Klopp valinn besti þjálfarinn | Vakti Sir Alex Ferguson um miðja nótt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. júlí 2020 08:00 Klopp virðist hafa skemmt sér ágætlega kvöldið sem Liverpool varð Englandsmeistari. Paul Ellis/Getty Images Jürgen Klopp, þjálfari Englandsmeistara Liverpool, var valinn þjálfari ársina á Englandi í gær eins og Vísir greindi frá. Þjálfarar allra liða í Englandi, sem eru í deildarkeppni þar að segja, hafa kosningarétt og hafa úrslitin oftar en ekki komið á óvart. Til að mynda vann Chris Wilder - þjálfari Sheffield United - þau á síðustu leiktíð og var hann í öðru sæti í ár. Liverpool - sem voru einnig frábærir á síðasta tímabili - voru nær óstöðvandi framan af þessu tímabili og var það enginn annar en goðsögnin Sir Alex Ferguson, fyrrum þjálfari Manchester United og af mörgum talinn besti þjálfari allra tíma - sem tilkynnti Klopp það að hann hefði unnið verðlaunin. Raunar er það svo að verðlaunin sem Klopp fékk eru nefnd í höfuðið á Sir Alex. Það er ljóst að þeir tveir eiga ágætis skap saman en Klopp vakti víst Ferguson, sem er orðinn 78 ára gamall, um miðja nótt til að tilkynna honum að Liverpool væru orðnir Englandsmeistarar. „Sigurvegarinn er að sjálfsögðu Jurgen Klopp. Það er talað um Leeds United og þau 16 ár sem þeir voru í Championship (B-deildinni). Það eru 30 ár síðan Liverpool vann deildina og þeir áttu það fyllilega skilið. Frammistaðan hjá liðinu þínu var mögnuð, persónuleiki þinn skín í gegnum allt félagið og þetta var frábær frammistaða.“ „Ég fyrirgef þér fyrir að vekja mig klukkan hálf fjögur um nóttina til að segja mér að þú hafir unnið deildina, takk fyrir. En þú áttir þetta skilið, til hamingju,“ sagði Sir Alex Ferguson að lokum. I ll forgive you for waking me up at half three in the morning to tell that you d won the League Just Alex Ferguson announcing Jürgen Klopp as the LMA Manager of the Year pic.twitter.com/9OdMwMoO73— The Anfield Wrap (@TheAnfieldWrap) July 27, 2020 „Ég er mjög ánægður að vinna hinn magnaða Sir Alex Ferguson-bikar, verðlaun sem eru nefnd í höfuðið á manninum sem ég ber svo mikla virðingu fyrir. Ég veit það er ekki viðeigandi að segja þetta sem þjálfari Liverpool en ég ber gífurlega virðingu fyrir honum. Hann var fyrsti breski þjálfarinn sem ég hitti, það er langt síðan og ég veit ekki hvort hann muni eftir því en ég mun aldrei gleyma því fyrir mér var þetta eins og að hitta páfann,“ sagði Klopp er hann tók við verðlaununum. „Það er sérstakt að vinna þessi verðlaun því það erum við þjálfararnir sem kjósum hver á þau skilið.“ „Ég er hér út af þjálfarateymi mínu. Ég er allt í lagi þjálfari en það er teymið mitt sem er sérstakt og ég elska að vinna með þeim,“ sagði Klopp að endingu. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp, Bielsa og Emma best Jurgen Klopp, Emma Hayes og Marcelo Bielsa voru verðlaunuð af þjálfarafélaginu á Englandi er nýyfirstaðin leiktíð var gerð upp í kvöld. 27. júlí 2020 19:04 Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Sjá meira
Jürgen Klopp, þjálfari Englandsmeistara Liverpool, var valinn þjálfari ársina á Englandi í gær eins og Vísir greindi frá. Þjálfarar allra liða í Englandi, sem eru í deildarkeppni þar að segja, hafa kosningarétt og hafa úrslitin oftar en ekki komið á óvart. Til að mynda vann Chris Wilder - þjálfari Sheffield United - þau á síðustu leiktíð og var hann í öðru sæti í ár. Liverpool - sem voru einnig frábærir á síðasta tímabili - voru nær óstöðvandi framan af þessu tímabili og var það enginn annar en goðsögnin Sir Alex Ferguson, fyrrum þjálfari Manchester United og af mörgum talinn besti þjálfari allra tíma - sem tilkynnti Klopp það að hann hefði unnið verðlaunin. Raunar er það svo að verðlaunin sem Klopp fékk eru nefnd í höfuðið á Sir Alex. Það er ljóst að þeir tveir eiga ágætis skap saman en Klopp vakti víst Ferguson, sem er orðinn 78 ára gamall, um miðja nótt til að tilkynna honum að Liverpool væru orðnir Englandsmeistarar. „Sigurvegarinn er að sjálfsögðu Jurgen Klopp. Það er talað um Leeds United og þau 16 ár sem þeir voru í Championship (B-deildinni). Það eru 30 ár síðan Liverpool vann deildina og þeir áttu það fyllilega skilið. Frammistaðan hjá liðinu þínu var mögnuð, persónuleiki þinn skín í gegnum allt félagið og þetta var frábær frammistaða.“ „Ég fyrirgef þér fyrir að vekja mig klukkan hálf fjögur um nóttina til að segja mér að þú hafir unnið deildina, takk fyrir. En þú áttir þetta skilið, til hamingju,“ sagði Sir Alex Ferguson að lokum. I ll forgive you for waking me up at half three in the morning to tell that you d won the League Just Alex Ferguson announcing Jürgen Klopp as the LMA Manager of the Year pic.twitter.com/9OdMwMoO73— The Anfield Wrap (@TheAnfieldWrap) July 27, 2020 „Ég er mjög ánægður að vinna hinn magnaða Sir Alex Ferguson-bikar, verðlaun sem eru nefnd í höfuðið á manninum sem ég ber svo mikla virðingu fyrir. Ég veit það er ekki viðeigandi að segja þetta sem þjálfari Liverpool en ég ber gífurlega virðingu fyrir honum. Hann var fyrsti breski þjálfarinn sem ég hitti, það er langt síðan og ég veit ekki hvort hann muni eftir því en ég mun aldrei gleyma því fyrir mér var þetta eins og að hitta páfann,“ sagði Klopp er hann tók við verðlaununum. „Það er sérstakt að vinna þessi verðlaun því það erum við þjálfararnir sem kjósum hver á þau skilið.“ „Ég er hér út af þjálfarateymi mínu. Ég er allt í lagi þjálfari en það er teymið mitt sem er sérstakt og ég elska að vinna með þeim,“ sagði Klopp að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp, Bielsa og Emma best Jurgen Klopp, Emma Hayes og Marcelo Bielsa voru verðlaunuð af þjálfarafélaginu á Englandi er nýyfirstaðin leiktíð var gerð upp í kvöld. 27. júlí 2020 19:04 Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Sjá meira
Klopp, Bielsa og Emma best Jurgen Klopp, Emma Hayes og Marcelo Bielsa voru verðlaunuð af þjálfarafélaginu á Englandi er nýyfirstaðin leiktíð var gerð upp í kvöld. 27. júlí 2020 19:04