Beygði af í viðtali eftir sigurinn á 3M Open: „Get ekki beðið eftir því að faðma son minn og konuna mína“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. júlí 2020 12:30 Það fór ekkert á milli mála hversu miklu sigurinn á 3M Open skipti Michael Thompson. getty/Nick Wosika Michael Thompson var tilfinningaríkur eftir að hann vann 3M Open mótið í Minnesota í golfi í gær. Hann tileinkaði fjölskyldu sinni sigurinn. „Ég er mjög leiður yfir því að konan og börnin séu ekki hér til að fagna með mér. Ég get ekki beðið eftir að hitta þau. Elskan, ég elska þig. Ég veit ekki hvað ég á að segja, þetta er svo spennandi,“ sagði Thompson og beygði af. „Afsakið mig ... ég spilaði svo vel í dag og trúði á sjálfan mig. Ég gæti ekki beðið um neitt meira.“ Thompson lék lokahringinn í gær á fjórum höggum undir pari. Samtals var bandaríski kylfingurinn á nítján höggum undir pari og var tveimur höggum á undan landa sínum, Adam Long. Thompson segir að sigurinn á 3M Open hafi gríðarlega mikla þýðingu fyrir sig. Hann hlakkar til að fagna sigrinum í faðmi fjölskyldunnar. „Þetta skiptir öllu máli. Ég get ekki beðið eftir faðma son minn og fagna með honum, fá okkur bollakökur eða eitthvað. Gráta og faðma konuna mína. Við höfum lagt svo hart að okkur og hún hefur staðið þétt við bakið á mér,“ sagði Thompson. „Þetta fær mig til að gráta aftur. Hún hætti aldrei að trúa á mig og það sem ég get. Og ég er svo þakklátur.“ Sigurinn á 3M Open var annar sigur Thompson á PGA-mótaröðinni. Hann hafði áður unnið The Honda Classic fyrir sjö árum. Klippa: Tileiknaði fjölskyldu sinni sigurinn Golf Tengdar fréttir Thompson stóð uppi sem sigurvegari á 3M Open Bandaríkjamaðurinn Michael Thompson sigraði 3M Open golfmótið á PGA-mótaröðinni en lokahringurinn fór fram í dag. 26. júlí 2020 23:00 Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Michael Thompson var tilfinningaríkur eftir að hann vann 3M Open mótið í Minnesota í golfi í gær. Hann tileinkaði fjölskyldu sinni sigurinn. „Ég er mjög leiður yfir því að konan og börnin séu ekki hér til að fagna með mér. Ég get ekki beðið eftir að hitta þau. Elskan, ég elska þig. Ég veit ekki hvað ég á að segja, þetta er svo spennandi,“ sagði Thompson og beygði af. „Afsakið mig ... ég spilaði svo vel í dag og trúði á sjálfan mig. Ég gæti ekki beðið um neitt meira.“ Thompson lék lokahringinn í gær á fjórum höggum undir pari. Samtals var bandaríski kylfingurinn á nítján höggum undir pari og var tveimur höggum á undan landa sínum, Adam Long. Thompson segir að sigurinn á 3M Open hafi gríðarlega mikla þýðingu fyrir sig. Hann hlakkar til að fagna sigrinum í faðmi fjölskyldunnar. „Þetta skiptir öllu máli. Ég get ekki beðið eftir faðma son minn og fagna með honum, fá okkur bollakökur eða eitthvað. Gráta og faðma konuna mína. Við höfum lagt svo hart að okkur og hún hefur staðið þétt við bakið á mér,“ sagði Thompson. „Þetta fær mig til að gráta aftur. Hún hætti aldrei að trúa á mig og það sem ég get. Og ég er svo þakklátur.“ Sigurinn á 3M Open var annar sigur Thompson á PGA-mótaröðinni. Hann hafði áður unnið The Honda Classic fyrir sjö árum. Klippa: Tileiknaði fjölskyldu sinni sigurinn
Golf Tengdar fréttir Thompson stóð uppi sem sigurvegari á 3M Open Bandaríkjamaðurinn Michael Thompson sigraði 3M Open golfmótið á PGA-mótaröðinni en lokahringurinn fór fram í dag. 26. júlí 2020 23:00 Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Thompson stóð uppi sem sigurvegari á 3M Open Bandaríkjamaðurinn Michael Thompson sigraði 3M Open golfmótið á PGA-mótaröðinni en lokahringurinn fór fram í dag. 26. júlí 2020 23:00