Covid-tengdir sjúkraflutningar hvorki ávísun á smit né innlögn Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. júlí 2020 10:25 Már Kristjánsson er yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans. Vísir/Vilhelm Enginn liggur inni á Landspítalanum vegna Covid-19, sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins greindi frá því í morgun að sjúkraflutningamenn hefðu sinnt þremur „Covid-19 flutningum“ síðasta sólarhringinn en yfirlæknir smitsjúkdómalækninga leggur áherslu á að slíkt sé hvorki ávísun á staðfest smit né innlögn á sjúkrahús. Virk kórónuveirusmit á landinu sem stendur eru 24 og hafa ekki verið fleiri síðan í byrjun maí. Áhyggjur eru uppi um að faraldurinn sé að sækja í sig veðrið að nýju. Sóttvarnayfirvöld og almannavarnir hafa fundað í morgun vegna þessa og er sterklega gert ráð fyrir að hertar aðgerðir vegna veirunnar verði kynntar í dag. „Það er aukin meðvitund um það sem er að gerast. Við hjá spítalanum erum mjög á tánum gagnvart þessum fregnum, eins og slökkviliðið og aðrir viðbragðsaðilar. Þegar fólk er með óútskýrð öndunarfæraeinkenni eða með einhver einkenni sem viðbragðsaðili eða læknir telur að gætu hugsanlega verið Covid, þá er gripið til þessa. Það er, að fólk er flutt með sérstökum viðbúnaði og sérstök aðgæsla höfð,“ segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum í samtali við Vísi. Eitthvað af fólkinu sem flutt var á spítalann hafi þannig verið með veikindi sem krefjast innlagnar. „En það liggur ekki fyrir hvort þetta eru veikindi af völdum Covid eða annarra orsaka,“ segir Már. Þá leggur hann áherslu á að þegar einhver verði lagður inn á Landspítalann vegna Covid-sýkingar verði greint frá því. „Þannig að svarið við spurningunni er nei, enginn hefur verið lagður inn. Eins og stendur inni á spítalanum erum við ekki með neinn inniliggjandi og eigum ekki von á neinum þannig lagað. En við erum með jákvætt fólk [fyrir kórónuveirunni] í eftirliti á Covid-göngudeildinni, sem er fyrst og fremst símaeftirlit. Svo við erum núna að taka afstöðu til þess hvort við þurfum að breyta viðbragðinu eitthvað,“ segir Már. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Enginn liggur inni á Landspítalanum vegna Covid-19, sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins greindi frá því í morgun að sjúkraflutningamenn hefðu sinnt þremur „Covid-19 flutningum“ síðasta sólarhringinn en yfirlæknir smitsjúkdómalækninga leggur áherslu á að slíkt sé hvorki ávísun á staðfest smit né innlögn á sjúkrahús. Virk kórónuveirusmit á landinu sem stendur eru 24 og hafa ekki verið fleiri síðan í byrjun maí. Áhyggjur eru uppi um að faraldurinn sé að sækja í sig veðrið að nýju. Sóttvarnayfirvöld og almannavarnir hafa fundað í morgun vegna þessa og er sterklega gert ráð fyrir að hertar aðgerðir vegna veirunnar verði kynntar í dag. „Það er aukin meðvitund um það sem er að gerast. Við hjá spítalanum erum mjög á tánum gagnvart þessum fregnum, eins og slökkviliðið og aðrir viðbragðsaðilar. Þegar fólk er með óútskýrð öndunarfæraeinkenni eða með einhver einkenni sem viðbragðsaðili eða læknir telur að gætu hugsanlega verið Covid, þá er gripið til þessa. Það er, að fólk er flutt með sérstökum viðbúnaði og sérstök aðgæsla höfð,“ segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum í samtali við Vísi. Eitthvað af fólkinu sem flutt var á spítalann hafi þannig verið með veikindi sem krefjast innlagnar. „En það liggur ekki fyrir hvort þetta eru veikindi af völdum Covid eða annarra orsaka,“ segir Már. Þá leggur hann áherslu á að þegar einhver verði lagður inn á Landspítalann vegna Covid-sýkingar verði greint frá því. „Þannig að svarið við spurningunni er nei, enginn hefur verið lagður inn. Eins og stendur inni á spítalanum erum við ekki með neinn inniliggjandi og eigum ekki von á neinum þannig lagað. En við erum með jákvætt fólk [fyrir kórónuveirunni] í eftirliti á Covid-göngudeildinni, sem er fyrst og fremst símaeftirlit. Svo við erum núna að taka afstöðu til þess hvort við þurfum að breyta viðbragðinu eitthvað,“ segir Már.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira