Óttast að veiran sé að breiðast út með leifturhraða um samfélagið Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. júlí 2020 11:56 Skimun hefst hjá Íslenskri erfðagreiningu í dag. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, óttast að kórónuveiran sé að breiðast út aftur með leifturhraða um íslenskt samfélag. Skimun hefst hjá Íslenskri erfðagreiningu í dag.Fram kom á upplýsingafundi almannavarna í gær að til stæði að hefja víðtækari skimun innanlands vegna þeirra innanlandssmita sem greinst hafa undanfarna daga, í samvinnu við Íslenska erfðagreiningu. „Undirbúningurinn er að mestu leyti búinn hjá okkur, við reiknum með því að fara á fulla ferð í eftirmiðdaginn,“ segir Kári. Hvernig kemur það til að Íslensk erfðagreining kemur aftur inn í þetta verkefni með þessum hætti? „Vegna þess að okkur sýnist eins og að þetta sé að fara úr böndum. Það eru núna fjórir aðilar úti í samfélaginu sem hafa smitast af veiru sem eru með sama stökkbreytingarmynstrið og þessir fjórir aðilar vita ekkert hvernig þeir tengjast. Þannig það hljóta að vera einhverjir aðilar milli þeirra sem að hafa sýkst líka og við vitum ekki hvað það eru margir,“ svarar Kári. „Við vitum að að minnsta kosti tveir af þeim sem að við erum búin að finna og eru sýktir af veiru með þetta munstur eru með mjög mikið af veirunni þannig að þeir eru mjög smitandi. Þannig að við erum áhyggjufull hér um að þessi pest sé að breiðast út aftur með leifturhraða og það er mjög mikilvægt að ná böndum utan um þetta eins fljótt eins og hægt er og við ætlum að leggja okkar af mörkum.“ Hversu víðtæk verður þessi skimun, mun hún einungis ná til þeirra sem tengjast þessum einstaklingum sem hafa smitast eða til annarra líka? „Í fyrsta lagi ætlum við að skoða slembiúrtak úr Reykjavík og Akranesi og síðan ætlum við að skima í kringum þessa einstaklinga sem eru sýktir. Hversu víðtækt þetta verður markast bara af því hvaða niðurstöður koma út úr þessu til þess að byrja með. Ég vona að við komumst að raun um að þetta hafi ekki farið víða. Ég vona að við komumst að raun um að það hafi þegar allir eða flestir þeirra sem hafa sýkst hafi þegar verið fundnir af kerfinu og þetta verði afskaplega lítið,“ segir Kári. Íslensk erfðagreining verði þó undir það búin ef annað kemur á daginn. Aðspurður segist Kári ekki setja nein skilyrði um hertari reglur fyrir þátttöku Íslenskrar erfðagreiningar í þessari skimun. Hann muni treysta ákvörðunum sóttvarnalæknis. „Við setjum engin skilyrði. Það er ekki okkar að setja skilyrði. Við erum liðsmenn í þessum hópi sem er að takast á við þetta er sóttvarnalæknir og við komum til með að fylgja leiðbeiningum hans í þessu eins og við höfum alltaf gert áður,“ svarar Kári. „Við deilum með sóttvarnalækni áhyggjum út af þessu og ég reikna fastlega með því að hann komi til með að breyta reglum töluvert út af þessu. Það bara liggur í hlutarins eðli.“ Er eitthvað sem þú sjálfur myndir vilja sjá gert hvað varðar reglur um samkomutakmarkanir eða á landamærum? „Það sem að ég vil sjá gert er það sem að sóttvarnalæknir vill að verði gert og ég ætla ekkert að fara að gagnrýna sóttvarnalækni, hvorki áður en að hann er búinn að taka ákvarðanir né eftir það. Við erum á þeim stað að við verðum að snúa bökum saman og vinna að þessu í einingu og við munum gera það.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslensk erfðagreining Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, óttast að kórónuveiran sé að breiðast út aftur með leifturhraða um íslenskt samfélag. Skimun hefst hjá Íslenskri erfðagreiningu í dag.Fram kom á upplýsingafundi almannavarna í gær að til stæði að hefja víðtækari skimun innanlands vegna þeirra innanlandssmita sem greinst hafa undanfarna daga, í samvinnu við Íslenska erfðagreiningu. „Undirbúningurinn er að mestu leyti búinn hjá okkur, við reiknum með því að fara á fulla ferð í eftirmiðdaginn,“ segir Kári. Hvernig kemur það til að Íslensk erfðagreining kemur aftur inn í þetta verkefni með þessum hætti? „Vegna þess að okkur sýnist eins og að þetta sé að fara úr böndum. Það eru núna fjórir aðilar úti í samfélaginu sem hafa smitast af veiru sem eru með sama stökkbreytingarmynstrið og þessir fjórir aðilar vita ekkert hvernig þeir tengjast. Þannig það hljóta að vera einhverjir aðilar milli þeirra sem að hafa sýkst líka og við vitum ekki hvað það eru margir,“ svarar Kári. „Við vitum að að minnsta kosti tveir af þeim sem að við erum búin að finna og eru sýktir af veiru með þetta munstur eru með mjög mikið af veirunni þannig að þeir eru mjög smitandi. Þannig að við erum áhyggjufull hér um að þessi pest sé að breiðast út aftur með leifturhraða og það er mjög mikilvægt að ná böndum utan um þetta eins fljótt eins og hægt er og við ætlum að leggja okkar af mörkum.“ Hversu víðtæk verður þessi skimun, mun hún einungis ná til þeirra sem tengjast þessum einstaklingum sem hafa smitast eða til annarra líka? „Í fyrsta lagi ætlum við að skoða slembiúrtak úr Reykjavík og Akranesi og síðan ætlum við að skima í kringum þessa einstaklinga sem eru sýktir. Hversu víðtækt þetta verður markast bara af því hvaða niðurstöður koma út úr þessu til þess að byrja með. Ég vona að við komumst að raun um að þetta hafi ekki farið víða. Ég vona að við komumst að raun um að það hafi þegar allir eða flestir þeirra sem hafa sýkst hafi þegar verið fundnir af kerfinu og þetta verði afskaplega lítið,“ segir Kári. Íslensk erfðagreining verði þó undir það búin ef annað kemur á daginn. Aðspurður segist Kári ekki setja nein skilyrði um hertari reglur fyrir þátttöku Íslenskrar erfðagreiningar í þessari skimun. Hann muni treysta ákvörðunum sóttvarnalæknis. „Við setjum engin skilyrði. Það er ekki okkar að setja skilyrði. Við erum liðsmenn í þessum hópi sem er að takast á við þetta er sóttvarnalæknir og við komum til með að fylgja leiðbeiningum hans í þessu eins og við höfum alltaf gert áður,“ svarar Kári. „Við deilum með sóttvarnalækni áhyggjum út af þessu og ég reikna fastlega með því að hann komi til með að breyta reglum töluvert út af þessu. Það bara liggur í hlutarins eðli.“ Er eitthvað sem þú sjálfur myndir vilja sjá gert hvað varðar reglur um samkomutakmarkanir eða á landamærum? „Það sem að ég vil sjá gert er það sem að sóttvarnalæknir vill að verði gert og ég ætla ekkert að fara að gagnrýna sóttvarnalækni, hvorki áður en að hann er búinn að taka ákvarðanir né eftir það. Við erum á þeim stað að við verðum að snúa bökum saman og vinna að þessu í einingu og við munum gera það.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslensk erfðagreining Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Sjá meira