Henderson til Lundúna og Ramsdale aftur til Sheffield? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. júlí 2020 23:00 Henderson hefur verið frábær í marki Sheffield United undanfarin tvö ár. Hann er mögulega á leið til Chelsea eða Tottenham. Peter Powell/Getty Images Dean Henderson hefur vakið verðskuldaða athygli milli stanganna hjá Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Alls lék hann 36 leiki – þar af 13 leiki án þess að fá á sig mark – er nýliðar Sheffield komu öllum á óvart og enduðu í 9. sæti deildarinnar eftir að hafa verið í Evrópubaráttu framan af leiktíð. Henderson var á láni hjá Sheffield frá Manchester United og Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man Utd, hefur gefið út að Henderson eigi framtíðina fyrir sér. Bæði hjá Man United sem og enska landsliðinu. Málið er hins vegar að Solskjær hefur einnig gefið út að David De Gea sé aðalmarkvörður liðsins og verði það áfram. Henderson – sem var einnig á láni hjá Sheffield er þeir komust upp úr ensku B-deildinni – vill ólmur spila fyrir Manchester United en er ekki tilbúinn að bíða að eilífu. Chris Wilder, þjálfari Sheffield, vill ólmur fá markvörðinn unga á láni þriðja árið í röð. Henderson telur þó að hann þurfi að spila í stærra liði til að geta sett almennilega pressu á Jordan Pickford, landsliðsmarkvörð Englands. Sheffield United 'looking to re-sign Aaron Ramsdale from relegated Bournemouth' with Dean Henderson heading back to Man United https://t.co/WLOfZg0GnR— MailOnline Sport (@MailSport) July 29, 2020 Samkvæmt heimildum Daily Mail þá er Chelsea tilbúið að borga 55 milljónir punda fyrir Henderson sem mun ekki skrifa undir hjá Man Utd nema þeir gefi honum loforð um að hann geti náð stöðunni af De Gea. Þá er Chelsea tilbúið að borga honum 170 þúsund pund á viku. Frank Lampard virðist hafa fengið nóg af Kepa Arrizabalaga en félagið eyddi 72 milljónum punda í spænska markvörðinn fyrir aðeins tveimur árum. Lampard gekk meira að segja svo langt að bekkja Kepa í lokaleik tímabilsins fyrir Willy Caballero, sem verður samningslaus í sumar. José Mourinho, þjálfari Tottenham Hotspur, er að sama skapi líklegur til að leggja fram tilboð í Henderson en tími Hugo Lloris hjá félaginu er senn á enda. Mourinho er þó ekki tilbúinn að fara í verðstríð við Chelsea. Talið er að Sheffield muni snúa sér að Aaron Ramsdale, markverði Bournemouth, en hann fór frá Sheffield árið 2017. Mun hann kosta félagið í kringum 15 milljónir punda en þó nokkrir leikmenn Bournemouth eru líklegir til að yfirgefa félagið eftir að það féll úr deild þeirra bestu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Í beinni: West Ham - Liverpool | Enda árið á toppnum en með hversu mikið forskot? Enski boltinn Kærkominn sigur City Enski boltinn Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Fleiri fréttir Ófarir Spurs halda áfram Í beinni: West Ham - Liverpool | Enda árið á toppnum en með hversu mikið forskot? Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Sjá meira
Dean Henderson hefur vakið verðskuldaða athygli milli stanganna hjá Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Alls lék hann 36 leiki – þar af 13 leiki án þess að fá á sig mark – er nýliðar Sheffield komu öllum á óvart og enduðu í 9. sæti deildarinnar eftir að hafa verið í Evrópubaráttu framan af leiktíð. Henderson var á láni hjá Sheffield frá Manchester United og Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man Utd, hefur gefið út að Henderson eigi framtíðina fyrir sér. Bæði hjá Man United sem og enska landsliðinu. Málið er hins vegar að Solskjær hefur einnig gefið út að David De Gea sé aðalmarkvörður liðsins og verði það áfram. Henderson – sem var einnig á láni hjá Sheffield er þeir komust upp úr ensku B-deildinni – vill ólmur spila fyrir Manchester United en er ekki tilbúinn að bíða að eilífu. Chris Wilder, þjálfari Sheffield, vill ólmur fá markvörðinn unga á láni þriðja árið í röð. Henderson telur þó að hann þurfi að spila í stærra liði til að geta sett almennilega pressu á Jordan Pickford, landsliðsmarkvörð Englands. Sheffield United 'looking to re-sign Aaron Ramsdale from relegated Bournemouth' with Dean Henderson heading back to Man United https://t.co/WLOfZg0GnR— MailOnline Sport (@MailSport) July 29, 2020 Samkvæmt heimildum Daily Mail þá er Chelsea tilbúið að borga 55 milljónir punda fyrir Henderson sem mun ekki skrifa undir hjá Man Utd nema þeir gefi honum loforð um að hann geti náð stöðunni af De Gea. Þá er Chelsea tilbúið að borga honum 170 þúsund pund á viku. Frank Lampard virðist hafa fengið nóg af Kepa Arrizabalaga en félagið eyddi 72 milljónum punda í spænska markvörðinn fyrir aðeins tveimur árum. Lampard gekk meira að segja svo langt að bekkja Kepa í lokaleik tímabilsins fyrir Willy Caballero, sem verður samningslaus í sumar. José Mourinho, þjálfari Tottenham Hotspur, er að sama skapi líklegur til að leggja fram tilboð í Henderson en tími Hugo Lloris hjá félaginu er senn á enda. Mourinho er þó ekki tilbúinn að fara í verðstríð við Chelsea. Talið er að Sheffield muni snúa sér að Aaron Ramsdale, markverði Bournemouth, en hann fór frá Sheffield árið 2017. Mun hann kosta félagið í kringum 15 milljónir punda en þó nokkrir leikmenn Bournemouth eru líklegir til að yfirgefa félagið eftir að það féll úr deild þeirra bestu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Í beinni: West Ham - Liverpool | Enda árið á toppnum en með hversu mikið forskot? Enski boltinn Kærkominn sigur City Enski boltinn Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Fleiri fréttir Ófarir Spurs halda áfram Í beinni: West Ham - Liverpool | Enda árið á toppnum en með hversu mikið forskot? Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Sjá meira