Kæru geislahræddra vegna 5G-væðingar vísað frá Kjartan Kjartansson skrifar 24. júlí 2020 16:31 5G er ný kynslóð farnets sem býður upp á hraðari gagnaflutninga en eldri 4G-tækni. Hún notast við hærri bylgjutíðni og dregur merki frá 5G-sendum því skemur en þau eldri. Ekkert bendir til þess að geislar frá 5G-sendum hafi skaðleg áhrif á heilsu fólks. Vísir/Getty Úrskurðarnefnd fjarskiptamála vísaði frá kæru félags og einstaklinga sem óttast heilsuáhrif rafbylgna á úthlutun fjarskiptatíðna fyrir 5G-senda. Kærendurnir voru ekki taldir hafa lögvarinna hagsmuna að gæta í málinu. Kæran varðaði úthlutun Póst- og fjarskiptastofnunar á tíðniheimildum til þriggja fjarskiptafyrirtækja fyrir svonefnt 5G-fjarnet, nýja kynslóð þráðlausrar samskiptatækni. Að henni stóðu fjórir ónafngreindir einstaklingar auk Geislabjargar, félags fólks um frelsi frá rafmengun. Kröfðust þau að úthlutunin yrði felld úr gildi eða henni frestað á meðan umhverfisáhrif væru könnuð. Í úrskurði sínum benti úrskurðarnefndin á að sá sem krefst endurskoðunar stjórnvaldsákvörðunar þurfi að sýna fram á að hann hafi lögvarða hagsmuni af úrlausn málsins. Það taldi nefndin að kærendurnir hefðu ekki og vísaði kærunni því frá. Ríkissjóður þarf að greiða 815.000 krónur í málskostnað. Nokkuð hefur borið á hópum sem hafa áhyggjur af mögulegum heilsufarsáhrifum rafbylgna frá 5G-sendum þrátt fyrir að sérfræðingar og alþjóðastofnanir undirstriki að ekkert bendi til þess að þær hafi skaðleg áhrif. Þannig telja þeir sem stóðu að kærunni að þeir hafi sjálfir fundið fyrir áhrifum af rafsegulgeislun. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, Geislavarnir ríkisins, Póst- og fjarskiptastofnun og Evrópusambandið eru á meðal þeirra stofnana sem staðfesta að fólki stafi ekki hætta af bylgjum frá 5G-sendum. Sums staðar hefur ótti við 5G-tæknina blandast samsæriskenningum um Covid-19, sjúkdóminn sem nýtt afbrigði kórónuveirunnar veldur. Þannig hafa skemmdarverk verið unnin á 5G-fjarskiptamöstrum í sumum löndum. Vísir er í eigu Sýnar hf. sem er eitt af þremur fjarskiptafyrirtækjum sem Póst- og fjarskiptastofnun úthlutaði tíðniheimildum fyrir 5G-senda og kæran sem fréttin fjallar um varðaði. Fjarskipti Tækni Tengdar fréttir Ekki verið sýnt fram á skaðsemi 5G á heilsuna Ekki hefur verið sýnt fram á að 5G hafi skaðleg áhrif á heilsuna svo lengi sem styrkur rafsegultíðninnar er undir viðmiðunarmörkum sem gilda segir Sigurður M. Magnússon, forstjóri Geislavarna ríkisins. 22. júní 2020 23:25 Vilja stöðva 5G-væðingu landsins Hópur Íslendinga hefur kært fyrirhugaða uppbyggingu 5G-kerfis hér á landi. 21. júní 2020 18:45 Skemmdarverk áfram unnin vegna samsæriskenninga um 5G og Covid-19 Skemmdarvargar sem aðhyllast undarlegar og innihaldslausar samsæriskenningar um 5G samskiptatækni hafa kveikt í eða reynt að kveikja í tugum símamastra í Evrópu á undanförnum vikum. 16. apríl 2020 11:35 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Sjá meira
Úrskurðarnefnd fjarskiptamála vísaði frá kæru félags og einstaklinga sem óttast heilsuáhrif rafbylgna á úthlutun fjarskiptatíðna fyrir 5G-senda. Kærendurnir voru ekki taldir hafa lögvarinna hagsmuna að gæta í málinu. Kæran varðaði úthlutun Póst- og fjarskiptastofnunar á tíðniheimildum til þriggja fjarskiptafyrirtækja fyrir svonefnt 5G-fjarnet, nýja kynslóð þráðlausrar samskiptatækni. Að henni stóðu fjórir ónafngreindir einstaklingar auk Geislabjargar, félags fólks um frelsi frá rafmengun. Kröfðust þau að úthlutunin yrði felld úr gildi eða henni frestað á meðan umhverfisáhrif væru könnuð. Í úrskurði sínum benti úrskurðarnefndin á að sá sem krefst endurskoðunar stjórnvaldsákvörðunar þurfi að sýna fram á að hann hafi lögvarða hagsmuni af úrlausn málsins. Það taldi nefndin að kærendurnir hefðu ekki og vísaði kærunni því frá. Ríkissjóður þarf að greiða 815.000 krónur í málskostnað. Nokkuð hefur borið á hópum sem hafa áhyggjur af mögulegum heilsufarsáhrifum rafbylgna frá 5G-sendum þrátt fyrir að sérfræðingar og alþjóðastofnanir undirstriki að ekkert bendi til þess að þær hafi skaðleg áhrif. Þannig telja þeir sem stóðu að kærunni að þeir hafi sjálfir fundið fyrir áhrifum af rafsegulgeislun. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, Geislavarnir ríkisins, Póst- og fjarskiptastofnun og Evrópusambandið eru á meðal þeirra stofnana sem staðfesta að fólki stafi ekki hætta af bylgjum frá 5G-sendum. Sums staðar hefur ótti við 5G-tæknina blandast samsæriskenningum um Covid-19, sjúkdóminn sem nýtt afbrigði kórónuveirunnar veldur. Þannig hafa skemmdarverk verið unnin á 5G-fjarskiptamöstrum í sumum löndum. Vísir er í eigu Sýnar hf. sem er eitt af þremur fjarskiptafyrirtækjum sem Póst- og fjarskiptastofnun úthlutaði tíðniheimildum fyrir 5G-senda og kæran sem fréttin fjallar um varðaði.
Fjarskipti Tækni Tengdar fréttir Ekki verið sýnt fram á skaðsemi 5G á heilsuna Ekki hefur verið sýnt fram á að 5G hafi skaðleg áhrif á heilsuna svo lengi sem styrkur rafsegultíðninnar er undir viðmiðunarmörkum sem gilda segir Sigurður M. Magnússon, forstjóri Geislavarna ríkisins. 22. júní 2020 23:25 Vilja stöðva 5G-væðingu landsins Hópur Íslendinga hefur kært fyrirhugaða uppbyggingu 5G-kerfis hér á landi. 21. júní 2020 18:45 Skemmdarverk áfram unnin vegna samsæriskenninga um 5G og Covid-19 Skemmdarvargar sem aðhyllast undarlegar og innihaldslausar samsæriskenningar um 5G samskiptatækni hafa kveikt í eða reynt að kveikja í tugum símamastra í Evrópu á undanförnum vikum. 16. apríl 2020 11:35 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Sjá meira
Ekki verið sýnt fram á skaðsemi 5G á heilsuna Ekki hefur verið sýnt fram á að 5G hafi skaðleg áhrif á heilsuna svo lengi sem styrkur rafsegultíðninnar er undir viðmiðunarmörkum sem gilda segir Sigurður M. Magnússon, forstjóri Geislavarna ríkisins. 22. júní 2020 23:25
Vilja stöðva 5G-væðingu landsins Hópur Íslendinga hefur kært fyrirhugaða uppbyggingu 5G-kerfis hér á landi. 21. júní 2020 18:45
Skemmdarverk áfram unnin vegna samsæriskenninga um 5G og Covid-19 Skemmdarvargar sem aðhyllast undarlegar og innihaldslausar samsæriskenningar um 5G samskiptatækni hafa kveikt í eða reynt að kveikja í tugum símamastra í Evrópu á undanförnum vikum. 16. apríl 2020 11:35