Ökumaður bíls sem hafnaði utan Norðausturvegar í nótt er látinn. Frá þessu greinir lögreglan á Norðurlandi eystra sem segist hafa gert aðstandendum ökumannsins viðvart.
Lögreglan lýsir slysinu með eftirfarandi hætti: „Fólksbifreið lenti út fyrir veg og valt, skammt sunnan við gatnamót Hófaskarðsleiðar sunnan Kópaskers.“
Ökumaðurinn var einn í bílnum þegar slysið varð. Hinn látni var um fertugt, af erlendum uppruna en búsettur og starfandi á Íslandi.