„Frústreraður því menningar- og tónlistarviðburðir eru litnir hornauga“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. júlí 2020 14:30 Ásgeir Guðmundsson einn skipuleggjenda Innipúkans segir upplifun sína vera þá að menningarviðburðir séu í aukahlutverki. Mynd/Brynjar Snær Einn skipuleggjenda tónlistarhátíðarinnar Innipúkans segir að ef frekari samkomutakmarkanir og tveggja metra reglan verði sett aftur í gildi þurfi líklegast að aflýsa eða fresta hátíðinni sem á að fara fram í Reykjavík nú um verslunarmannahelgina. „Við erum að skoða ýmsar sviðsmyndir og hvað við getum mögulega gert en ef kemur til strangra breytinga mun það eflaust leiða til þess að við þurfum að aflýsa hátíðinni eða fresta henni,“ segir Ásgeir Guðmundsson, einn skipuleggjenda hátíðarinnar, í samtali við Vísi en þegar blaðamaður náði tali af honum sat hann á neyðarfundi með öðrum skipuleggjendum. Hann segir ólíklegt að hátíðin yrði haldin ef samkomutakmarkanir fara niður í 200 manns, þá myndi hátíðin einfaldlega ekki borga sig. „Við gætum þar af leiðandi ekki haldið hátíðina með góðri samvisku út af því að þessi hátíð snýst fyrst og fremst um að gera eitthvað skemmtilegt í Reykjavík og markmiðið er einnig að búa til einhverjar tekjur fyrir tónlistarmennina sem eru að koma fram.“ Innipúkanum verður aflýst eða frestað verði hertari samkomureglur kynntar.Mynd/Brynjar Snær „Þó að markmiði eitt er náð, ef að markmið tvö næst ekki og með engum hætti þá er tilgangurinn með að halda hátíðina ekki svo jákvæður,“ segir Ásgeir. „Svo fer þetta auðvitað líka eftir tóninum í skilaboðunum sem koma frá sóttvarnalækni í tillögu til heilbrigðisráðherra. Ef tónninn í þeim skilaboðum er að smit í samfélaginu sé alvarlegt þá er náttúrulega óábyrgt af okkur að halda áfram að standa fyrir viðburði þar sem fólk er að koma saman í einhverjum fjölda.“ Allt sem tengist menningar- og tónlistarviðburðum litið hornauga Skipuleggjendur þurfi því að bíða og sjá hvaða skilaboð berist og hvort þeir geti eitthvað í þessu gert. „Það bendir allt til þess að ef að tveggja metra reglan er sett á eða þetta verði fært niður í 200 manns eða hundrað manns þá munum við þurfa að aflýsa hátíðinni eða fresta henni.“ Hann segir alla sem komi að hátíðinni á hliðarlínunni tilbúna til að stoppa tannhjólin. „Við erum með alla alveg tilbúna í startholunum að klára síðustu verkefnin. En þetta er vissulega óþægileg staða til að vera í,“ segir Ásgeir. „Manni líður eins og tónlistarfólk, menningarviðburðir, skemmtistaðir, veitingastaðir og barir séu settir í eitthvað aukahlutverk. Það virðist ekki vera mikið vandamál að leyfa fimm til átta þúsund manna íþróttamót þar sem fjöldinn allur er saman kominn og er settur í einhver fimm hundruð manna hólf. Það virðist ekki hafa verið vandamál í sumar en allt annað sem tengist okkur hefur verið litið hornauga,“ segir Ásgeir. „Maður er svolítið frústreraður á því en maður reynir að taka því með jafnaðargeði og jákvæðni.“ Frá Innipúkanum í fyrra.Mynd/Brynjar Snær „Að sjálfsögðu höfum við skilning fyrir því að verða að vera einhverjar reglur og takmarkanir til að reyna að takmarka smit í samfélaginu svo við komumst í gegn um þetta með einhverjum hætti,“ segir hann. Verkefnastaða lág hjá tónlistarfólki Það komi þó til greina eins og áður sagði að fresta hátíðinni og segir Ásgeir að ef það verði gert verði vonandi hægt að halda hana einhvern tíma í haust. „Við verðum bara að bíða aðeins og sjá, svo getur vel verið að þessar takmarkanir verði enn í gildi út ágúst eða september þannig að við munum líklegast ekki tilkynna einhverjar ákveðnar dagsetningar alveg strax.“ Allir samstarfsaðilar séu jákvæðir fyrir þeim möguleika að halda hátíðina mögulega í haust ef til þess kemur, sama hvort það verði tveir eða þrír dagar. Það fari auðvitað eftir því líka hvort tónlistarfólkið sé laust eða tilbúið að koma fram seinna. „Þannig að það er ýmislegt sem stendur okkur til boða en ekkert endilega frábært. Við bara bíðum frétta.“ Þá segir hann líklegt að tónlistarmenn geti stokkið til með nokkuð stuttum fyrirvara en þeir hafi setið nokkuð eftir á meðan faraldurinn hefur staðið yfir. „Ég er vel inni í þessum bransa og á marga vini sem starfa við þetta og eins og staðan er núna er verkefnastaðan tiltölulega lág hjá lang flestum. Það er búið að aflýsa öllum túrum utan landsteinana þannig að þetta er mjög viðkvæmur hópur akkúrat núna sem hefur ekki verið sinnt almennilega. Ég vonast bara innilega til þess að það verði hægt að gera þetta seinna en í rauninni vonast ég til þess að engin verði laus, það verði bara brjálað að gera hjá öllum,“ segir Ásgeir og hlær. „Það er náttúrulega vonin í grunninn. En miðað við ástandið eins og það er og hvernig þessum hópi hefur verið sinnt býst ég við að það verði bara allir lausir og til.“ Menning Tónlist Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Innipúkinn Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
Einn skipuleggjenda tónlistarhátíðarinnar Innipúkans segir að ef frekari samkomutakmarkanir og tveggja metra reglan verði sett aftur í gildi þurfi líklegast að aflýsa eða fresta hátíðinni sem á að fara fram í Reykjavík nú um verslunarmannahelgina. „Við erum að skoða ýmsar sviðsmyndir og hvað við getum mögulega gert en ef kemur til strangra breytinga mun það eflaust leiða til þess að við þurfum að aflýsa hátíðinni eða fresta henni,“ segir Ásgeir Guðmundsson, einn skipuleggjenda hátíðarinnar, í samtali við Vísi en þegar blaðamaður náði tali af honum sat hann á neyðarfundi með öðrum skipuleggjendum. Hann segir ólíklegt að hátíðin yrði haldin ef samkomutakmarkanir fara niður í 200 manns, þá myndi hátíðin einfaldlega ekki borga sig. „Við gætum þar af leiðandi ekki haldið hátíðina með góðri samvisku út af því að þessi hátíð snýst fyrst og fremst um að gera eitthvað skemmtilegt í Reykjavík og markmiðið er einnig að búa til einhverjar tekjur fyrir tónlistarmennina sem eru að koma fram.“ Innipúkanum verður aflýst eða frestað verði hertari samkomureglur kynntar.Mynd/Brynjar Snær „Þó að markmiði eitt er náð, ef að markmið tvö næst ekki og með engum hætti þá er tilgangurinn með að halda hátíðina ekki svo jákvæður,“ segir Ásgeir. „Svo fer þetta auðvitað líka eftir tóninum í skilaboðunum sem koma frá sóttvarnalækni í tillögu til heilbrigðisráðherra. Ef tónninn í þeim skilaboðum er að smit í samfélaginu sé alvarlegt þá er náttúrulega óábyrgt af okkur að halda áfram að standa fyrir viðburði þar sem fólk er að koma saman í einhverjum fjölda.“ Allt sem tengist menningar- og tónlistarviðburðum litið hornauga Skipuleggjendur þurfi því að bíða og sjá hvaða skilaboð berist og hvort þeir geti eitthvað í þessu gert. „Það bendir allt til þess að ef að tveggja metra reglan er sett á eða þetta verði fært niður í 200 manns eða hundrað manns þá munum við þurfa að aflýsa hátíðinni eða fresta henni.“ Hann segir alla sem komi að hátíðinni á hliðarlínunni tilbúna til að stoppa tannhjólin. „Við erum með alla alveg tilbúna í startholunum að klára síðustu verkefnin. En þetta er vissulega óþægileg staða til að vera í,“ segir Ásgeir. „Manni líður eins og tónlistarfólk, menningarviðburðir, skemmtistaðir, veitingastaðir og barir séu settir í eitthvað aukahlutverk. Það virðist ekki vera mikið vandamál að leyfa fimm til átta þúsund manna íþróttamót þar sem fjöldinn allur er saman kominn og er settur í einhver fimm hundruð manna hólf. Það virðist ekki hafa verið vandamál í sumar en allt annað sem tengist okkur hefur verið litið hornauga,“ segir Ásgeir. „Maður er svolítið frústreraður á því en maður reynir að taka því með jafnaðargeði og jákvæðni.“ Frá Innipúkanum í fyrra.Mynd/Brynjar Snær „Að sjálfsögðu höfum við skilning fyrir því að verða að vera einhverjar reglur og takmarkanir til að reyna að takmarka smit í samfélaginu svo við komumst í gegn um þetta með einhverjum hætti,“ segir hann. Verkefnastaða lág hjá tónlistarfólki Það komi þó til greina eins og áður sagði að fresta hátíðinni og segir Ásgeir að ef það verði gert verði vonandi hægt að halda hana einhvern tíma í haust. „Við verðum bara að bíða aðeins og sjá, svo getur vel verið að þessar takmarkanir verði enn í gildi út ágúst eða september þannig að við munum líklegast ekki tilkynna einhverjar ákveðnar dagsetningar alveg strax.“ Allir samstarfsaðilar séu jákvæðir fyrir þeim möguleika að halda hátíðina mögulega í haust ef til þess kemur, sama hvort það verði tveir eða þrír dagar. Það fari auðvitað eftir því líka hvort tónlistarfólkið sé laust eða tilbúið að koma fram seinna. „Þannig að það er ýmislegt sem stendur okkur til boða en ekkert endilega frábært. Við bara bíðum frétta.“ Þá segir hann líklegt að tónlistarmenn geti stokkið til með nokkuð stuttum fyrirvara en þeir hafi setið nokkuð eftir á meðan faraldurinn hefur staðið yfir. „Ég er vel inni í þessum bransa og á marga vini sem starfa við þetta og eins og staðan er núna er verkefnastaðan tiltölulega lág hjá lang flestum. Það er búið að aflýsa öllum túrum utan landsteinana þannig að þetta er mjög viðkvæmur hópur akkúrat núna sem hefur ekki verið sinnt almennilega. Ég vonast bara innilega til þess að það verði hægt að gera þetta seinna en í rauninni vonast ég til þess að engin verði laus, það verði bara brjálað að gera hjá öllum,“ segir Ásgeir og hlær. „Það er náttúrulega vonin í grunninn. En miðað við ástandið eins og það er og hvernig þessum hópi hefur verið sinnt býst ég við að það verði bara allir lausir og til.“
Menning Tónlist Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Innipúkinn Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira