Atkvæðagreiðslu um kjarasamning lýkur og Icelandair kynnir uppgjör annars ársfjórðungs á morgun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. júlí 2020 10:52 Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, og Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Vísir/Vilhelm Atkvæðagreiðslu flugfreyja um nýjan kjarasamning lýkur klukkan 12 á hádegi á morgun. Uppgjör Icelandair fyrir annan ársfjórðung verður einnig birt á morgun en bráðabirgðarekstrarniðurstöður benda til þess að tekjur félagsins hafi lækkað um 85 prósent frá sama tímabili í fyrra. Rafræn atkvæðagreiðsla um kjarasamning Flugfreyjufélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hófst á miðvikudag, 22. júlí, og lýkur á morgun, mánudaginn 27. júlí, klukkan 12 á hádegi. Þeir sem mega greiða atkvæði um samninginn eru starfsmenn Icelandair sem greiða félagsgjöld til Flugfreyjufélagsins. Fljúga fimm tímum lengur fyrir sömu grunnlaun Icelandair og FFÍ undirrituðu nýjan kjarasamning aðfaranótt sunnudagsins 19. júlí en föstudaginn áður hafði Icelandair slitið viðræðum við félagið eftir að flugfreyjur kolfelldu fyrri samning í atkvæðagreiðslu í byrjun júlí. Þá hafði Icelandair sagt öllum flugfreyjum og flugþjónum félagsins upp á föstudag en voru þær dregnar til baka eftir að nýr kjarasamningur var undirritaður. Samkvæmt nýjum kjarasamningi þurfa flugfreyjur að fljúga fimm tímum meira á mánuði fyrir sömu grunnlaun. Kjarasamningurinn gildir til ársins 2025 en þar er búið að samþætta ákvæði flugmanna og flugfreyja um hversu lengi má fljúga á einni vakt. Samningurinn var kynntur félagsmönnum FFÍ á fundi á Hilton Nordica hótelinu síðastliðinn mánudag og lýstu margar flugfreyjur sem fréttastofa ræddi þá við yfir óánægju vegna samningsins. Flestar virtust þó sammála um það að það yrði að samþykkja samninginn til að halda FFÍ á lífi. Stefna á hlutafjárútboð í ágúst Uppgjör Icelandair fyrir annan ársfjórðung verður kynnt á morgun en EBIT félagsins, rekstrarafkoma þess fyrir fjármagnsliði og skatta, er samkvæmt bráðabirgðarekstrarniðurstöðum neikvætt um 100 til 110 milljónir Bandaríkjadala eða um 15 milljarðar íslenskra króna. Icelandair sendi Kauphöllinni bráðabirgðaútreikninga síðastliðinn miðvikudag en þar sagði að tekjur félagsins hafi numið um 60 milljónum dala á fjórðungnum eða um 8,3 milljörðum króna. Handbært fé og jafngildi þess hafi verið um 154 milljónir Bandaríkjadala við lok fjórðungsins, í kring um 21 milljarð króna. Icelandair stefnir jafnframt að því að bjóða út hlutafé félagsins í ágúst. Icelandair stefnir á að klára samninga við fimmtán lánadrottna, stjórnvöld og Boeing flugvélaframleiðandann fyrir lok mánaðar áður en farið verður í hlutafjárútboð. Icelandair Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Flugfreyjur byrjaðar að greiða atkvæði um kjarasamninginn Rafræn atkvæðagreiðsla um kjarasamning Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hófst klukkan 12 á hádegi. 22. júlí 2020 13:18 Tekjur Icelandair féllu um 85 prósent milli ára Bráðabirgðarekstrarniðurstöður Icelandair fyrir annan ársfjórðung benda til þess að tekjur félagsins hafi lækkað um 85 prósent frá sama tímabili í fyrra. 22. júlí 2020 09:30 Flugfreyjur kallaðar „æluþrífarar á háum hælum“ og „stífmálaðar frekjur“ Flosi Eiríksson rís upp til varnar flugfreyjum og fordæmir skítkast sem þær hafa mátt sæta á umliðnum vikum og dögum. 21. júlí 2020 14:49 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Atkvæðagreiðslu flugfreyja um nýjan kjarasamning lýkur klukkan 12 á hádegi á morgun. Uppgjör Icelandair fyrir annan ársfjórðung verður einnig birt á morgun en bráðabirgðarekstrarniðurstöður benda til þess að tekjur félagsins hafi lækkað um 85 prósent frá sama tímabili í fyrra. Rafræn atkvæðagreiðsla um kjarasamning Flugfreyjufélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hófst á miðvikudag, 22. júlí, og lýkur á morgun, mánudaginn 27. júlí, klukkan 12 á hádegi. Þeir sem mega greiða atkvæði um samninginn eru starfsmenn Icelandair sem greiða félagsgjöld til Flugfreyjufélagsins. Fljúga fimm tímum lengur fyrir sömu grunnlaun Icelandair og FFÍ undirrituðu nýjan kjarasamning aðfaranótt sunnudagsins 19. júlí en föstudaginn áður hafði Icelandair slitið viðræðum við félagið eftir að flugfreyjur kolfelldu fyrri samning í atkvæðagreiðslu í byrjun júlí. Þá hafði Icelandair sagt öllum flugfreyjum og flugþjónum félagsins upp á föstudag en voru þær dregnar til baka eftir að nýr kjarasamningur var undirritaður. Samkvæmt nýjum kjarasamningi þurfa flugfreyjur að fljúga fimm tímum meira á mánuði fyrir sömu grunnlaun. Kjarasamningurinn gildir til ársins 2025 en þar er búið að samþætta ákvæði flugmanna og flugfreyja um hversu lengi má fljúga á einni vakt. Samningurinn var kynntur félagsmönnum FFÍ á fundi á Hilton Nordica hótelinu síðastliðinn mánudag og lýstu margar flugfreyjur sem fréttastofa ræddi þá við yfir óánægju vegna samningsins. Flestar virtust þó sammála um það að það yrði að samþykkja samninginn til að halda FFÍ á lífi. Stefna á hlutafjárútboð í ágúst Uppgjör Icelandair fyrir annan ársfjórðung verður kynnt á morgun en EBIT félagsins, rekstrarafkoma þess fyrir fjármagnsliði og skatta, er samkvæmt bráðabirgðarekstrarniðurstöðum neikvætt um 100 til 110 milljónir Bandaríkjadala eða um 15 milljarðar íslenskra króna. Icelandair sendi Kauphöllinni bráðabirgðaútreikninga síðastliðinn miðvikudag en þar sagði að tekjur félagsins hafi numið um 60 milljónum dala á fjórðungnum eða um 8,3 milljörðum króna. Handbært fé og jafngildi þess hafi verið um 154 milljónir Bandaríkjadala við lok fjórðungsins, í kring um 21 milljarð króna. Icelandair stefnir jafnframt að því að bjóða út hlutafé félagsins í ágúst. Icelandair stefnir á að klára samninga við fimmtán lánadrottna, stjórnvöld og Boeing flugvélaframleiðandann fyrir lok mánaðar áður en farið verður í hlutafjárútboð.
Icelandair Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Flugfreyjur byrjaðar að greiða atkvæði um kjarasamninginn Rafræn atkvæðagreiðsla um kjarasamning Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hófst klukkan 12 á hádegi. 22. júlí 2020 13:18 Tekjur Icelandair féllu um 85 prósent milli ára Bráðabirgðarekstrarniðurstöður Icelandair fyrir annan ársfjórðung benda til þess að tekjur félagsins hafi lækkað um 85 prósent frá sama tímabili í fyrra. 22. júlí 2020 09:30 Flugfreyjur kallaðar „æluþrífarar á háum hælum“ og „stífmálaðar frekjur“ Flosi Eiríksson rís upp til varnar flugfreyjum og fordæmir skítkast sem þær hafa mátt sæta á umliðnum vikum og dögum. 21. júlí 2020 14:49 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Flugfreyjur byrjaðar að greiða atkvæði um kjarasamninginn Rafræn atkvæðagreiðsla um kjarasamning Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hófst klukkan 12 á hádegi. 22. júlí 2020 13:18
Tekjur Icelandair féllu um 85 prósent milli ára Bráðabirgðarekstrarniðurstöður Icelandair fyrir annan ársfjórðung benda til þess að tekjur félagsins hafi lækkað um 85 prósent frá sama tímabili í fyrra. 22. júlí 2020 09:30
Flugfreyjur kallaðar „æluþrífarar á háum hælum“ og „stífmálaðar frekjur“ Flosi Eiríksson rís upp til varnar flugfreyjum og fordæmir skítkast sem þær hafa mátt sæta á umliðnum vikum og dögum. 21. júlí 2020 14:49