Vardy elstur meðal jafningja Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. júlí 2020 07:30 Vardy með gullskóinn. Hann er elsti leikmaður í sögu úrvalsdeildarinnar sem hlýtur þau verðlaun. Vísir/Getty Images Jamie Vardy tókst ekki að koma í veg fyrir 0-2 tap Leicester City gegn Manchester United í gær þegar lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar fór fram. Tapið þýddi að Leicester endaði í 5. sæti deildarinnar eftir að hafa verið í öðru til þriðja sæti nær allt tímabilið. Hinn 33 ára gamli Vardy er samt sem áður markahæsti leikmaður deildarinnar á þessu tímabili. Er þetta í fyrsta skipti sem hann nær þeim áfanga en hann er að sama skapi elsti leikmaðurinn til að vinna þau verðlaun frá því að úrvalsdeildin var stofnuð. Eight years ago Jamie Vardy was playing in non-league.He's just become the oldest player to win the Premier League Golden Boot after finishing the season with 23 goals https://t.co/BPq2HBFThi pic.twitter.com/vDnvMRezKA— BBC Sport (@BBCSport) July 26, 2020 Vardy skoraði 23 mörk á tímabilinu. Pierre Emerick-Aubameyang virtist ætla að koma sér í baráttuna um gullskóinn er hann skoraði tvö mörk í 3-2 sigri Arsenal á Watford. Aubameyang endaði tímabilið með 22 mörk og hlaut því silfurskórinn. Danny Ings kom svo öllum á óvart og tryggði sér bronsskóinn en hann skoraði einnig 22 mörk. Hann spilaði hins vegar fleiri leiki en Aubameyang. Vardy er eins og áður sagði elsti leikmaðurinn til að hljóta verðlaunin en metið var í eigu Didier Drogba - fyrrum leikmanns Chelsea - sem vann þau fyrir áratug síðan, þá 32 ára að aldri. Kevin De Bruyne - miðvallarleikmaður Manchester City - var stoðsendingahæsti leikmaður deildarinnar en hann lagði upp 20 mörk. Jafnaði hann þar með met Thierry Henry - fyrrum leikmanns Arsenal - frá tímabilinu 2002-2003. Þá hlaut Ederson - markvörður Man City - gullhanskann en þann titil fær sá markvörður sem heldur oftast hreinu í deildinni. Alls spilaði Ederson 16 leiki í deildinni án þess að fá á sig mark. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir United kom sér í Meistaradeild Evrópu Manchester United leikur í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð eftir að liðið vann Leicester 2-0 í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. 26. júlí 2020 16:55 Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira
Jamie Vardy tókst ekki að koma í veg fyrir 0-2 tap Leicester City gegn Manchester United í gær þegar lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar fór fram. Tapið þýddi að Leicester endaði í 5. sæti deildarinnar eftir að hafa verið í öðru til þriðja sæti nær allt tímabilið. Hinn 33 ára gamli Vardy er samt sem áður markahæsti leikmaður deildarinnar á þessu tímabili. Er þetta í fyrsta skipti sem hann nær þeim áfanga en hann er að sama skapi elsti leikmaðurinn til að vinna þau verðlaun frá því að úrvalsdeildin var stofnuð. Eight years ago Jamie Vardy was playing in non-league.He's just become the oldest player to win the Premier League Golden Boot after finishing the season with 23 goals https://t.co/BPq2HBFThi pic.twitter.com/vDnvMRezKA— BBC Sport (@BBCSport) July 26, 2020 Vardy skoraði 23 mörk á tímabilinu. Pierre Emerick-Aubameyang virtist ætla að koma sér í baráttuna um gullskóinn er hann skoraði tvö mörk í 3-2 sigri Arsenal á Watford. Aubameyang endaði tímabilið með 22 mörk og hlaut því silfurskórinn. Danny Ings kom svo öllum á óvart og tryggði sér bronsskóinn en hann skoraði einnig 22 mörk. Hann spilaði hins vegar fleiri leiki en Aubameyang. Vardy er eins og áður sagði elsti leikmaðurinn til að hljóta verðlaunin en metið var í eigu Didier Drogba - fyrrum leikmanns Chelsea - sem vann þau fyrir áratug síðan, þá 32 ára að aldri. Kevin De Bruyne - miðvallarleikmaður Manchester City - var stoðsendingahæsti leikmaður deildarinnar en hann lagði upp 20 mörk. Jafnaði hann þar með met Thierry Henry - fyrrum leikmanns Arsenal - frá tímabilinu 2002-2003. Þá hlaut Ederson - markvörður Man City - gullhanskann en þann titil fær sá markvörður sem heldur oftast hreinu í deildinni. Alls spilaði Ederson 16 leiki í deildinni án þess að fá á sig mark.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir United kom sér í Meistaradeild Evrópu Manchester United leikur í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð eftir að liðið vann Leicester 2-0 í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. 26. júlí 2020 16:55 Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira
United kom sér í Meistaradeild Evrópu Manchester United leikur í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð eftir að liðið vann Leicester 2-0 í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. 26. júlí 2020 16:55