Leið eins og það væri stríðsástand og flúði til Íslands Eiður Þór Árnason skrifar 14. mars 2020 22:48 Ingibjörg Sólrún var stödd í Varsjá þegar fréttir bárust af því að pólska ríkisstjórnin hygðist að loka landamærunum með stuttum fyrirvara. Vísir/Andri Marinó Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, framkvæmdastjóra Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE, leist ekki á blikuna þegar útlit var fyrir að hún yrði föst í Póllandi. Ingibjörg, sem er fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, var skipuð framkvæmdarstjóri stofnunarinnar um mitt ár 2017 og hefur síðan þá haft aðsetur í höfuðborginni Varsjá. Ákvörðun Dana jók pressuna Þar var hún stödd heima hjá sér í gærkvöldi þegar fréttir bárust af því að pólska ríkisstjórnin hygðist að loka landamærunum með stuttum fyrirvara til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Ekki bætti úr skák þegar yfirlýsing barst um það frá dönskum stjórnvöldum að Danmörku yrði sömuleiðis lokað fyrir erlendum ríkisborgurum. „Ég var sem sagt í þann mund að verða innlyksa í Póllandi og engin leið að vita hversu lengi það myndi vara,“ segir Ingibjörg í færslu á Facebook þar sem hún greinir frá reynslu sinni. Upphófst kapphlaup við tímann þar sem Ingibjörg þurfti að hafa snör handtök og leitaði hún að undankomuleið ásamt tveimur öðrum Íslendingum sem starfa hjá Lýðræðis- og mannréttindastofnuninni. Leið eins og það væri stríðsástand „Ég henti úr ísskápnum, pakkaði niður því nauðsynlegasta og lagði í hann. Mér leið eins og það væri stríðsástand.“ Með naumindum náðu þær að bóka sig í flug til Kaupmannahafnar klukkan sex í morgun og síðan í annað flug áfram til Íslands tveimur tímum síðar. Þar mátti ekki miklu muna þar sem dönsku landamærunum var lokað á hádegi í dag og lögðust þar með nær allar flugsamgöngur niður. Innan við sólarhring eftir að hún frétti fyrst af fyrirhuguðum samgöngutakmörkunum pólskra stjórnvalda var Ingibjörg hólpin og komin á heimaslóðir. „Nú er ég komin heim, nýt þess að anda að mér fersku Vesturbæjarloftinu og vona að þetta ástand vari ekki lengi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pólland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Segir erfitt að koma sér yfir landamæri Póllands Pólsk stjórnvöld hafa stoppað flug til og frá landinu og almenningssamgöngur í borgum og bæjum eru að leggjast af að mestu leyti. Landamærum Póllands verður lokað á morgun 14. mars 2020 19:30 Ráðleggja Íslendingum í Póllandi að aka til Þýskalands Utanríkisráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu til þeirra Íslendinga sem eru í Póllandi og vilja komast frá landinu. 14. mars 2020 16:51 Pólverjar loka landamærum sínum Yfirvöld í Póllandi hafa ákveðið að meina öllum erlendum farþegum aðgang að landinu næstu tíu daga frá og með næstkomandi sunnudegi. 13. mars 2020 19:29 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira
Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, framkvæmdastjóra Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE, leist ekki á blikuna þegar útlit var fyrir að hún yrði föst í Póllandi. Ingibjörg, sem er fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, var skipuð framkvæmdarstjóri stofnunarinnar um mitt ár 2017 og hefur síðan þá haft aðsetur í höfuðborginni Varsjá. Ákvörðun Dana jók pressuna Þar var hún stödd heima hjá sér í gærkvöldi þegar fréttir bárust af því að pólska ríkisstjórnin hygðist að loka landamærunum með stuttum fyrirvara til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Ekki bætti úr skák þegar yfirlýsing barst um það frá dönskum stjórnvöldum að Danmörku yrði sömuleiðis lokað fyrir erlendum ríkisborgurum. „Ég var sem sagt í þann mund að verða innlyksa í Póllandi og engin leið að vita hversu lengi það myndi vara,“ segir Ingibjörg í færslu á Facebook þar sem hún greinir frá reynslu sinni. Upphófst kapphlaup við tímann þar sem Ingibjörg þurfti að hafa snör handtök og leitaði hún að undankomuleið ásamt tveimur öðrum Íslendingum sem starfa hjá Lýðræðis- og mannréttindastofnuninni. Leið eins og það væri stríðsástand „Ég henti úr ísskápnum, pakkaði niður því nauðsynlegasta og lagði í hann. Mér leið eins og það væri stríðsástand.“ Með naumindum náðu þær að bóka sig í flug til Kaupmannahafnar klukkan sex í morgun og síðan í annað flug áfram til Íslands tveimur tímum síðar. Þar mátti ekki miklu muna þar sem dönsku landamærunum var lokað á hádegi í dag og lögðust þar með nær allar flugsamgöngur niður. Innan við sólarhring eftir að hún frétti fyrst af fyrirhuguðum samgöngutakmörkunum pólskra stjórnvalda var Ingibjörg hólpin og komin á heimaslóðir. „Nú er ég komin heim, nýt þess að anda að mér fersku Vesturbæjarloftinu og vona að þetta ástand vari ekki lengi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pólland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Segir erfitt að koma sér yfir landamæri Póllands Pólsk stjórnvöld hafa stoppað flug til og frá landinu og almenningssamgöngur í borgum og bæjum eru að leggjast af að mestu leyti. Landamærum Póllands verður lokað á morgun 14. mars 2020 19:30 Ráðleggja Íslendingum í Póllandi að aka til Þýskalands Utanríkisráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu til þeirra Íslendinga sem eru í Póllandi og vilja komast frá landinu. 14. mars 2020 16:51 Pólverjar loka landamærum sínum Yfirvöld í Póllandi hafa ákveðið að meina öllum erlendum farþegum aðgang að landinu næstu tíu daga frá og með næstkomandi sunnudegi. 13. mars 2020 19:29 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira
Segir erfitt að koma sér yfir landamæri Póllands Pólsk stjórnvöld hafa stoppað flug til og frá landinu og almenningssamgöngur í borgum og bæjum eru að leggjast af að mestu leyti. Landamærum Póllands verður lokað á morgun 14. mars 2020 19:30
Ráðleggja Íslendingum í Póllandi að aka til Þýskalands Utanríkisráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu til þeirra Íslendinga sem eru í Póllandi og vilja komast frá landinu. 14. mars 2020 16:51
Pólverjar loka landamærum sínum Yfirvöld í Póllandi hafa ákveðið að meina öllum erlendum farþegum aðgang að landinu næstu tíu daga frá og með næstkomandi sunnudegi. 13. mars 2020 19:29