Innlent

Aflýsa öllum ferðum Ferðafélagsins í bili

Kjartan Kjartansson skrifar
Skáli Ferðafélagsins í Hvanngili. Gistipláss í skálum félagsins hefur verið takmarkað vegna nýju sóttvarnareglnanna.
Skáli Ferðafélagsins í Hvanngili. Gistipláss í skálum félagsins hefur verið takmarkað vegna nýju sóttvarnareglnanna. Vísir/Vilhelm

Ferðafélag Íslands hefur aflýst öllum ferðum sínum til 10. ágúst í ljósi þess að tveggja metra fjarlægðarregla verður aftur gerð að skyldu á morgun. Gistiplássum í skálum félagsins verður fækkað og krafa gerð um andlitsgrímur í skálum og á skálasvæðum.

Ríkisstjórnin kynnti hertar sóttvarnaaðgerðir vegna fjölgunar nýrra kórónuveirusmita í dag. Tveggja metra fjarlægðarregla verður aftur skylda og samkomur fleiri en hundrað manna verða bannaðar. Reglurnar taka gilda frá hádegi á morgun, 31. júlí og út 13. ágúst.

Í tilkynningu frá Ferðafélaginu segir að öllum ferðum til 10. ágúst verði aflýst og staðan þá endurmetin. Þátttakendur í ferðum sem er aflýst fá endurgreitt að fullu.

Þá kemur fram að allt gistipláss í skálum félagsins hafi verið takmarkað enn frekar og nú sé gerð krafa um grímur.


Tengdar fréttir

Tjaldsvæðin búa sig undir að vísa fólki frá

Hert samkomubann sem tekur gildi á morgun hefur mikil áhrif starfsemi tjaldsvæða sem bjuggu sig undir eina stærstu ferðahelgi ársins um helgina. Forsvarsmaður tjaldsvæðanna á Akureyri ræður fólki sem ætlaði sér að tjalda þar frá því að leggja í hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×