Kæru geislahræddra vegna 5G-væðingar vísað frá Kjartan Kjartansson skrifar 24. júlí 2020 16:31 5G er ný kynslóð farnets sem býður upp á hraðari gagnaflutninga en eldri 4G-tækni. Hún notast við hærri bylgjutíðni og dregur merki frá 5G-sendum því skemur en þau eldri. Ekkert bendir til þess að geislar frá 5G-sendum hafi skaðleg áhrif á heilsu fólks. Vísir/Getty Úrskurðarnefnd fjarskiptamála vísaði frá kæru félags og einstaklinga sem óttast heilsuáhrif rafbylgna á úthlutun fjarskiptatíðna fyrir 5G-senda. Kærendurnir voru ekki taldir hafa lögvarinna hagsmuna að gæta í málinu. Kæran varðaði úthlutun Póst- og fjarskiptastofnunar á tíðniheimildum til þriggja fjarskiptafyrirtækja fyrir svonefnt 5G-fjarnet, nýja kynslóð þráðlausrar samskiptatækni. Að henni stóðu fjórir ónafngreindir einstaklingar auk Geislabjargar, félags fólks um frelsi frá rafmengun. Kröfðust þau að úthlutunin yrði felld úr gildi eða henni frestað á meðan umhverfisáhrif væru könnuð. Í úrskurði sínum benti úrskurðarnefndin á að sá sem krefst endurskoðunar stjórnvaldsákvörðunar þurfi að sýna fram á að hann hafi lögvarða hagsmuni af úrlausn málsins. Það taldi nefndin að kærendurnir hefðu ekki og vísaði kærunni því frá. Ríkissjóður þarf að greiða 815.000 krónur í málskostnað. Nokkuð hefur borið á hópum sem hafa áhyggjur af mögulegum heilsufarsáhrifum rafbylgna frá 5G-sendum þrátt fyrir að sérfræðingar og alþjóðastofnanir undirstriki að ekkert bendi til þess að þær hafi skaðleg áhrif. Þannig telja þeir sem stóðu að kærunni að þeir hafi sjálfir fundið fyrir áhrifum af rafsegulgeislun. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, Geislavarnir ríkisins, Póst- og fjarskiptastofnun og Evrópusambandið eru á meðal þeirra stofnana sem staðfesta að fólki stafi ekki hætta af bylgjum frá 5G-sendum. Sums staðar hefur ótti við 5G-tæknina blandast samsæriskenningum um Covid-19, sjúkdóminn sem nýtt afbrigði kórónuveirunnar veldur. Þannig hafa skemmdarverk verið unnin á 5G-fjarskiptamöstrum í sumum löndum. Vísir er í eigu Sýnar hf. sem er eitt af þremur fjarskiptafyrirtækjum sem Póst- og fjarskiptastofnun úthlutaði tíðniheimildum fyrir 5G-senda og kæran sem fréttin fjallar um varðaði. Fjarskipti Tækni Tengdar fréttir Ekki verið sýnt fram á skaðsemi 5G á heilsuna Ekki hefur verið sýnt fram á að 5G hafi skaðleg áhrif á heilsuna svo lengi sem styrkur rafsegultíðninnar er undir viðmiðunarmörkum sem gilda segir Sigurður M. Magnússon, forstjóri Geislavarna ríkisins. 22. júní 2020 23:25 Vilja stöðva 5G-væðingu landsins Hópur Íslendinga hefur kært fyrirhugaða uppbyggingu 5G-kerfis hér á landi. 21. júní 2020 18:45 Skemmdarverk áfram unnin vegna samsæriskenninga um 5G og Covid-19 Skemmdarvargar sem aðhyllast undarlegar og innihaldslausar samsæriskenningar um 5G samskiptatækni hafa kveikt í eða reynt að kveikja í tugum símamastra í Evrópu á undanförnum vikum. 16. apríl 2020 11:35 Mest lesið Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Fleiri fréttir Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af frá hörðum árekstri Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Sjá meira
Úrskurðarnefnd fjarskiptamála vísaði frá kæru félags og einstaklinga sem óttast heilsuáhrif rafbylgna á úthlutun fjarskiptatíðna fyrir 5G-senda. Kærendurnir voru ekki taldir hafa lögvarinna hagsmuna að gæta í málinu. Kæran varðaði úthlutun Póst- og fjarskiptastofnunar á tíðniheimildum til þriggja fjarskiptafyrirtækja fyrir svonefnt 5G-fjarnet, nýja kynslóð þráðlausrar samskiptatækni. Að henni stóðu fjórir ónafngreindir einstaklingar auk Geislabjargar, félags fólks um frelsi frá rafmengun. Kröfðust þau að úthlutunin yrði felld úr gildi eða henni frestað á meðan umhverfisáhrif væru könnuð. Í úrskurði sínum benti úrskurðarnefndin á að sá sem krefst endurskoðunar stjórnvaldsákvörðunar þurfi að sýna fram á að hann hafi lögvarða hagsmuni af úrlausn málsins. Það taldi nefndin að kærendurnir hefðu ekki og vísaði kærunni því frá. Ríkissjóður þarf að greiða 815.000 krónur í málskostnað. Nokkuð hefur borið á hópum sem hafa áhyggjur af mögulegum heilsufarsáhrifum rafbylgna frá 5G-sendum þrátt fyrir að sérfræðingar og alþjóðastofnanir undirstriki að ekkert bendi til þess að þær hafi skaðleg áhrif. Þannig telja þeir sem stóðu að kærunni að þeir hafi sjálfir fundið fyrir áhrifum af rafsegulgeislun. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, Geislavarnir ríkisins, Póst- og fjarskiptastofnun og Evrópusambandið eru á meðal þeirra stofnana sem staðfesta að fólki stafi ekki hætta af bylgjum frá 5G-sendum. Sums staðar hefur ótti við 5G-tæknina blandast samsæriskenningum um Covid-19, sjúkdóminn sem nýtt afbrigði kórónuveirunnar veldur. Þannig hafa skemmdarverk verið unnin á 5G-fjarskiptamöstrum í sumum löndum. Vísir er í eigu Sýnar hf. sem er eitt af þremur fjarskiptafyrirtækjum sem Póst- og fjarskiptastofnun úthlutaði tíðniheimildum fyrir 5G-senda og kæran sem fréttin fjallar um varðaði.
Fjarskipti Tækni Tengdar fréttir Ekki verið sýnt fram á skaðsemi 5G á heilsuna Ekki hefur verið sýnt fram á að 5G hafi skaðleg áhrif á heilsuna svo lengi sem styrkur rafsegultíðninnar er undir viðmiðunarmörkum sem gilda segir Sigurður M. Magnússon, forstjóri Geislavarna ríkisins. 22. júní 2020 23:25 Vilja stöðva 5G-væðingu landsins Hópur Íslendinga hefur kært fyrirhugaða uppbyggingu 5G-kerfis hér á landi. 21. júní 2020 18:45 Skemmdarverk áfram unnin vegna samsæriskenninga um 5G og Covid-19 Skemmdarvargar sem aðhyllast undarlegar og innihaldslausar samsæriskenningar um 5G samskiptatækni hafa kveikt í eða reynt að kveikja í tugum símamastra í Evrópu á undanförnum vikum. 16. apríl 2020 11:35 Mest lesið Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Fleiri fréttir Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af frá hörðum árekstri Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Sjá meira
Ekki verið sýnt fram á skaðsemi 5G á heilsuna Ekki hefur verið sýnt fram á að 5G hafi skaðleg áhrif á heilsuna svo lengi sem styrkur rafsegultíðninnar er undir viðmiðunarmörkum sem gilda segir Sigurður M. Magnússon, forstjóri Geislavarna ríkisins. 22. júní 2020 23:25
Vilja stöðva 5G-væðingu landsins Hópur Íslendinga hefur kært fyrirhugaða uppbyggingu 5G-kerfis hér á landi. 21. júní 2020 18:45
Skemmdarverk áfram unnin vegna samsæriskenninga um 5G og Covid-19 Skemmdarvargar sem aðhyllast undarlegar og innihaldslausar samsæriskenningar um 5G samskiptatækni hafa kveikt í eða reynt að kveikja í tugum símamastra í Evrópu á undanförnum vikum. 16. apríl 2020 11:35