Hermann í liði leikmanna sem voru of góðir fyrir B-deildina en ekki nægilega góðir fyrir úrvalsdeildina Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. júlí 2020 14:18 Hermann í leik gegn Chelsea í desember 2009. Julian Finney/Getty Images Hermann Hreiðarsson, fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður í fótbolta, og núverandi þjálfari Þróttar Vogum í 2. deild á Íslandi lék á sínum tíma 332 leiki í ensku úrvalsdeildinni. Þar lék hann með Crystal Palace, Wimbledon, Ipswich Town, Charlton Athletic og Portsmouth. Féll Hermann með öllum fimm liðunum á einhverjum tímapunkti. Hermann hefur nú verið valinn í einkar áhugavert lið í hlaðvarpinu Football Cliches sem vefsíðan The Athletic heldur úti. Hermann er meðal þeirra leikmanna sem voru taldir alltof góðir fyrir ensku B-deildina en hins vegar ekki nægilega góðir fyrir ensku úrvalsdeildina. "They are mediocre in the nicest sense of the word."Brought to you by @FootballCliches, @NickMiller79 and @D_C_W... an XI of players who are too good for the Championship, but not good enough for the Premier League.LISTEN NOW — The Athletic UK (@TheAthleticUK) July 26, 2020 Í markinu er Darren Randolph en hann hefur aðeins spilað 31 leik í úrvalsdeildinni. Einn var með Charlton Athletic þegar Hermann var þar. Hinir komu með West Ham United frá 2015 til 2017 og svo núna á leiktíðinni sem lauk í gær. Flestir leikir Randolph hafa hins vegar verið í ensku B-deildinni og þá á hann 42 A-landsleiki fyrir Írland. Aðrir markmenn sem komu til greina voru Scott Carson og Lee Grant. Hermann er í hjarta varnarinnar ásamt Sebastien Bassong sem lék á sínum tíma 177 leiki í efstu deild með Newcastle United, Tottenham Hotspur, Wolves og Norwich City. Féll hann með bæði Newcastle og Norwich. Bassong í baráttunni við Wayne Rooney.Mike Hewitt/Getty Images Í bakvörðunum eru Ahmed El Mohamady og Chris Gunter. El Mohamady er leikmaður Aston Villa í dag en liðið bjargaði sér frá falli í gær. Hann hefur einnig leikið með Sunderland og Hull City. El Mohamady hefur hins vegar aðeins fallið einu sinni, með Hull árið 2017. Hann hefur þó verið í fallbaráttu nær allan sinn úrvalsdeildarferil. Chris Gunter á aðeins 25 leiki í úrvalsdeildinni. Hann lék fimm leiki með Tottenham frá 2007-2009. Það var svo 2012 til 2013 sem hann lék 20 leiki með Reading en liðið féll með aðeins 28 stig. Á miðjunni eru svo Tom Ince, Glenn Whelan og Anthony Knockaert. Ince á 48 leiki í deildinni með Huddersfield Town, Hull City og Crystal Palace. Glenn Whelan er djúpur á miðjunni en hann lék með Stoke Cit frá 2008 til 2018. Annar djúpur miðjumaður sem kom til greina var Nigel Quashie sem ákvað að klára feril sinn með ÍR og BÍ/Bolungarvík. Anthony Knockaert er skemmtilega lunkinn leikmaður sem hefur átt nokkur frábær liði í B-deildinni en aldrei fylgt því eftir í úrvalsdeildinni. Knockaert á alls 72 leiki í úrvalsdeildinni með Brighton & Hove Albion og Leicester City. Hann leikur í dag með Fulham í B-deildinni sem gæti enn komist upp í úrvalsdeildina en liðið mætir Cardiff City í umspili um sæti í ensku úrvalsdeildinni klukkan 18:45 í kvöld. Verður leikurinn í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Frammi eru svo Matej Vydra, Robert Earnshaw og Charlie Austin. Vydra er sem stendur í Burnley en 19 af 56 leikjum hans í deildinni hafa komið sem samherji Jóhanns Bergs Guðmundssonar. Hinir 37 hafa komið með West Bromwich Albion og Watford. Vydra og David McGoldrick, sem er leikmaður sem gæti vel verið í liðinu.EPA-EFE/Peter Powell Robert Earnshaw lék alls 65 leiki með West Brom og Derby County. Af þeim 166 deildarmörkum sem hann skoraði á Englandi komu aðeins 13 í úrvalsdeildinni. Austin gerði garðinn frægan með Queens Park Rangers áður en hann færði sig um set til Southampton. Í 106 leikjum í úrvalsdeildinni skoraði hann 34 mörk, ekki amalegt en 18 af þessum 34 mörkum komu á einu og sama tímabilinu með Q.P.R. Að lokum var Neil Warnock, fyrrum þjálfari Arons Einars Gunnarssonar hjá Cardiff City, gerður að þjálfara liðsins. Aron Einar og Neil Warnock eftir að Cardiff féll úr deildinni.Nick Potts/Getty Images Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Sjá meira
Hermann Hreiðarsson, fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður í fótbolta, og núverandi þjálfari Þróttar Vogum í 2. deild á Íslandi lék á sínum tíma 332 leiki í ensku úrvalsdeildinni. Þar lék hann með Crystal Palace, Wimbledon, Ipswich Town, Charlton Athletic og Portsmouth. Féll Hermann með öllum fimm liðunum á einhverjum tímapunkti. Hermann hefur nú verið valinn í einkar áhugavert lið í hlaðvarpinu Football Cliches sem vefsíðan The Athletic heldur úti. Hermann er meðal þeirra leikmanna sem voru taldir alltof góðir fyrir ensku B-deildina en hins vegar ekki nægilega góðir fyrir ensku úrvalsdeildina. "They are mediocre in the nicest sense of the word."Brought to you by @FootballCliches, @NickMiller79 and @D_C_W... an XI of players who are too good for the Championship, but not good enough for the Premier League.LISTEN NOW — The Athletic UK (@TheAthleticUK) July 26, 2020 Í markinu er Darren Randolph en hann hefur aðeins spilað 31 leik í úrvalsdeildinni. Einn var með Charlton Athletic þegar Hermann var þar. Hinir komu með West Ham United frá 2015 til 2017 og svo núna á leiktíðinni sem lauk í gær. Flestir leikir Randolph hafa hins vegar verið í ensku B-deildinni og þá á hann 42 A-landsleiki fyrir Írland. Aðrir markmenn sem komu til greina voru Scott Carson og Lee Grant. Hermann er í hjarta varnarinnar ásamt Sebastien Bassong sem lék á sínum tíma 177 leiki í efstu deild með Newcastle United, Tottenham Hotspur, Wolves og Norwich City. Féll hann með bæði Newcastle og Norwich. Bassong í baráttunni við Wayne Rooney.Mike Hewitt/Getty Images Í bakvörðunum eru Ahmed El Mohamady og Chris Gunter. El Mohamady er leikmaður Aston Villa í dag en liðið bjargaði sér frá falli í gær. Hann hefur einnig leikið með Sunderland og Hull City. El Mohamady hefur hins vegar aðeins fallið einu sinni, með Hull árið 2017. Hann hefur þó verið í fallbaráttu nær allan sinn úrvalsdeildarferil. Chris Gunter á aðeins 25 leiki í úrvalsdeildinni. Hann lék fimm leiki með Tottenham frá 2007-2009. Það var svo 2012 til 2013 sem hann lék 20 leiki með Reading en liðið féll með aðeins 28 stig. Á miðjunni eru svo Tom Ince, Glenn Whelan og Anthony Knockaert. Ince á 48 leiki í deildinni með Huddersfield Town, Hull City og Crystal Palace. Glenn Whelan er djúpur á miðjunni en hann lék með Stoke Cit frá 2008 til 2018. Annar djúpur miðjumaður sem kom til greina var Nigel Quashie sem ákvað að klára feril sinn með ÍR og BÍ/Bolungarvík. Anthony Knockaert er skemmtilega lunkinn leikmaður sem hefur átt nokkur frábær liði í B-deildinni en aldrei fylgt því eftir í úrvalsdeildinni. Knockaert á alls 72 leiki í úrvalsdeildinni með Brighton & Hove Albion og Leicester City. Hann leikur í dag með Fulham í B-deildinni sem gæti enn komist upp í úrvalsdeildina en liðið mætir Cardiff City í umspili um sæti í ensku úrvalsdeildinni klukkan 18:45 í kvöld. Verður leikurinn í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Frammi eru svo Matej Vydra, Robert Earnshaw og Charlie Austin. Vydra er sem stendur í Burnley en 19 af 56 leikjum hans í deildinni hafa komið sem samherji Jóhanns Bergs Guðmundssonar. Hinir 37 hafa komið með West Bromwich Albion og Watford. Vydra og David McGoldrick, sem er leikmaður sem gæti vel verið í liðinu.EPA-EFE/Peter Powell Robert Earnshaw lék alls 65 leiki með West Brom og Derby County. Af þeim 166 deildarmörkum sem hann skoraði á Englandi komu aðeins 13 í úrvalsdeildinni. Austin gerði garðinn frægan með Queens Park Rangers áður en hann færði sig um set til Southampton. Í 106 leikjum í úrvalsdeildinni skoraði hann 34 mörk, ekki amalegt en 18 af þessum 34 mörkum komu á einu og sama tímabilinu með Q.P.R. Að lokum var Neil Warnock, fyrrum þjálfari Arons Einars Gunnarssonar hjá Cardiff City, gerður að þjálfara liðsins. Aron Einar og Neil Warnock eftir að Cardiff féll úr deildinni.Nick Potts/Getty Images
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn