Erlent

Tveggja ára fangelsi fyrir aðild að yfir 5.000 morðum

Andri Eysteinsson skrifar
Bruno D. er 93 ára gamall og var sautján ára þegar hann starfaði í útrýmingarbúðunum.
Bruno D. er 93 ára gamall og var sautján ára þegar hann starfaði í útrýmingarbúðunum. Getty/Daniel Bockwold

Fangavörður í Stutthof útrýmingarbúðum nasista var í dag sakfelldur fyrir aðild að 5.230 morðum og dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi.

Maðurinn sem er 93 ára gamall og nafngreindur í þýska dómskerfinu sem Bruno D. starfaði sem fangavörður í Stutthöf á árunum 1944 til 1945 þegar hann var sautján ára gamall. Vegna ungs aldurs hans á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar tók unglingadómstóll í Hamburg málið fyrir.

Var Bruno D. Ákærður fyrir aðstoða við að minnsta kosti 5.232 morð í útrýmingarbúðunum þar sem talið er að um 65.000 hafi verið myrt af nasistum.

Bruno hafði játað að hafa starfað sem fangavörður í búðunum en sagði fyrir dómi að hann hafi átt engra kosta völ. Réttarhöldin hófust í október og voru yfir 40 vitni kölluð fyrir réttinn.

Réttarhöldunum er nú lokið um 75 árum eftir lok seinni heimsstyrjaldarinnar og er því líklegt að um sé að ræða ein af síðustu réttarhöldunum yfir meðlimi Nasistaflokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×