Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur Stefán Árni Pálsson skrifar 24. júlí 2020 13:30 Ólafur Stefánsson er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar. Í viðtalinu fara þeir Sölvi um víðan völl og ræða meðal annars um mikilvægi þess að þora að fara út fyrir boxið. En talið berst líka að handboltanum og þess hvaða augum Óli lítur handboltann núna þegar komin er smá fjarlægð. „Núna eftir svona fimm ára pásu finn ég að ég væri alveg til í að fara inn í það Maður saknar klefans og enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Maður þarf alltaf að fá fjarlægðina til að átta sig á hversu fagurt það var,” segir Óli um tímabilið þegar íslenska landsliðið náði hápunkti. Hann segir að á milli leikmannana muni alltaf ríkja bræðralag og einhver ósýnileg tenging sem muni halda ævilangt: „Það er náttúrulega þráður sem slitnar aldrei…þó að þú hittir þá ekkert mikið. En það að hafa farið svona langa leið með mörgum mönnum er eins og ósýnilegur fallegur þráður sem fer ekkert.“ Eins og þekkt er hefur Óli Stef farið vægast sagt óhefðbundnar leiðir undanfarin ár og hefur bara ýtt á bensíngjöfina í því ef eitthvað er: „Þetta er eins og í öllum góðum ævintýramyndum. Hetjan þarf að leggja sig í hættur og sumir koma ekki til baka. Þú getur klúðrað öllu á yfirborðinu og fólk spyr: „Hvað varð um þennan gaur, hann var einu sinni þetta og hitt, en ég er alltaf mín þjóðhetja,“ segir Óli í viðtalinu við Sölva. „Það eru alls konar gildrur á leiðinni...sumir verða allt of heilagir og margir festast í alls konar, en svo ég taki „spoiler“ á þetta þá er endastöðin er alltaf hér og nú. Þessi stund hérna hjá okkur. Í raun og veru snýst andleg vegferð um að fá aftur skynjunina sem þú hafðir sem barn. Í mjög stuttu máli.” Í viðtalinu fara Sölvi og Óli Stef yfir bræðralagið sem myndaðist hjá Silfurlifinu frá Ólympíuleikunum í Peking, það að þora að fara út fyrir boxið, elta draumana, hvernig við getum hlúið sem best að börnunum okkar og margt margt fleira. Viðtal Sölva við Ólaf má sjá hér að neðan. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Kaffihúsastemning og kósý væb í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Sjá meira
Ólafur Stefánsson er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar. Í viðtalinu fara þeir Sölvi um víðan völl og ræða meðal annars um mikilvægi þess að þora að fara út fyrir boxið. En talið berst líka að handboltanum og þess hvaða augum Óli lítur handboltann núna þegar komin er smá fjarlægð. „Núna eftir svona fimm ára pásu finn ég að ég væri alveg til í að fara inn í það Maður saknar klefans og enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Maður þarf alltaf að fá fjarlægðina til að átta sig á hversu fagurt það var,” segir Óli um tímabilið þegar íslenska landsliðið náði hápunkti. Hann segir að á milli leikmannana muni alltaf ríkja bræðralag og einhver ósýnileg tenging sem muni halda ævilangt: „Það er náttúrulega þráður sem slitnar aldrei…þó að þú hittir þá ekkert mikið. En það að hafa farið svona langa leið með mörgum mönnum er eins og ósýnilegur fallegur þráður sem fer ekkert.“ Eins og þekkt er hefur Óli Stef farið vægast sagt óhefðbundnar leiðir undanfarin ár og hefur bara ýtt á bensíngjöfina í því ef eitthvað er: „Þetta er eins og í öllum góðum ævintýramyndum. Hetjan þarf að leggja sig í hættur og sumir koma ekki til baka. Þú getur klúðrað öllu á yfirborðinu og fólk spyr: „Hvað varð um þennan gaur, hann var einu sinni þetta og hitt, en ég er alltaf mín þjóðhetja,“ segir Óli í viðtalinu við Sölva. „Það eru alls konar gildrur á leiðinni...sumir verða allt of heilagir og margir festast í alls konar, en svo ég taki „spoiler“ á þetta þá er endastöðin er alltaf hér og nú. Þessi stund hérna hjá okkur. Í raun og veru snýst andleg vegferð um að fá aftur skynjunina sem þú hafðir sem barn. Í mjög stuttu máli.” Í viðtalinu fara Sölvi og Óli Stef yfir bræðralagið sem myndaðist hjá Silfurlifinu frá Ólympíuleikunum í Peking, það að þora að fara út fyrir boxið, elta draumana, hvernig við getum hlúið sem best að börnunum okkar og margt margt fleira. Viðtal Sölva við Ólaf má sjá hér að neðan.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Kaffihúsastemning og kósý væb í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Sjá meira