Kominn með 23 mörk | Ronaldo síðastur til að ná þeim áfanga Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. júlí 2020 13:30 Lukaku fagnar öðru marka sinna gegn Genoa um helgina. EPA-EFE/LUCA ZENNARO Belgíski framherjinn Romelu Lukaku er búinn að skora 23 mörk fyrir Inter Milan í ítölsku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Er hann fyrsti nýliði félagsins sem nær þeim áfanga síðan Ronaldo gerði það árið 1997. Belginn gekk í raðir ítalska úrvalsdeildarfélagsins Inter Milan undir lok félagaskiptagluggans síðasta sumar. Belginn hafði fengið leið á lífinu í Manchester þar sem hann lék með Man United og vildi færa sig um set. Það gekk eftir og þrátt fyrir mikla gagnrýni hefur markaskorun Lukaku eflaust verið framar vonum. Hann er búinn að skora 23 mörk fyrir lið Antonio Conte en fara þarf aftur til síðustu aldar til að finna leikmann sem skoraði jafn mikið á sinni fyrstu leiktíð hjá Inter. Sá leikmaður er enginn annar en hinn brasilíski Ronaldo eða Ronaldo Luís Nazário de Lima eins og hann heitir fullu nafni. Var hann á þeim tíma dýrasti leikmaður í heimi. Ronaldo átti mjög gott tímabil með liðinu en líkt og Lukaku þurfti hann að sætta sig við annað sæti deildarinnar á eftir Juventus. Því miður fyrir bæði Inter og Ronaldo þá meiddist hann illa á hné en áður en það gerðist var hann besti leikmaður í heimi. Romelu Lukaku is the first player to score 23 Serie A goals in their first Inter season since Ronaldo pic.twitter.com/3rXegHKoHs— B/R Football (@brfootball) July 25, 2020 Áfanganum náði Lukaku um helgina er Inter lagði Genoa af velli 3-0. Lukaku skoraði tvívegis í leiknum en þriðja markið gerði Alexis Sanchez. Deildinni í ár er reyndar ekki lokið og Inter gæti endað í 4. sæti þar sem bæði Atalanta og Lazio eru aðeins stigi á eftir Lukaku og félögum. Lukaku er sem stendur í þriðja sæti yfir markahæstu menn deildarinnar en þeir gullskórinn virðist ætla að enda hjá Ciro Immobile, framherja Lazio. Hefur hann skorað 34 mörk á tímabilinu á meðan Portúgalinn Cristiano Ronaldo er með 31 mark. Ítalski boltinn Tengdar fréttir Fyrrum Man Utd menn á skotskónum í sigri Inter Inter Milan vann 3-0 sigur á Genoa í ítölsku Serie-A deildinni í kvöld. 25. júlí 2020 19:20 Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Fleiri fréttir Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins Sjá meira
Belgíski framherjinn Romelu Lukaku er búinn að skora 23 mörk fyrir Inter Milan í ítölsku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Er hann fyrsti nýliði félagsins sem nær þeim áfanga síðan Ronaldo gerði það árið 1997. Belginn gekk í raðir ítalska úrvalsdeildarfélagsins Inter Milan undir lok félagaskiptagluggans síðasta sumar. Belginn hafði fengið leið á lífinu í Manchester þar sem hann lék með Man United og vildi færa sig um set. Það gekk eftir og þrátt fyrir mikla gagnrýni hefur markaskorun Lukaku eflaust verið framar vonum. Hann er búinn að skora 23 mörk fyrir lið Antonio Conte en fara þarf aftur til síðustu aldar til að finna leikmann sem skoraði jafn mikið á sinni fyrstu leiktíð hjá Inter. Sá leikmaður er enginn annar en hinn brasilíski Ronaldo eða Ronaldo Luís Nazário de Lima eins og hann heitir fullu nafni. Var hann á þeim tíma dýrasti leikmaður í heimi. Ronaldo átti mjög gott tímabil með liðinu en líkt og Lukaku þurfti hann að sætta sig við annað sæti deildarinnar á eftir Juventus. Því miður fyrir bæði Inter og Ronaldo þá meiddist hann illa á hné en áður en það gerðist var hann besti leikmaður í heimi. Romelu Lukaku is the first player to score 23 Serie A goals in their first Inter season since Ronaldo pic.twitter.com/3rXegHKoHs— B/R Football (@brfootball) July 25, 2020 Áfanganum náði Lukaku um helgina er Inter lagði Genoa af velli 3-0. Lukaku skoraði tvívegis í leiknum en þriðja markið gerði Alexis Sanchez. Deildinni í ár er reyndar ekki lokið og Inter gæti endað í 4. sæti þar sem bæði Atalanta og Lazio eru aðeins stigi á eftir Lukaku og félögum. Lukaku er sem stendur í þriðja sæti yfir markahæstu menn deildarinnar en þeir gullskórinn virðist ætla að enda hjá Ciro Immobile, framherja Lazio. Hefur hann skorað 34 mörk á tímabilinu á meðan Portúgalinn Cristiano Ronaldo er með 31 mark.
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Fyrrum Man Utd menn á skotskónum í sigri Inter Inter Milan vann 3-0 sigur á Genoa í ítölsku Serie-A deildinni í kvöld. 25. júlí 2020 19:20 Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Fleiri fréttir Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins Sjá meira
Fyrrum Man Utd menn á skotskónum í sigri Inter Inter Milan vann 3-0 sigur á Genoa í ítölsku Serie-A deildinni í kvöld. 25. júlí 2020 19:20