Ríkisstjórnin mynduð um völd en ekki málefni og því verði kosningar að hausti Birgir Olgeirsson skrifar 24. júlí 2020 17:21 „Hún kemur ekki á óvart, þetta var sú dagsetning sem ég hafði giskað á,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, um ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, að stefna á þingkosningar 25. september 2021. Hann er ekki hrifinn af þessari dagsetningu. „Því það er afleitt fyrir nýja ríkisstjórn að taka við fjárlögum þeirrar síðustu. Þegar kosið er að vori eins og venjan var þá hefst ríkisstjórn handa við að marka sína stefnu og láta hana birtast í fjárlögum. Með þessu er komið í veg fyrir það og ný ríkisstjórn situr uppi með fjárlög þeirrar gömlu,“ segir Sigmundur Davíð. Spurður hvers vegna hann telji þessa dagsetningu hafa orðið fyrir valinu segir Sigmundur Davíð svarið augljóst. „Þetta er ríkisstjórn sem var mynduð um að skipta með sér stólum, frekar en pólitísk markmið. Þannig að þau munu halda í þá stóla eins lengi og þau geta.“ Hann segir að nú blasi við kosningabarátta að sumri og það hafi sína galla. Þjóðin hafi til að mynda takmarkaðan áhuga á pólitískri baráttu að sumarlagi. „Það má segja að hún vilji frið fyrir pólitíkinni að mestu leyti á sumrinu,“ segir Sigmundur Davíð. Hann bendir á að pólitísk umræða detti niður á sumrin. „Kannski er leikurinn til þess gerður. Allt mæli með því að færa kosningarnar yfir á vori, líkt og fjármálaráðherra orðaði það sjálfur skömmu eftir síðustu kosningar að mikilvægt væri að halda kosningar næst að vori. „En svo þegar þau eru komin í ráðherrastólana, þá er erfitt að sleppa þeim.“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. Vísir/Vilhelm Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir kosningar að hausti breyta allri vinnu með fjárlög. Uppbyggingar sé þörf haustið 2021 eftir niðursveifluna sem fylgir kórónuveirunni. „En þingið mun þá taka við fjárlögum sem eru tilbúin fyrir kosningar án þess að hafa fengið að sjá innihaldið. Kannski er innihald þess allt annað en við vildum segja með atkvæðum okkar,“ segir Björn Leví. Spurður hvers vegna hann telji dagsetninguna 25. september hafa orðið fyrir valinu segir hann þetta síðustu mögulega dagsetninguna sem ríkisstjórn Katrínar gat sett fram og sloppið þar með við að sýna fjárlögin. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Sjá meira
„Hún kemur ekki á óvart, þetta var sú dagsetning sem ég hafði giskað á,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, um ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, að stefna á þingkosningar 25. september 2021. Hann er ekki hrifinn af þessari dagsetningu. „Því það er afleitt fyrir nýja ríkisstjórn að taka við fjárlögum þeirrar síðustu. Þegar kosið er að vori eins og venjan var þá hefst ríkisstjórn handa við að marka sína stefnu og láta hana birtast í fjárlögum. Með þessu er komið í veg fyrir það og ný ríkisstjórn situr uppi með fjárlög þeirrar gömlu,“ segir Sigmundur Davíð. Spurður hvers vegna hann telji þessa dagsetningu hafa orðið fyrir valinu segir Sigmundur Davíð svarið augljóst. „Þetta er ríkisstjórn sem var mynduð um að skipta með sér stólum, frekar en pólitísk markmið. Þannig að þau munu halda í þá stóla eins lengi og þau geta.“ Hann segir að nú blasi við kosningabarátta að sumri og það hafi sína galla. Þjóðin hafi til að mynda takmarkaðan áhuga á pólitískri baráttu að sumarlagi. „Það má segja að hún vilji frið fyrir pólitíkinni að mestu leyti á sumrinu,“ segir Sigmundur Davíð. Hann bendir á að pólitísk umræða detti niður á sumrin. „Kannski er leikurinn til þess gerður. Allt mæli með því að færa kosningarnar yfir á vori, líkt og fjármálaráðherra orðaði það sjálfur skömmu eftir síðustu kosningar að mikilvægt væri að halda kosningar næst að vori. „En svo þegar þau eru komin í ráðherrastólana, þá er erfitt að sleppa þeim.“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. Vísir/Vilhelm Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir kosningar að hausti breyta allri vinnu með fjárlög. Uppbyggingar sé þörf haustið 2021 eftir niðursveifluna sem fylgir kórónuveirunni. „En þingið mun þá taka við fjárlögum sem eru tilbúin fyrir kosningar án þess að hafa fengið að sjá innihaldið. Kannski er innihald þess allt annað en við vildum segja með atkvæðum okkar,“ segir Björn Leví. Spurður hvers vegna hann telji dagsetninguna 25. september hafa orðið fyrir valinu segir hann þetta síðustu mögulega dagsetninguna sem ríkisstjórn Katrínar gat sett fram og sloppið þar með við að sýna fjárlögin.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent