki liggja fyrir upplýsingar um líðan hennar að svo stöddu.

Tilkynning barst slökkviliði um eldinn nú rétt fyrir miðnætti. Nágrannar sáu dökkan reyk koma frá íbúðinni og óskuðu eftir aðstoð slökkviliðs. Þegar slökkvilið kom á vettvang höfðu nágrannar náð íbúanum út úr íbúðinni og slökkt hluta eldsins, að sögn Sigurjóns Hendrikssonar, varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.

Slökkviliði hefur nú tekist að ná niðurlögum eldsins og unnið er að reykræstingu en mikill reykur var í íbúðinni. Sigurjón átti von á því að íbúinn yrði fluttur á slysadeild til frekari skoðunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×