Sá eða þeir sem beri ábyrgð á stöðunni innan lögreglunnar á Suðurnesjum ætti að víkja Birgir Olgeirsson skrifar 24. júlí 2020 18:30 Formaður allsherjarnefndar segir óþolandi fyrir þjóðina að horfa upp á síendurteknar deilur og illvíg átök hjá æðstu embættismönnum lögreglunnar. Sá eða þeir sem beri ábyrgð á stöðunni á Suðurnesjum ættu að víkja. Dómsmálaráðherra segir starfsmannamál innan lögreglunnar á Suðurnesjum til meðferðar hjá ráðuneytinu. Unnið sé að lausn þannig að nauðsynlegri starfsemi embættisins verði áfram sinnt með eðlilegum hætti. Ráðherra ætlar sér ekki að tjá sig meðan sú vinna fer fram. Málið varðar deilur Ólafs Helga Kjartanssonar lögreglustjóra á Suðurnesjum og fjögurra stjórnenda innan embættisins hans, sem eru sagðir leiddir af Öldu Hrönn Jóhannsdóttur yfirlögfræðings. Alvarlega ásakanir hafa gengið þar á milli. Hefur ráðherra beðið Ólaf Helga um að láta af störfum en hann varð ekki við þeirri beiðni. Formaður allsherjarnefndar Alþingis segist treysta því að tekið verði á málinu með viðeigandi hætti. „Nú ætla ég ekki að taka efnislega afstöðu í deilunni það er hins vegar algjörlega óþolandi fyrir þjóðina að horfa upp á þessu síendurteknu deilur, illvígu átök og samstarfsörðugleika hjá æðstu embættismönnum lögreglunnar í landinu. Ég treysti því að það verði tekið á þessu með viðeigandi hætti,“ segir Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis en sú nefnd fer með málefni lögreglu á þingi. Hann segir þessa deilu vekja tilefni til að endurskoða hæfnikröfur til æðstu stjórnenda lögreglunnar. „Ég held að það hljóti að koma til endurskoðunar og athugunar með hvaða hætti skipað er í æðstu embætti hjá lögreglunni. Þjóðin á þá lágmarkskröfu að yfirmenn innan lögreglunnar séu nokkurn veginn til friðs,“ segir Páll. Hann óttast að málið rýri traust til lögreglunnar. „Ég hef mestar áhyggjur af því að þetta rýri traust og það er nauðsynlegt fyrir lögregluna sjálfa, lífsnauðsynlegt, að þjóðin beri traust til hennar og það er nauðsynlegt fyrir þjóðina að geta borið traust til lögreglunnar. Ég bara held og treysti því að ráðherra sé að taka á þessu með röggsömum og afgerandi hætti.“ Honum finnst liggja í augum uppi að finna hver beri ábyrgð á þessari stöðu innan embættisins. „Mér finnst eiginlega liggja í augum uppi að það verði með einhverjum hætti að finna út úr því hver ber ábyrgð á þessari stöðu sem er komin upp hjá embætti lögreglustjórans og sá eða þeir sem bera þessa ábyrgð, einfaldlega víki, ég get ekki séð að það sé nein önnur leið í þessu.“ Lögreglan Alþingi Reykjanesbær Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Formaður allsherjarnefndar segir óþolandi fyrir þjóðina að horfa upp á síendurteknar deilur og illvíg átök hjá æðstu embættismönnum lögreglunnar. Sá eða þeir sem beri ábyrgð á stöðunni á Suðurnesjum ættu að víkja. Dómsmálaráðherra segir starfsmannamál innan lögreglunnar á Suðurnesjum til meðferðar hjá ráðuneytinu. Unnið sé að lausn þannig að nauðsynlegri starfsemi embættisins verði áfram sinnt með eðlilegum hætti. Ráðherra ætlar sér ekki að tjá sig meðan sú vinna fer fram. Málið varðar deilur Ólafs Helga Kjartanssonar lögreglustjóra á Suðurnesjum og fjögurra stjórnenda innan embættisins hans, sem eru sagðir leiddir af Öldu Hrönn Jóhannsdóttur yfirlögfræðings. Alvarlega ásakanir hafa gengið þar á milli. Hefur ráðherra beðið Ólaf Helga um að láta af störfum en hann varð ekki við þeirri beiðni. Formaður allsherjarnefndar Alþingis segist treysta því að tekið verði á málinu með viðeigandi hætti. „Nú ætla ég ekki að taka efnislega afstöðu í deilunni það er hins vegar algjörlega óþolandi fyrir þjóðina að horfa upp á þessu síendurteknu deilur, illvígu átök og samstarfsörðugleika hjá æðstu embættismönnum lögreglunnar í landinu. Ég treysti því að það verði tekið á þessu með viðeigandi hætti,“ segir Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis en sú nefnd fer með málefni lögreglu á þingi. Hann segir þessa deilu vekja tilefni til að endurskoða hæfnikröfur til æðstu stjórnenda lögreglunnar. „Ég held að það hljóti að koma til endurskoðunar og athugunar með hvaða hætti skipað er í æðstu embætti hjá lögreglunni. Þjóðin á þá lágmarkskröfu að yfirmenn innan lögreglunnar séu nokkurn veginn til friðs,“ segir Páll. Hann óttast að málið rýri traust til lögreglunnar. „Ég hef mestar áhyggjur af því að þetta rýri traust og það er nauðsynlegt fyrir lögregluna sjálfa, lífsnauðsynlegt, að þjóðin beri traust til hennar og það er nauðsynlegt fyrir þjóðina að geta borið traust til lögreglunnar. Ég bara held og treysti því að ráðherra sé að taka á þessu með röggsömum og afgerandi hætti.“ Honum finnst liggja í augum uppi að finna hver beri ábyrgð á þessari stöðu innan embættisins. „Mér finnst eiginlega liggja í augum uppi að það verði með einhverjum hætti að finna út úr því hver ber ábyrgð á þessari stöðu sem er komin upp hjá embætti lögreglustjórans og sá eða þeir sem bera þessa ábyrgð, einfaldlega víki, ég get ekki séð að það sé nein önnur leið í þessu.“
Lögreglan Alþingi Reykjanesbær Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira