Segir félagslega vandann orðinn meira áberandi hjá fólki með fíknivanda Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. júlí 2020 09:57 Einar Hermannsson nýr formaður SÁÁ. Vísir/Vilhelm Nýkjörinn formaður SÁÁ segir félagslegan vanda hafa aukist gríðarlega hjá fólki með fíknivanda á undanförnum árum. Vandinn sé bæði fólginn í heilbrigði og félagslegum vanda og eigi það sérstaklega við um börn og ungmenni sem glími við vímuefnavanda. „Núna er þróunin svo hröð, það eru alls konar efni í gangi, hvort sem það eru lögleg vímuefni eða ólögleg. Ég held að það komi krakkar og ungt fólk í meðferð í dag sem hafa varla smakkað bjór. Þau eru bara í einhverjum öðrum efnum sem eru miklu sterkari og hafa miklu verri áhrif á styttri tíma,“ segir Einar Hermannsson, nýr formaður SÁÁ en hann ræddi áfengismenningu í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir vandann margþættan, og þá sérstaklega hjá ungu fólki. Það sé orðið félagslega einangrað og miklu veikara en hafi áður sést. „Þetta svokallaða „læknadóp“ sem flæðir um allt og virðist vera auðvelt að flytja inn og nálgast yfir höfuð, það er mjög slæm þróun og þessir krakkar sem ánetjast því, þau verða svo veik svo hratt.“ „Ég hef töluverðar áhyggjur af þessu „læknadópi“ því þegar þú ert farinn að misnota þetta þá finnst mér, horfandi upp á þessa ungu krakka, þau verða bara svo fljótt veik og þau verða svo mikið veik. Hvað tekur við eftir meðferð? Að sögn Einars verður félagslegi þátturinn stöðugt stærri og segir hann þann þátt orðinn meira vandamál. „Það er eitt að verða edrú en hvað tekur svo við? Þessir krakkar sem eru í ákveðnum hópi sem er í neyslu hafa kannski ekkert að fara, krakkar sem hafa kannski verið í grasneyslu þau hafa bara einangrað sig.“ „Eftir þessa tíu daga sem er þá afeitrunin og hugsanlega þrjátíu daga sem fara í eftirmeðferðina, mér finnst úrræði til að taka við þessum einstaklingum þannig að þau fari ekki bara aftur í sömu aðstæðurnar sem er oft og tíðum bara auðveldast fyrir þau, því það er ekkert annað sem bíður þeirra,“ segir Einar. Hann segir ungmenni frekar ánetjast fíkniefnum en áfengi. Áfengi sé þó enn mikið vandamál og segir hann nýlegar rannsóknir benda til þess að samfélagsmiðlar hafi á tímum Covid meðal annars aukið sýnileika áfengis. „Samfélagsmiðlar juku auglýsingar á Instagram, YouTube og öllu þessu um rúm 300 prósent. Markaðssetningin fór þá beint til þeirra sem eru heima.“ Hann segir það mjög erfitt þessa dagana að komast í meðferð. „Við erum reyndar að opna Vík á morgun sem er eftirmeðferðarstöðin okkar, hún er búin að vera lokuð núna út af sumarfríi. Núna um miðjan ágúst opnar göngudeildin. En við erum með fimm hundruð og eitthvað manns á biðlista, því miður. Það sem er líka slæmt er að við erum með 120 börn á biðlista sem eru að bíða eftir að komast til sálfræðings, sem hafa búið innan um alkóhólista.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Bítið Fíkn Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Einar Hermannsson er nýr formaður SÁÁ: „Starfsfólkinu líður mun betur núna en því leið í morgun“ Einar Hermannsson var nú rétt í þessu kjörinn formaður SÁÁ á fundi aðalstjórnar samtakanna í kvöld og hafði þar með betur gegn Þórarni Tyrfingssyni 30. júní 2020 22:14 Kaflaskil SÁÁ Afstaða, félag fanga, hefur nokkurn áhuga á aðalfundi SÁÁ á morgun, þriðjudaginn 30. júní 2020, og stjórnarkosningum sem fara fram á fundinum. 29. júní 2020 21:21 57 starfsmenn SÁÁ vilja ekki Þórarin aftur og lýsa yfir stuðningi við Einar 57 starfsmenn meðferðarsviðs SÁÁ hafa sent fjölmiðlum yfirlýsingu þar sem þeir lýsa yfir stuðningi við Einar Hermansson í formannskjöri SÁÁ sem haldið verður 30. júní. 22. júní 2020 08:45 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fleiri fréttir Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Sjá meira
Nýkjörinn formaður SÁÁ segir félagslegan vanda hafa aukist gríðarlega hjá fólki með fíknivanda á undanförnum árum. Vandinn sé bæði fólginn í heilbrigði og félagslegum vanda og eigi það sérstaklega við um börn og ungmenni sem glími við vímuefnavanda. „Núna er þróunin svo hröð, það eru alls konar efni í gangi, hvort sem það eru lögleg vímuefni eða ólögleg. Ég held að það komi krakkar og ungt fólk í meðferð í dag sem hafa varla smakkað bjór. Þau eru bara í einhverjum öðrum efnum sem eru miklu sterkari og hafa miklu verri áhrif á styttri tíma,“ segir Einar Hermannsson, nýr formaður SÁÁ en hann ræddi áfengismenningu í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir vandann margþættan, og þá sérstaklega hjá ungu fólki. Það sé orðið félagslega einangrað og miklu veikara en hafi áður sést. „Þetta svokallaða „læknadóp“ sem flæðir um allt og virðist vera auðvelt að flytja inn og nálgast yfir höfuð, það er mjög slæm þróun og þessir krakkar sem ánetjast því, þau verða svo veik svo hratt.“ „Ég hef töluverðar áhyggjur af þessu „læknadópi“ því þegar þú ert farinn að misnota þetta þá finnst mér, horfandi upp á þessa ungu krakka, þau verða bara svo fljótt veik og þau verða svo mikið veik. Hvað tekur við eftir meðferð? Að sögn Einars verður félagslegi þátturinn stöðugt stærri og segir hann þann þátt orðinn meira vandamál. „Það er eitt að verða edrú en hvað tekur svo við? Þessir krakkar sem eru í ákveðnum hópi sem er í neyslu hafa kannski ekkert að fara, krakkar sem hafa kannski verið í grasneyslu þau hafa bara einangrað sig.“ „Eftir þessa tíu daga sem er þá afeitrunin og hugsanlega þrjátíu daga sem fara í eftirmeðferðina, mér finnst úrræði til að taka við þessum einstaklingum þannig að þau fari ekki bara aftur í sömu aðstæðurnar sem er oft og tíðum bara auðveldast fyrir þau, því það er ekkert annað sem bíður þeirra,“ segir Einar. Hann segir ungmenni frekar ánetjast fíkniefnum en áfengi. Áfengi sé þó enn mikið vandamál og segir hann nýlegar rannsóknir benda til þess að samfélagsmiðlar hafi á tímum Covid meðal annars aukið sýnileika áfengis. „Samfélagsmiðlar juku auglýsingar á Instagram, YouTube og öllu þessu um rúm 300 prósent. Markaðssetningin fór þá beint til þeirra sem eru heima.“ Hann segir það mjög erfitt þessa dagana að komast í meðferð. „Við erum reyndar að opna Vík á morgun sem er eftirmeðferðarstöðin okkar, hún er búin að vera lokuð núna út af sumarfríi. Núna um miðjan ágúst opnar göngudeildin. En við erum með fimm hundruð og eitthvað manns á biðlista, því miður. Það sem er líka slæmt er að við erum með 120 börn á biðlista sem eru að bíða eftir að komast til sálfræðings, sem hafa búið innan um alkóhólista.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Bítið Fíkn Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Einar Hermannsson er nýr formaður SÁÁ: „Starfsfólkinu líður mun betur núna en því leið í morgun“ Einar Hermannsson var nú rétt í þessu kjörinn formaður SÁÁ á fundi aðalstjórnar samtakanna í kvöld og hafði þar með betur gegn Þórarni Tyrfingssyni 30. júní 2020 22:14 Kaflaskil SÁÁ Afstaða, félag fanga, hefur nokkurn áhuga á aðalfundi SÁÁ á morgun, þriðjudaginn 30. júní 2020, og stjórnarkosningum sem fara fram á fundinum. 29. júní 2020 21:21 57 starfsmenn SÁÁ vilja ekki Þórarin aftur og lýsa yfir stuðningi við Einar 57 starfsmenn meðferðarsviðs SÁÁ hafa sent fjölmiðlum yfirlýsingu þar sem þeir lýsa yfir stuðningi við Einar Hermansson í formannskjöri SÁÁ sem haldið verður 30. júní. 22. júní 2020 08:45 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fleiri fréttir Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Sjá meira
Einar Hermannsson er nýr formaður SÁÁ: „Starfsfólkinu líður mun betur núna en því leið í morgun“ Einar Hermannsson var nú rétt í þessu kjörinn formaður SÁÁ á fundi aðalstjórnar samtakanna í kvöld og hafði þar með betur gegn Þórarni Tyrfingssyni 30. júní 2020 22:14
Kaflaskil SÁÁ Afstaða, félag fanga, hefur nokkurn áhuga á aðalfundi SÁÁ á morgun, þriðjudaginn 30. júní 2020, og stjórnarkosningum sem fara fram á fundinum. 29. júní 2020 21:21
57 starfsmenn SÁÁ vilja ekki Þórarin aftur og lýsa yfir stuðningi við Einar 57 starfsmenn meðferðarsviðs SÁÁ hafa sent fjölmiðlum yfirlýsingu þar sem þeir lýsa yfir stuðningi við Einar Hermansson í formannskjöri SÁÁ sem haldið verður 30. júní. 22. júní 2020 08:45